Page 1 of 1

þurr vatnslás

Posted: 20. Aug 2014 14:19
by Dabby
Ég er búinn að vera með bjór á fötu núna í ~ 2 mánuði. Þegar ég kom heim úr sumarfríinu tók ég eftir að vatnslásinn á annari fötunni var orðinn tómur. Þá setti ég strax vatn í hann og ákvað að hafa áhyggjur af þessu seinna...

Síðan hef ég einusinn eða tvisvar tekið eftir stakri bubblu úr vatnslásnum.

Mynduð þið ráðleggja mér að afskrifa þennan bjór strax eða smakka hann og flaska ef bragðið er eðlilegt?
Eða ætti ég bara að flaska og vona það besta.

Kanski rétt að taka það fram að ég á eftir að þurrhumla þennan bjór fyrir átöppun.

Re: þurr vatnslás

Posted: 20. Aug 2014 14:25
by hrafnkell
RDWHAHB.

Líklega í góðu lagi með hann.

Re: þurr vatnslás

Posted: 20. Aug 2014 22:34
by bergrisi
Engar áhyggjur. Þurrhumlaðu, flaskaðu og njóttu. Kláraðu hann bara á 2-3 mánuðum þá sleppur þetta. Annað sem er líka hægt að gera er að gerilsneyða bjórinn ef þú hefur áhyggjur. Sjá hér http://fagun.is/viewtopic.php?f=2&t=3229" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: þurr vatnslás

Posted: 26. Aug 2014 22:15
by astaosk
Það nákvæmlega sama gerðist hjá mér! Tók það gott sumarfrí að það gleymdist meira að segja að setja bjór á flöskur! Nú er ég farin að forsmakka úr flöskum og það er einmitt bara þetta fína extra tart bragð af vel humlaða hveitibjórnum mínum.