Page 1 of 1

Kæruleysið varð góð tilraun....

Posted: 6. Sep 2014 13:49
by jniels
Við bruggfélagarnir lentum í því í sumar að verða eitthvað latir við bruggunina. það sem var kannski verst var að við nenntum ekki einu sinni að græja 21l af léttum Pale Ale sem við vorum búnir að eiga í gerjun í umtalsverðan tíma. Við skildum við tunnuna í ísskáp sem var í gangi (ekki við hitastýringu) til að cold crasha hana þartil við myndum nenna að setja þetta á kút.
Svo þegar það átti loksins að setja á kút, þá kom það í ljós að þetta var allt pikkfrosið nema kannski 4-5 lítrar neðst í tunnunni. Skápnum var bara lokað aftur.

Svo loksins í gær þá ákváðum við að kíkja aftur á þetta. Náðum að hífa ísinn upp úr og smökkuðum aðeins á því sem var í botninum. Það var eins og gefur að skilja rótsterkt, en bragðið var furðu gott. Það var eitthvað í þessu sem minnti mann ennþá á bjór, frekar sætt bragð og það kom nett hitatilfinning þegar maður kyngdi þessu. Minnti mig einna helst á eitthvað desert vín eða svoleiðis.

við vorum allaveganna það hrifnir af þessu að við settum c.a. 3 lítra á flöskur til að eiga :D

Re: Kæruleysið varð góð tilraun....

Posted: 6. Sep 2014 19:33
by bergrisi
Bara flott. Væri gaman að sjá hver styrkleikinn er á þessu.

Re: Kæruleysið varð góð tilraun....

Posted: 8. Sep 2014 13:23
by jniels
Já, það væri gaman að vita.
Það er til formúla fyrir þetta, en þá hefðum þurft að vita hversu mikið vatn við tókum út í formi klaka. En svona m.v. hitatilfinninguna af þessu þegar maður smakkaði, þá myndi ég giska á c.a. 20%

Re: Kæruleysið varð góð tilraun....

Posted: 8. Sep 2014 14:36
by æpíei
Held að það sé gott gisk, mögulega full lágt. Ef það voru eftir 4 lítrar af 21, þá er 100% af áfenginu í 20% af vökvanum, þe ca fimmfalt áfengismagn. Leiðréttið mig ef það er rangt.

Frábært kæruleysi annars. Það mætti hugsa sér að nota þessa aðferð til að gera þorrabjór og kalla hann Sink the piss-shark :twisted:

Re: Kæruleysið varð góð tilraun....

Posted: 8. Nov 2014 03:22
by gm-
Þetta er svipað og er gert í Eisbock stílnum, bruggar bock, frystir hann að hluta og fleitir klakanum ofanaf. Geta verið góðir, geta bragðast eins og rúðupiss :mrgreen:

Re: Kæruleysið varð góð tilraun....

Posted: 10. Nov 2014 11:15
by jniels
HAHAHAHAHHA!
Ég hef ekki smakkað þetta lengi, en þetta var nær seinni flokknum held ég :)

Re: Kæruleysið varð góð tilraun....

Posted: 12. Nov 2014 12:20
by barasta
Þetta kom einnig fyrir hjá okkur fyrir svona ca. ári. Við létum bara tunnuna standa i 2 daga við herbergishita, áður en við töppuðum á flöskur. Hann varð drykkjarhæfur, en ekkert meira en það :-)