þurr vatnslás

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
Dabby
Kraftagerill
Posts: 99
Joined: 14. Feb 2012 09:48

þurr vatnslás

Post by Dabby »

Ég er búinn að vera með bjór á fötu núna í ~ 2 mánuði. Þegar ég kom heim úr sumarfríinu tók ég eftir að vatnslásinn á annari fötunni var orðinn tómur. Þá setti ég strax vatn í hann og ákvað að hafa áhyggjur af þessu seinna...

Síðan hef ég einusinn eða tvisvar tekið eftir stakri bubblu úr vatnslásnum.

Mynduð þið ráðleggja mér að afskrifa þennan bjór strax eða smakka hann og flaska ef bragðið er eðlilegt?
Eða ætti ég bara að flaska og vona það besta.

Kanski rétt að taka það fram að ég á eftir að þurrhumla þennan bjór fyrir átöppun.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: þurr vatnslás

Post by hrafnkell »

RDWHAHB.

Líklega í góðu lagi með hann.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: þurr vatnslás

Post by bergrisi »

Engar áhyggjur. Þurrhumlaðu, flaskaðu og njóttu. Kláraðu hann bara á 2-3 mánuðum þá sleppur þetta. Annað sem er líka hægt að gera er að gerilsneyða bjórinn ef þú hefur áhyggjur. Sjá hér http://fagun.is/viewtopic.php?f=2&t=3229" onclick="window.open(this.href);return false;
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
astaosk
Kraftagerill
Posts: 118
Joined: 29. Dec 2009 19:47

Re: þurr vatnslás

Post by astaosk »

Það nákvæmlega sama gerðist hjá mér! Tók það gott sumarfrí að það gleymdist meira að segja að setja bjór á flöskur! Nú er ég farin að forsmakka úr flöskum og það er einmitt bara þetta fína extra tart bragð af vel humlaða hveitibjórnum mínum.
Að gerjast: Humla hveitibjór, Reyköl
Að þroskast: Imperial red ale, Reyktur Stout
Á flöskum: Lakkrís og súkkulaði porter, Hafrastout með íslensku ristuðu byggi, Libertine Clone, Coffee Imperial Stout
Framundan: Hveitibjór, IIPA
Post Reply