Page 1 of 1

Duplo Stir Plate

Posted: 6. Sep 2014 10:02
by Plammi
Eftir síðasta fund var ekki annað hægt en að smíða sér Stir Plate. Mig hefur lengi langað að útbúa stirplate og notast við Lego fyrir boxið, en þar sem elsta barnið á heimilinu (fyrir utan mig) er rúmlega 3ja ára, þá var það ekki í boði. En nóg var til af Duplo kubbum...

Ég notaði teikningarnar sem æpíei póstaði um daginn, hann reddaði mér líka seglunum, viftuna og spennugjafann átti ég til og rafeindabúnaðinn fékk ég hjá Miðbæjarradíó
Image
Image
Image
Image
Image
Flaskan sem ég er að nota hentar illa í þetta verk, botninn er kúptur upp í flöskuna og í honum eru upphleyptir stafir, því náði ég ekki setja hræruna á fullan kraft.

Re: Duplo Stir Plate

Posted: 6. Sep 2014 19:41
by bergrisi
Þetta er virkilega flott.

Re: Duplo Stir Plate

Posted: 7. Dec 2014 12:37
by Kornráð
Einstaklega áhugaverð lita samsettning hjá þér ;D