Quick & Dirty - Belma Smash Session IPA
Posted: 14. Aug 2014 12:56
Ég fékk þá flugu í höfuðið í gærmorgun að gera bjór og hafa hann tilbúinn fyrir kútapartýið sem er eftir 10 daga. Sjá hér http://fagun.is/viewtopic.php?f=25&t=3170" onclick="window.open(this.href);return false; Ég er með regulator fyrir 2 kúta, á tóman kút, svo af hverju að koma bara með einn bjór? Ég hafði áður gert Lumley fyrir þetta tilefni, sem er norður enskt brúnöl, sjá hér http://fagun.is/viewtopic.php?f=8&t=3186" onclick="window.open(this.href);return false;
Eftir að hafa ráðfært mig við nokkra þá var niðurstaðan að gera frekar léttan Pale Ale. Þar sem hann verður svo "grænn" eftir aðeins viku í gerjum þá þarf aðeins að bæta í humlum til að fela það, án þess þó að ég vildi auka biturleikann. Niðurstaðan varð því eftirfarandi uppskrift:
Quick & Dirty - Belma Smash Session IPA
22 lítrar, IBU 40, OG 1.045, alc ca. 5.0%
4 kg Pale Malt
300 g sykur (10 mínútur)
25 g Belma (60 mínútur)
35 g Belma (5 mínútur)
35 g Belma (0 mínútur)
50 g Belma (þurrhumlun 3 dagar)
1 pakki US-05
Nafnið skýrir sig sjálft. Þetta er Smash bjór (Singla Malt and Single Hop), svo hann fellur aðeins utan stíls á lit. Belma humlarnir eru ansi skemmtilegir. Fékk þá á hopsdirect.com fyrir ekki mikinn pening. Belma er einmitt þægilega léttur akkúrat í svona bjóra. Hvort svo þetta telst vera ofhumlaður Pale Ale eða vanbitraður IPA er álitamál. Ég held ég flokki hann bara sem Session IPA, í takt við tegund bjóra sem eru mikið að ryðja sér rúms þessa dagana, sbr. Founders All Day IPA.
Planið er svo að skella honum á kút næsta fimmtudag og force corborata hann svo hann verði nýr og ferskur á Kútapaprtýinu þann 23. ágúst. Sjáumst þar!
Eftir að hafa ráðfært mig við nokkra þá var niðurstaðan að gera frekar léttan Pale Ale. Þar sem hann verður svo "grænn" eftir aðeins viku í gerjum þá þarf aðeins að bæta í humlum til að fela það, án þess þó að ég vildi auka biturleikann. Niðurstaðan varð því eftirfarandi uppskrift:
Quick & Dirty - Belma Smash Session IPA
22 lítrar, IBU 40, OG 1.045, alc ca. 5.0%
4 kg Pale Malt
300 g sykur (10 mínútur)
25 g Belma (60 mínútur)
35 g Belma (5 mínútur)
35 g Belma (0 mínútur)
50 g Belma (þurrhumlun 3 dagar)
1 pakki US-05
Nafnið skýrir sig sjálft. Þetta er Smash bjór (Singla Malt and Single Hop), svo hann fellur aðeins utan stíls á lit. Belma humlarnir eru ansi skemmtilegir. Fékk þá á hopsdirect.com fyrir ekki mikinn pening. Belma er einmitt þægilega léttur akkúrat í svona bjóra. Hvort svo þetta telst vera ofhumlaður Pale Ale eða vanbitraður IPA er álitamál. Ég held ég flokki hann bara sem Session IPA, í takt við tegund bjóra sem eru mikið að ryðja sér rúms þessa dagana, sbr. Founders All Day IPA.
Planið er svo að skella honum á kút næsta fimmtudag og force corborata hann svo hann verði nýr og ferskur á Kútapaprtýinu þann 23. ágúst. Sjáumst þar!