Page 1 of 1

Áfengislög

Posted: 10. Sep 2014 14:59
by Funkalizer
Jæja...

Í ljósi umræðna um áfengislög á Íslandi og frumvarps til breytinga á þeim langar mig að spyrja hvort að í þessari umræðu séu einhver tækifæri fyrir Fágun að fara út í einhvern lobbýisma.

Lögin okkar segja nefnilega, meðal annars, í 2. gr.
Lög Fágunar wrote: Tilgangur félagsins er að:
[...]
* Berjast fyrir rýmri og skýrari lögum um heimagerða gerjaða drykki, óbrennda.
Er ekki kjörið að nota þennan meðbyr með frjálsari áfengislöggjöf og beita gríðar fjársterkum lobbýistaarmi Fágunar í að fá svipuð heimabruggunarlög og þeir eru með í Danmörku?
Af hverju Danmörku?
Af því að þetta wiki segir:
"Homebrewing: Legal. No limit per household per year of beer, given that it is for personal consumption."
Næstum jafn gott: Ungverjaland með "1000 litres of beer per person per year may be produced without taxation, but notification of the local customs office is necessary. Larger quantities are taxed according to law."
Meira að segja Noregur er með þetta "Legal for personal use only."

Hvað segið þið?
Þekkið þið ekki einhvern á þingi sem er til í einn hjemmelavet øl og smá spjall ? :beer:

Re: Áfengislög

Posted: 10. Sep 2014 15:23
by astaosk
Já ég er sammála! Við höfum einmitt í stjórninni verið að ræða að stofna til nefndar sem gæti starfað að þessu, að sjálfsögðu með stuðningi stjórnar.

Re: Áfengislög

Posted: 10. Sep 2014 22:37
by sigurdur
Ásta, hættið að ræða og stofnið nefnd.

Re: Áfengislög

Posted: 10. Sep 2014 23:56
by astaosk
Vantar læk á þetta sigurður! Býður þú þig hér með fram til setu? Tek mér bara það bessaleyfi að óska hér með eftir sjálfboðaliðum!

p.s. þá vantar enn einn félaga í lagabreytinganefndina (http://fagun.is/viewtopic.php?f=25&t=3243" onclick="window.open(this.href);return false;)

Re: Áfengislög

Posted: 11. Sep 2014 01:06
by sigurdur
Ég get tekið að mér að hringja í Alþingi og fá svör og framkvæmd .. ef það er skortur á fólki sem þorir að taka það skref.

Re: Áfengislög

Posted: 11. Sep 2014 12:49
by bergrisi
Góðan daginn.
Eftir að ég sá þennan þráð í gær þá sendi ég tölvupóst á Vilhjálm Árnason þingmann um okkar vangaveltur. Hann svaraði mér í nótt og hefði áhuga á að setjast niður með okkur og ræða málin. Tek það fram að það tekur því ekki að bjóða honum smakk af okkar framleiðslu þar sem hann drekkur ekki.

Re: Áfengislög

Posted: 18. Jan 2015 03:24
by Gummi Kalli
Sæl veri þið. Erum við ennþá að spá í þessu? Ég þekki Sigmund ágætlega og ég er búinn að bjóða honum í bjórspjall. Ég er nokkuð viss um að ég gæti platað hann á fund (lofa samt engu). Er stemning fyrir því?

Re: Áfengislög

Posted: 9. Mar 2015 00:10
by sigurdur
Do it.