Page 1 of 1
Skráning í Steðjaferð 13. september.
Posted: 2. Sep 2014 21:55
by astaosk
Þá er komið að skráningu í ferðina í Steðja:
https://docs.google.com/forms/d/17WGGxo ... =send_form" onclick="window.open(this.href);return false;
Laugardaginn 13. september förum við í heimsókn í Steðja í Borgarfirði. Brottför er kl. 13.30 frá BSÍ og áætlað er að koma í bæinn aftur kl. 18.30.
Bruggkeppni Fágunar og Steðja ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum og er þessi ferð tilvalið tækifæri til að spjalla við starfsmenn og skoða græjurnar.
Einungis 30 sæti eru í boði. Ferðin kostar 1000 kr fyrir félagsmenn og 2000 kr fyrir aðra.
Re: Skráning í Steðjaferð 13. september.
Posted: 7. Sep 2014 19:16
by Guest
Hvernig er stemmingin fyrir þessum viðburði. Ég hef áhuga á að mæta og er búinn að sækja um frí í vinnunni þennan dag og daginn eftir (ef gleðin verður það mikil).
Það væri gaman að vita hvað margir væru búnir að skrá sig uppá hvort maður ætti að plata einhverja vini með.
Re: Skráning í Steðjaferð 13. september.
Posted: 7. Sep 2014 19:43
by astaosk
Ég held að stemmingin sé nú bara alveg ljómandi góð, en það er samt alveg slatti af sætum eftir - nánar tiltekið um helmingur þeirra! Endilega drífa í því að skrá sig!
Re: Skráning í Steðjaferð 13. september.
Posted: 7. Sep 2014 20:18
by bergrisi
Flott var að skrá mig og er að kanna félagana.
Re: Skráning í Steðjaferð 13. september.
Posted: 7. Sep 2014 20:25
by hrafnkell
Ég er að fara í réttir daginn áður. Ansi tæpt að ég nái þessu...
Re: Skráning í Steðjaferð 13. september.
Posted: 7. Sep 2014 20:59
by æpíei
Guest, kannski óþarfi að taka sér frí daginn eftir líka, nema þú haldir út á lífið eftir að heim er komið.

Tímasetningar áætla að við stoppum hjá Steðja í um 2 og hálfan til 3 tíma.
Hrafnkell, við verðum við N1 ca 13:45 ef þú ætlar með.
Re: Skráning í Steðjaferð 13. september.
Posted: 7. Sep 2014 21:13
by bergrisi
Þetta sem er skrifað af Guest er ég Bergrisi. Var ekki búinn að skrá mig inn. Smá klaufaskapur.
Held að það sé kjörið að kíkja á lífið á eftir en maður heldur öllum möguleikum opnum.
Re: Skráning í Steðjaferð 13. september.
Posted: 7. Sep 2014 21:26
by æpíei
Þú ert góður Gestur

Re: Skráning í Steðjaferð 13. september.
Posted: 10. Sep 2014 13:02
by æpíei
Minni á að það er ennþá hægt að skrá sig í þessa ferð. Það verður mjög áhugavert að heimsækja eitt minnsta brugghús landsins og fá að ræða við bruggmeistarann þeirra um hvernig þeir brugga bjórinn sinn. Við fáum innsýn í ferlið frá upphafi hugmyndar til útkomunnar í flösku. Að sjálfsögðu verður svo eitthvað af framleiðslunni á boðstólnum.
Við förum frá BSÍ kl. 13:30. Keyrum svo upp Miklubraut og stoppum á bensínstöðinni við Kringluna, N1 í Ártúnsholti og e.t.v. fleiri stöðum ef það hentar þeim sem koma með. Hlekkur á skráningarformið er í efsta pósti í þessum þræði.
Re: Skráning í Steðjaferð 13. september.
Posted: 11. Sep 2014 09:02
by Heimdallur
Skráði mig í gærkvöldi,
Er borgað í rútunni eða á ég að milifæra á ykkur?
Re: Skráning í Steðjaferð 13. september.
Posted: 11. Sep 2014 15:59
by Sindri
Var einmitt að spá í það sama og Heimdallur
Re: Skráning í Steðjaferð 13. september.
Posted: 11. Sep 2014 16:06
by æpíei
Við eigum ekki posa svo við þurfum að fá reiðufé á staðnum. Ef þið viljið millifæra á undan (eða jafnvel á staðnum) þá er það örugglega ekkert mál, en best að Ásta gjaldkeri svari fyrir það.
Re: Skráning í Steðjaferð 13. september.
Posted: 11. Sep 2014 16:44
by astaosk
Ég er núna búin að senda staðfestingarpóst á alla skráða. Ef þið hafið ekki fengið póst en teljið ykkur vera skráð, endilega látið mig vita.
Eins og fram kemur í póstinum, þarf annað hvort að koma með pening eða millifæra fyrirfram!
Re: Skráning í Steðjaferð 13. september.
Posted: 12. Sep 2014 20:01
by Feðgar
Sælir verið þið.
Ef það er pláss fyrir einn gamlingja þá er ég til.
Feðgar, sá eldri.
Áskell Agnarsson.
askell@husagerdin.is
892-3590
Re: Skráning í Steðjaferð 13. september.
Posted: 12. Sep 2014 20:16
by astaosk
Að sjálfsögðu! Þú ert hér með skráður!
Re: Skráning í Steðjaferð 13. september.
Posted: 12. Sep 2014 22:44
by Plammi
Feðgar wrote:Sælir verið þið.
Ef það er pláss fyrir einn gamlingja þá er ég til.
Feðgar, sá eldri.
Öss, verið að reyna að punga út eldriborgaraafslátt? :p
Re: Skráning í Steðjaferð 13. september.
Posted: 13. Sep 2014 20:37
by hrafnkell
Jæja hvernig heppnaðist ferðin??
Re: Skráning í Steðjaferð 13. september.
Posted: 13. Sep 2014 22:10
by bergrisi
Takk fyrir mig. Þetta var frábær heimsókn og mjög fróðleg. Maður sem betur fer rúllaði ekki út eins og í Ölvisholt heimsókninni en verð að segja að það eru spennandi bjórar framundan hjá Steðja. Oktoberfest bjórinn er góður og einnig jóla ölin. En tveir jólabjórar koma frá Steðja. Hugmyndir um framtíðarbjórana sem ekki má nefna var ofurspennandi. Við frá Keflavík sem fórum í þessa heimsókn vorum mjög sáttir. Takk fyrir okkur.
Re: Skráning í Steðjaferð 13. september.
Posted: 13. Sep 2014 23:49
by æpíei
Ég var mjög ánægður með þessa heimsókn. Það var mjög gaman að spjalla við bruggmeistarann og interninn frá München. Skemmtileg innsýn í þýska bjórgerð. Gaman að sjá græjurnar og fá fræðslu frá þeim hvernig þær virka. Sérstaklega hvernig þeir gerja undir þrýstingi og halda fullum þrýstingi gegnum allt bruggferlið. Október bockinn þeirra er góður, en jóla ölið var samt meira spennandi. Allt í allt voru það ca 8 bjórar í boði af ýmsum tegundum. Þetta var fín blanda af fræðslu og skemmtun. Takk fyrir okkur Steðji!
Re: Skráning í Steðjaferð 13. september.
Posted: 14. Sep 2014 01:22
by Bjoggi
Takk kærlega fyrir frábæra ferð!
Sérstaklega fannst mér gaman hversu opnir Steðja menn voru fyrir hvers kyns spurningum.
Persónulega fannst mér oktoberfest bjórinn eiga að vera bjór sem fer vel í landann. Solid bjór í alla staði.
Hlakka til næstu heimsókn í brugghús!
Re: Skráning í Steðjaferð 13. september.
Posted: 14. Sep 2014 14:21
by Sindri
Takk fyrir snilldar ferð!

Verður gaman að smakka jóla ölið og oktoberbjórinn!