Page 1 of 1

Hitastýring (STC-1000) spurningar

Posted: 16. Sep 2014 01:05
by geirigusa
Ég er með STC-1000 hitastýringu tengda við gamlan ísskáp.
Ég var að velta fyrir mér hvernig þið þetta uppsett.
Sjálfur er ég með stillt á +/- 0.5 °C og compressor delay á 3 mínútur. Reikna með því að það sé bara normið?

Ég er svo með hitamælinn inn í svona kæligels púða sem liggur ofan á gerjunarílátinu. Ég hef samt séð allt að 3°C mismun á raunhita gerjunar þegar primary er í fullum gangi og svo því sem stýringin sýnir. Eru menn eitthvað að festa mælinn alveg við gerjunarílátið, þá með einhverri einangrun, eða miða menn bara sirka við lofthita?

Ég hef enn ekki gert neitt til að hita skápinn en það gæti þurft að koma til þess í vetur. Er þá ljósaperu-aðferðin málið ?

Re: Hitastýring (STC-1000) spurningar

Posted: 16. Sep 2014 09:59
by jniels
Sæll,
Ég er með nemann á tunnuhliðinni við c.a. miðja gerjunartunnuna með bút af einangrunardýnu yfir og teipa þetta þétt á.
Ég vildi helst koma þessu fyrir þannig að neminn sé að fá hitann frá virtinum sem næst beint í æð þar sem hann hitnar aðeins þegar mesta gerjunin er í gangi.

Ég er með +/- 0,3 og sama delay. Eflaust í góðu að vera með +/- 0,5

Re: Hitastýring (STC-1000) spurningar

Posted: 19. Sep 2014 19:35
by Eyvindur
Ég er með smá steinullarbút inni í ziploc poka, sem ég teipa við fötuna. Svo renni ég nemanum undir.

Líka með stillt á 0,3. Man ekki hvaða delay ég er með.