Page 1 of 1

Gerilsneyðing bjórs.

Posted: 20. Aug 2014 22:33
by bergrisi
Langar að deila með ykkur smá tilraun sem ég er búinn að gera nokkrum sinnum. Ég lenti í því með stout bjóra hjá mér að þeir urðu súrir eftir ca. 2-4 mánuði og eftir spjall við fróða menn þá var mér bent á að gerilsneyða bjórinn. Hef bara lent í þessu með mína dekkstu bjóra svo í dag er þetta regla hjá mér. Eftir 2-3 vikur þá hita ég vatn í suðupottinum mínum í 75 gráður og set allar flöskur í 10 mín vatnið. Læt vatnið ná upp að tappa. Þetta gengur skotfljótt fyrir sig og er ég öruggur með að bjórinn er ekkert að súrna.
Besti bjór sem ég hef gert er sá fyrsti sem ég gerði á þessu ári. Hann er guðdómlegur í dag en ég á eina flöskur eftir. Sjá hér:http://fagun.is/viewtopic.php?f=8&t=299 ... grisabrugg Ég gerilsneyddi hann en hann heldur áfram að þroskast og er guðdómlegur í dag.

Re: Gerilsneyðing bjórs.

Posted: 20. Aug 2014 22:48
by hrafnkell
Ætli 10mín dugi til að hita allan bjórinn í flöskunni nóg til að gerilsneyða hann? Spyr sá sem ekki veit, ég hef ekki hugmynd :)

Re: Gerilsneyðing bjórs.

Posted: 21. Aug 2014 11:42
by Feðgar
Við vorum að hita í 10 min. fyrst en munum sennilega hita nær 20 min. í framtíðinni vegna þess að það var að koma einn og einn súr bjór inn á millli.

Re: Gerilsneyðing bjórs.

Posted: 21. Aug 2014 13:29
by bergrisi
Ég mældi opinn bjór fyrst og það tók 10 min að hitna yfir 70 graður. Hef haldið mig við þennan tíma.