Page 1 of 1

Greni Bjór

Posted: 22. Aug 2014 23:08
by Bjoggi
Já þið heyrðuð rétt Greni Bjór.

Sá þessa grein á wiki: http://en.wikipedia.org/wiki/Spruce_beer" onclick="window.open(this.href);return false;

Hafið þið einhverja reynslu af þessu?

Manni kítlar aðeins með að prófa þetta. Hugsanlega lítinn batch.

Re: Greni Bjór

Posted: 22. Aug 2014 23:54
by Sindri
Ég væri alveg til í að prófa þetta

Re: Greni Bjór

Posted: 23. Aug 2014 07:49
by Sindri
Hvernig bjórstíl ætli þetta passi við ?

Re: Greni Bjór

Posted: 23. Aug 2014 09:01
by hrafnkell
Kíktu á chop & brew, það var verið að ræða þetta í nýlegum þætti þar (minnir mig). Þar notuðu þeir nývöxt af grenitrjám í bjórinn. Ég hugsa að það sé mikilvægt, til að fá "ferska" greni fílínginn. Nývöxt kemst maður eiginlega bara í á vorin. Það eru ljósgrænu endarnir á greinunum.

Re: Greni Bjór

Posted: 23. Aug 2014 21:40
by Bjoggi
hrafnkell wrote:Kíktu á chop & brew, það var verið að ræða þetta í nýlegum þætti þar (minnir mig). Þar notuðu þeir nývöxt af grenitrjám í bjórinn. Ég hugsa að það sé mikilvægt, til að fá "ferska" greni fílínginn. Nývöxt kemst maður eiginlega bara í á vorin. Það eru ljósgrænu endarnir á greinunum.
Takk fyrir þetta Hrafnkell!

Ég myndi persónulega byrja að á basic APA grain bill og nota greni í stað humla og sjá hvað kemur.
Svo byggja þar ofan á eftir að maður sér hvernig þetta er.