Page 1 of 1

Mánaðarfundur september 2014

Posted: 30. Aug 2014 07:32
by æpíei
Mánaðarfundur september 2014 verður haldinn mánudaginn 1. september á Hlemmi Square. Mætin er kl. 20, formleg dagskrá byrjar um 20:30 og lýkur 22:30.

Við kynnum fyrirhugaða ferð í Brugghúsið Steðja þann 13. september. Sætafjöldi er takmarkaður og geta gestir forskráð sig í ferðina á fundinum.

Kynning kvöldins verður hvernig gera á sína eigin "stir plate". Gaman væri ef fundarmenn kæmu með sína smíði og sýndu og segðu frá hvernig hún var gerð.

Við munum afhenda félagsskírteini og minnum á að félagar fá 25% afslátt á barnum á Hlemmi Square, ekki bara á fundunum heldur alla daga.

Að sjálfsögðu verður svo smakkað á heimagerðum drykkum fundarmanna.


-------------------- edit: fundargerð rituð af Plamma

Mættir:
æpíei - kom með It's Faro in the Morning
Plammi - laumaðist úr úr húsi með brakandi ferskan IPA og eplacider
helgibelgi - mætti ferskur með Vatnajökul úr framleiðslu Ölvisholts
Classic - lumaði á 2 flöskum af Chinook IPA (sem var eitthvað pínu funky en samt góður)
Bjoggi - þorði varla að gefa okkur Black IPA (a.k.a. Hoppy little accident) en svo var svona líka magnaður!
bjorninn - hellti í okkur Simcoe SMaSH, hættulega ljúfur, bæði hann og bjórinn.
Funkalizer
Gummi Kalli
Jón Guð
hrafnkell
ernir

Kynntar voru bækur sem sniðugt væri að panta í hóppöntuninni sem Fágun ætlar að standa fyrir. How to brew, Brewing Classic styles, Farmhouse ales, American sour beers og Extreme Brewing voru þarna fyrir menn að glugga í.
Spjallað var aðeins um bruggkeppnina sem haldin verður í samstarfi við Steðja.
Formaðurinn kynnti hópferðina til Steðja Brugghúss laugardaginn 13.september. Fyrirhugað er að leggja af stað fyrripart dags og vera komnir heim fyrir kvöldmat. Hugsanlega verður lítið rútugjald rukkað fyrir félagsmenn og þá eitthvað aðeins meira fyrir utanfélaga. Von er á að bruggmeistarinn verði á staðnum. Mönnum gafst svo tækifæri til að forskrá sig á fundinum en hefðbundin skráning hefst á allra næstu dögum.
Næsti mánaðarfundur verður hjá Bergrisa í Keflavík þann 6.okt. Reynt verður að leggja af stað fyrr en í fyrra til að menn lendi ekki í að missa af strætóferðum heim til sýn. Nánar auglýst síðar.
Einnig var minnt á ferð til Hauggen Grubben sem einnig verður nánar kynnt síðar.
Hrafnkell mætti og hélt smá tölu um Keg-hopping. Þá er hann með sér humlapoka (hægt að nota nælonsokk) sem hann setur 30gr af "eitthverju gotteríi" í og skellir í kútinn. Gott er að þyngja pokann með riðfríium skrúfum til að hann sökkvi í botninn. Næst er kælt og kolsýrt. Pokinn verður svo í þar til bjórinn er búinn (en líklegast ekki gott að vera meira en mánuð), og gefur þetta aukinn ferskleika og þá aðalega humlalyktin sem helst betur og lengur.

Siggi (æpíei) kom svo með skemmtilega kynningu á Stir plates og mætti hann og Helgi (helgibelgi) með sínar hrærur að heiman.
Hér er kominn þráður um málið.
l0y0UY8l.jpg
l0y0UY8l.jpg (30.67 KiB) Viewed 15365 times
lbamymPl.jpg
lbamymPl.jpg (38.62 KiB) Viewed 15365 times

Re: Mánaðarfundur september 2014

Posted: 30. Aug 2014 13:12
by helgibelgi
Ég mun líklega mæta á fundinn. Ég get þá tekið segulhræruna (stir plate) mína með.

Re: Mánaðarfundur september 2014

Posted: 1. Sep 2014 19:09
by æpíei
Við verðum í bakherberginu í kvöld. Hér er ró og friður

Re: Mánaðarfundur september 2014

Posted: 1. Sep 2014 22:28
by Gummi Kalli
Takk fyrir kvöldið, leitt að þurfa rjúka. Næst mæti ég klárlega ekki á bíl og ég mæti með eitthvað góðgæti að smakka.

Losnuðu þið við boðflennuna?

Re: Mánaðarfundur september 2014

Posted: 1. Sep 2014 22:57
by æpíei
Já, hann fór aftur á Hraunið ;)

Re: Mánaðarfundur september 2014

Posted: 2. Sep 2014 16:17
by Classic
Djöfull ertu líkur honum Jónasi úr líkfundarmálinu. Fáðu þér harðfisk. :sing:

Re: Mánaðarfundur september 2014

Posted: 2. Sep 2014 16:20
by æpíei
Classic wrote:Djöfull ertu líkur honum Jónasi úr líkfundarmálinu. Fáðu þér harðfisk. :sing:
Classic! :)

Re: Mánaðarfundur september 2014

Posted: 2. Sep 2014 18:55
by æpíei
Fundargerðin er komin í upprunalega póstinn efst í þessum þræði

Re: Mánaðarfundur september 2014

Posted: 2. Sep 2014 21:42
by Plammi
Smá viðbót hérna:
hrafnkell talaði um bjórhátíð í Kaupmannahöfn sem á að vera alveg mögnuð, Copenhagen Beer Celebration
Og ég var mikið að mæla með Belgískum bar í Berlin, Herman, frábær staður til að kíkja á þegar maður er kominn með alveg upp í kok af þessum stöðluðu þýsku bjórum.

Re: Mánaðarfundur september 2014

Posted: 2. Sep 2014 21:54
by Bjoggi
Takk fyrir mig, skemmtilegur fundur!