Page 1 of 1

Quick & Dirty - Belma Smash Session IPA

Posted: 14. Aug 2014 12:56
by æpíei
Ég fékk þá flugu í höfuðið í gærmorgun að gera bjór og hafa hann tilbúinn fyrir kútapartýið sem er eftir 10 daga. Sjá hér http://fagun.is/viewtopic.php?f=25&t=3170" onclick="window.open(this.href);return false; Ég er með regulator fyrir 2 kúta, á tóman kút, svo af hverju að koma bara með einn bjór? Ég hafði áður gert Lumley fyrir þetta tilefni, sem er norður enskt brúnöl, sjá hér http://fagun.is/viewtopic.php?f=8&t=3186" onclick="window.open(this.href);return false;

Eftir að hafa ráðfært mig við nokkra þá var niðurstaðan að gera frekar léttan Pale Ale. Þar sem hann verður svo "grænn" eftir aðeins viku í gerjum þá þarf aðeins að bæta í humlum til að fela það, án þess þó að ég vildi auka biturleikann. Niðurstaðan varð því eftirfarandi uppskrift:

Quick & Dirty - Belma Smash Session IPA

22 lítrar, IBU 40, OG 1.045, alc ca. 5.0%

4 kg Pale Malt
300 g sykur (10 mínútur)
25 g Belma (60 mínútur)
35 g Belma (5 mínútur)
35 g Belma (0 mínútur)
50 g Belma (þurrhumlun 3 dagar)
1 pakki US-05

Nafnið skýrir sig sjálft. Þetta er Smash bjór (Singla Malt and Single Hop), svo hann fellur aðeins utan stíls á lit. Belma humlarnir eru ansi skemmtilegir. Fékk þá á hopsdirect.com fyrir ekki mikinn pening. Belma er einmitt þægilega léttur akkúrat í svona bjóra. Hvort svo þetta telst vera ofhumlaður Pale Ale eða vanbitraður IPA er álitamál. Ég held ég flokki hann bara sem Session IPA, í takt við tegund bjóra sem eru mikið að ryðja sér rúms þessa dagana, sbr. Founders All Day IPA.

Planið er svo að skella honum á kút næsta fimmtudag og force corborata hann svo hann verði nýr og ferskur á Kútapaprtýinu þann 23. ágúst. Sjáumst þar! :skal:

Re: Quick & Dirty - Belma Smash Session IPA

Posted: 14. Aug 2014 13:48
by hrafnkell
Þetta verður örugglega fínt :)

Ég þekki Belma reyndar ekkert. Hefurðu notað þá áður?

Re: Quick & Dirty - Belma Smash Session IPA

Posted: 14. Aug 2014 14:13
by æpíei
Ég notaði Belma í IPA einshumla seríunni minni. Hann kom mjög vel út. Var annar bjórinn sem ég setti á kút og hann fór fljótt meðan HM var í gangi og vinirnir voru að uppgötva nýja kranann í kjallaranum :)

Belma er ekki mjög kraftmikill, ca 10,4% alfa. Hefur þægilegt ávaxtabragð án þess að vera yfirþyrmandi. Hann er alveg sniðinn fyrir svona single hop pale ale/IPA.

http://www.hopsdirect.com/belma-pellets/" onclick="window.open(this.href);return false;