Page 1 of 1

BIAB pottur, endurhönnun

Posted: 14. Sep 2014 20:44
by rdavidsson
Sæl veriði,

Mig langaði að setja inn smá þráð um það sem ég er að brasa í þessa dagana. Ég er með þessar klassísku 50L BIAB græjur með PID regli og tilheyrandi.
Er að lenda í því alltof oft (20-30% tilvika) að pokinn er að stíflast hjá mér í meskingu, þurfti t.d að kaupa nýtt element og hellar 20L af bjór um daginn eftir að dælan fyllti pokann af virt og var þar með búin að sjúga allan virt frá elementinu, sem fór auðvitað í gang og brann yfir...

Ég hef verið að skoða HERMS kerfi en þar sem ég er með mjög lélega aðstöðu þá hentar það mjög illa. í Staðinn þá datt mér annað setup í hug sem ég hef ekki ennþá fundið á netinu, sjá mynd:

Image

Þetta er í raun svipað og HERMS, nema að vatninu úr ytri pottinum er dælt í gengum spíralinn sem liggur ofan í korninu og heldur þannig hitanum nokkuð stöðugum. Vatnið kemur svo út úr spíralinum og aftur ofan í ytri pottinn. Einnig umlykur vatnið í ytri pottinum innri pottinn sem ætti að lágmarka hitatap í meskingu.

Eftir meskingu myndi maður svo hita vatnið í ytri pottinum upp í 76°C og halda áfram að dæla í gegnum spíralinn (sama á við frá mashout upp í suðu).

Eftir suðu myndi ég síðan dæla heita vatninu af ytri pottinum og setja kalt vatn í staðinn og dæla köldu vatni í gengum spíralinn beint úr vatnskrananum .

Með svona setup-i kemst virtinn heldur aldrei í snertingu við elementið...

Hvernig lýst fólki á þessa uppsetningu, komið endilega með komment á þetta!

Re: BIAB pottur, endurhönnun

Posted: 15. Sep 2014 13:40
by helgibelgi
Fyrir meskingu líst mér vel á þetta setup. Hvar myndirðu samt hafa hitanemann? Líka spurning hvernig þú ætlar að halda hitanum jöfnum í meskingu, t.d. með því að bæta við hrærivél sem hrærir í korninu (eða hræra sjálfur í því).

Ætlarðu að nota sama fyrirkomulag í suðu eða ætlarðu að taka þá burtu innri pottinn og fleyta virtinum yfir í stóra? Ég hefði áhyggjur af því að ná ekki nægilega öflugri suðu ef þú myndir halda áfram með innri pottinn og vatn á milli.

Re: BIAB pottur, endurhönnun

Posted: 15. Sep 2014 15:56
by rdavidsson
helgibelgi wrote:Fyrir meskingu líst mér vel á þetta setup. Hvar myndirðu samt hafa hitanemann? Líka spurning hvernig þú ætlar að halda hitanum jöfnum í meskingu, t.d. með því að bæta við hrærivél sem hrærir í korninu (eða hræra sjálfur í því).

Ætlarðu að nota sama fyrirkomulag í suðu eða ætlarðu að taka þá burtu innri pottinn og fleyta virtinum yfir í stóra? Ég hefði áhyggjur af því að ná ekki nægilega öflugri suðu ef þú myndir halda áfram með innri pottinn og vatn á milli.
Ég myndi hafa hitanema hjá dælunni, jafnvel annan ofan í korninu líka. Varðandi hitann, ef vatnið er t.d 68°C í byrjun, svo setur maður kornið út í og endar í 66°C, þá ætti spírallinn og vatnið í ytri pottinum að geta haldið þessu í 66°C þar sem hitatapið ætti að vera mjög lítið. Ég myndi sennilega bara hræra sjálfur til að byrja með..
Eitthvað segir mér að ef maður síður vatnið í ytri pottinum + að hringrása því vatni í gegnum spíralinn á meðan þá ætti maður að ná góðri suðu. Veltipottar í stórum eldhúsum virka svona, þeir eru oft tvöfaldið með vatn á milli sem er soðið. Ég þyrfti kannski að þétta á milli pottana til að minnka uppgufun

Re: BIAB pottur, endurhönnun

Posted: 15. Sep 2014 17:56
by hrafnkell
Ég hef töluverðar efasemdir um það að þú náir að sjóða svona. Eru tvöfaldir pottar í eldhúsum ekki með glycol eða eitthvað álíka sem kemst hærra en 100°C? Nema það sé þrýstingur á vatninu í ytri pottinum, og þá ertu kominn í allt annan pakka..

Hvernig ætlarðu að taka kornið frá? Nota poka áfram?

Ég skil pælinguna með þetta, en er ekki alveg sannfærður.

Re: BIAB pottur, endurhönnun

Posted: 15. Sep 2014 22:01
by jniels
Ég hef séð landasuðugræjur sem eru svona pottur í potti system, en þær voru ekki með spíral á milli. Bara basic þvottapottur þar sem annar pottur var látinn síga ofan í og turn á honum.
Ég myndi veðja á að þetta virki. Gætir gert tilraun með tveim litlum pottum á eldavélahellu til að prófa conceptið. :)

Re: BIAB pottur, endurhönnun

Posted: 15. Sep 2014 22:32
by rdavidsson
hrafnkell wrote:Ég hef töluverðar efasemdir um það að þú náir að sjóða svona. Eru tvöfaldir pottar í eldhúsum ekki með glycol eða eitthvað álíka sem kemst hærra en 100°C? Nema það sé þrýstingur á vatninu í ytri pottinum, og þá ertu kominn í allt annan pakka..

Hvernig ætlarðu að taka kornið frá? Nota poka áfram?

Ég skil pælinguna með þetta, en er ekki alveg sannfærður.
Kokkurinn í vinnunni bætir allavega alltaf vatni á ytri pottinn, en það er örugglega til ýmsar útfærslur á því. Það var einmitt pælingin að reyna að þétta á milli pottanna þannig að maður fái í raun vatn+gufu+þrýsting. Já, hafði hugsað mér að nota pokann áfram.

Pælingin er s.s bara að reyna að sleppa við að hringrásadæla í meskingu og mashout þannig að ég þurfi ekki að standa yfir þessu.. Það væri svosem hægt að meskja+mashout með þessu setup-i og hella þessu svo ofan í ytri pottinn eftir mashout

Svo væri ennfremur hægt að nota vatnið úr ytri pottinum til að skola kornið eftir mashout ef maður vill..

Jói: það er einmitt planið, á 10L og 5L potta sem ég ætla að prófa þetta í fyrst :)

Re: BIAB pottur, endurhönnun

Posted: 15. Sep 2014 23:20
by hrafnkell
jniels wrote:Ég hef séð landasuðugræjur sem eru svona pottur í potti system, en þær voru ekki með spíral á milli. Bara basic þvottapottur þar sem annar pottur var látinn síga ofan í og turn á honum.
Suðumark methanóls og ethanóls er líka undir 100 gráðum. Þess vegna gengur það með vatni í ytri pottinum.
rdavidsson wrote:Kokkurinn í vinnunni bætir allavega alltaf vatni á ytri pottinn, en það er örugglega til ýmsar útfærslur á því. Það var einmitt pælingin að reyna að þétta á milli pottanna þannig að maður fái í raun vatn+gufu+þrýsting.
Ég er nokkuð harður á að þú fáir ekki suðu með því að hita með sjóðandi vatni, þó ég hafi ekkert fyrir mér í því annað en að ég haldi það bara. Þarft "aðeins heitara" en sjóðandi vatn til að sjóða meira vatn :)

Prove me wrong. Ég bíð með "told you so" póstinn þangað til :)

Re: BIAB pottur, endurhönnun

Posted: 15. Sep 2014 23:32
by gunnarolis
Það eitt að enginn annar hafi gert þetta áður mundi valda mér áhyggjum.

Sjóða með spíralinn oní? Harðplumbaðan stainless spíral?
Ég mundi ekki sjóða með koparspíral ofaní allavegana.

Re: BIAB pottur, endurhönnun

Posted: 16. Sep 2014 08:08
by rdavidsson
hrafnkell wrote:
Prove me wrong. Ég bíð með "told you so" póstinn þangað til :)
Jæja, þetta var ekki algalið, eftir að vatnið í ytri pottinum var búið að sjóða í c.a 5 mín þá var vatnið í innri pottinum, c.a 4 lítrar, komið í 95°C, en engin suða.... :)

Gunnar Óli, nei, planið var að hafa hann ofan í þangað til suðan myndi koma upp og taka hann svo uppúr. Ég hafði einmitt planað að nota 12mm riðfrítt rör, fann slíkt á góðu verði um daginn.

En ég held að niðurstaðan sé þá sú að prófa að nota þetta setup fyrir meskingu og mashout, hella þessu svo yfir í ytri pottinn og sjóða eins og venjulega.

Ég ætla að prófa þetta í næsta bjór, ætti ég að miðað við sömu nýtni og venjulega (70%) eins og ég er að fá í recirculation mash?

Re: BIAB pottur, endurhönnun

Posted: 16. Sep 2014 08:14
by helgibelgi
gunnarolis wrote:Það eitt að enginn annar hafi gert þetta áður mundi valda mér áhyggjum.

Sjóða með spíralinn oní? Harðplumbaðan stainless spíral?
Ég mundi ekki sjóða með koparspíral ofaní allavegana.
Af hverju myndirðu ekki sjóða kopar?

Re: BIAB pottur, endurhönnun

Posted: 16. Sep 2014 13:14
by hrafnkell
rdavidsson wrote:Jæja, þetta var ekki algalið, eftir að vatnið í ytri pottinum var búið að sjóða í c.a 5 mín þá var vatnið í innri pottinum, c.a 4 lítrar, komið í 95°C, en engin suða.... :)
Já ég hef engar efasemdir um að þetta hiti vatn, (mjög) nálægt suðumarki. En suðunni nær maður held ég ekki, sama hvað maður bíður.


Ég hugsa að ég myndi frekar fara í einhverja DIY útgáfu af blichmann breweasy heldur en þetta... Eða grafa upp gamla góða kæliboxið jafnvel.

Re: BIAB pottur, endurhönnun

Posted: 19. Sep 2014 14:55
by loki
Nú drepast flestir gerlar við 70°C, en við hvaða hitastig fara sýrurnar í humlunum að ísómerast?
Er þessi pæling hjá honum ekki að fara nógu nálægt suðu? Þetta svipar til pott í pott aðferðarinnar :)

Re: BIAB pottur, endurhönnun

Posted: 19. Sep 2014 17:16
by hrafnkell
Humlar isomerast við 70°C+. En það er ekki bara það sem maður er að reyna með því að sjóða, heldur líka að keyra efni eins og DMS úr virtinum. Þess vegna vill maður "rolling boil".


Svo las ég yfir póstana mína hérna fyrir ofan og sá að ég var kannski óþarflega neikvæður. Ég hvet menn endilega til að fara í allskonar tilraunastarfsemi þó ég nöldri smá :)

Re: BIAB pottur, endurhönnun

Posted: 19. Sep 2014 19:32
by Eyvindur
Ef þetta er hugsað til að geta haft hringrás, væri þá ekki einfaldast að fara bara í körfusystem? Kaupa stálkörfu sem passar í pottinn, sumsé. Þá er bæði grófari sía (getur valið hversu gróf), þannig að það ætti síður að stíflast, og ef það myndi stíflast myndi það bara flæða út úr körfunni og niður í botninn. Mun einfaldara og nær sama markmiði. Nei, segi bara svona...

Re: BIAB pottur, endurhönnun

Posted: 21. Sep 2014 00:07
by gosi
Einmitt, Eyvindur. Var ekki einhver með svoleiðis hér? Mig langar svolítið að forvitnast
hvað slíkt kostar og hver getur búið til slíka körfu?

Re: BIAB pottur, endurhönnun

Posted: 21. Sep 2014 08:59
by Eyvindur
Ég veit það ekki. Eflaust er hægt að tala við málmsmiðjur. Samt alveg spurning hvort kostnaðurinn yrði jafnvel meiri þannig en með því að panta þetta bara frá BNA.

http://www.utahbiodieselsupply.com/brew ... s.php#biab" onclick="window.open(this.href);return false;

Þetta er alveg kostnaður, en kannski réttlætanlegur. Kostirnir eru ótvíræðir.

Re: BIAB pottur, endurhönnun

Posted: 30. Sep 2014 16:44
by rdavidsson
Eyvindur wrote:Ég veit það ekki. Eflaust er hægt að tala við málmsmiðjur. Samt alveg spurning hvort kostnaðurinn yrði jafnvel meiri þannig en með því að panta þetta bara frá BNA.

http://www.utahbiodieselsupply.com/brew ... s.php#biab" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;

Þetta er alveg kostnaður, en kannski réttlætanlegur. Kostirnir eru ótvíræðir.
Svona til "gamans" þá ákvað ég að senda fyrirspurn á þetta fyrirtæki til að ath hvað þetta myndi kosta með sendingarkostnaði til Íslands:

Here's the quote:
(1) BIAB: 14" Diameter x 14" Tall 400 Micron
- With 4" Feet
- No Press plate
Price: $155
Shipping to Iceland - $238.00
Total - $393.00

Þetta er 60 þúsund kall með vsk, svo veit ég ekki hvort það séu einhver vörugjöld á þessu... Mér finnst þetta allavega vera fáránlega dýrt !

Re: BIAB pottur, endurhönnun

Posted: 30. Sep 2014 20:05
by hrafnkell
Sendingarkostnaðurinn virðist vera aðal málið. Ég hugsa að það ætti að vera hægt að gera þetta töluvert meira aðlaðandi með hóppöntun eða að t.d. ég tæki svona með öðru dóti frá usa.. ;)

Re: BIAB pottur, endurhönnun

Posted: 4. Oct 2014 22:33
by Eyvindur
Láttu vita af þú tékkar á slíkum möguleikum, Hrafnkell. Mig langar pínu að skoða svona, en kannski ekki alveg fyrir 60 þúsara.

Re: BIAB pottur, endurhönnun

Posted: 6. Oct 2014 13:45
by hrafnkell
Ef við gerum ráð fyrir að þetta kosti $130, og frekar fyrirferðarmikið þá hugsa ég að þetta gæti lent í ~30k hingað komið ef það eru nokkrir sem panta.