Page 1 of 1
Thermapen
Posted: 13. Sep 2014 22:48
by Gummi Kalli
Ég lenti í því um daginn að brugg stoppaði hjá mér líklega vegna þess að meskihiti var of hár. Hafra Porter stoppaði í 1,022. Ég henti honum reindar samt á flöskur og hann er bara fjandi góður. Sætur porter, ekki einu sinni out of style:) Allavega, ég fór að lesa mig til um hitamæla til að hafa þetta samt nákvæmt í frammtíðinni og komst að því að Thermapen væri líklega einn sá besti. En póstin voru flest nokkuð gömul.
Ég pantaði þennan. 7.000 fyrir að mér virðist genuine thermapen.
http://www.ebay.com/itm/281437435237" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;
eru þetta ekki bara þokkaleg kaup? Það eru tveir eftir fyrir þá sem hafa áhuga. Free shiping koma innan tíu daga.
Re: Thermapen
Posted: 13. Sep 2014 23:31
by bjorninn
Ég held þú eigir aldrei eftir að sjá eftir þessum kaupum, thermapenninn minn hefur amk. reynst mér ótrúlega vel.
Re: Thermapen
Posted: 14. Sep 2014 19:42
by hrafnkell
Ef það er eitthvað að marka username á ebay, etiltd, þá er þetta framleiðandi thermapen og er líklega genuine. Frábært verð, þó það bætist vsk ofan á þetta og tollmeðferðargjöld. Ég borgaði um 15.000kr fyrir minn hingað kominn á sínum tíma.
Re: Thermapen
Posted: 14. Sep 2014 19:55
by rdavidsson
Ég tímdi ekki að kaupa Thermopen en keypti í stað ThermoPOP frá sama framleiðanda, snilldar græja, kostaði 4.400 hingað kominn með öllum gjöldum.
http://www.thermoworks.com/products/low ... RENGINEERS" onclick="window.open(this.href);return false;
Upplausnin er reyndar 1°C í staðin fyrir 0.4°C í Thermopen..
Re: Thermapen
Posted: 14. Sep 2014 20:08
by Gummi Kalli
Snilld. Ætlaði að brugga í vikunni, líklegt að ég bíði eftir nýju græjunni. Aldrei verið spenntur fyrir hitamæli áður hehe. Ég skal pósta því hvað ég þurfti að borga tollinum þegar hann kemur.
Re: Thermapen
Posted: 14. Sep 2014 20:23
by æpíei
Það segir beskan VAT innifalinn. Það ætti að draga ca 15% af verði til útflutnings utan ESB
VAT price: 20.0% (included in the listed price).
If you have questions about this VAT tax, please contact the seller. The actual VAT requirements and rates may vary depending on the final sale.
Þannig að kannski má fá það endurgreitt, lækka innfluningsverð og þú kemur út nv sama og í Evrópu. Nema þeim tekst að setja á þig vörugjöld og toll.
Re: Thermapen
Posted: 14. Sep 2014 20:34
by helgibelgi
Ég nota Thermapen og get alveg staðfest að þetta er flott græja. Tekur örfáar sekúndur að sýna innan við gráðu hvar þú ert staddur, miðað við rúmlega mínútu með gamla mælinum sem ég var með á undan.
Re: Thermapen
Posted: 26. Sep 2014 17:04
by Gummi Kalli
Jæja, kominn með græjuna. Ekkert smá góður mælir! Reikningurinn þegar upp var staðið var 7,100 fyrir pennann og 2,300 til Bjarna Ben eða samtals 9,400 krónur.