Page 1 of 1

Áttu góð ráð til tímasparnaðar við átöppun á flöskur

Posted: 13. Aug 2014 12:12
by HKellE
Síðast þegar ég setti á flöskur tók það ferli mig trúlega jafn langan tíma og bruggdagur. Það er illa farið með tíma :-)
Það að þrífa flöskur og skola og þrífa eftir mig að átöppun lokinni tók marga klukkutíma.

Ég þvoði flöskurnar í klórsóda lausn og skolaði svo vel, síðasta skolun var með joðfórlausn. Þetta gerði ég í stórum fötum/bölum með tilheyrandi vatnssóun og þyngslum við að lyfta þegar ég helli úr.

Lumið þið ekki á einhverjum góðum aðferðum til að spara tíma eða góðu vinnuflæði við að undirbúa flöskur fyrir átöppun?

Re: Áttu góð ráð til tímasparnaðar við átöppun á flöskur

Posted: 13. Aug 2014 12:33
by rdavidsson
Ég bjó mér til Bottling bucket úr gerjunartunnu og sett svo plastkrana neðst á hana, sullast ekki dropi framhjá við átöppun. Áður fyrr notaði ég 1/2" syphon og svona bottling "prik", það sullaðist alltaf framhjá og ekki hægt að leggja þetta frá sér því þá sullaðist alltaf smá í gegnum "prikið"!

Fínt að nota 60L tunnurnar frá Saltkaup í flöskuþrifin, hún rúmar hátt í 40 stórar flöskur. Ég sleppi því að setja flöskurnar í joðfór/Starsan þar sem klórinn drepur allt og hreinsar. Læt flöskurnar liggja í 1-2klst.. En ef þú þrífur þær og ætlar að nota þær seinna þá þarf að sóthreinsa.
p.s. muna að sótthreinsa tappana líka!

Re: Áttu góð ráð til tímasparnaðar við átöppun á flöskur

Posted: 13. Aug 2014 17:41
by Eyvindur
Skolarðu ekki klórinn úr? Ég held að margir setji það fyrir sig að skolvatnið er ekki sótthreinsað.

Ég hætti fyrir þónokkru síðan að leggja flöskur í klór. Ég skola þær upp úr sjóðandi heitu vatni og svo joðófór. Töluvert fljótlegra. Ég nota bottling fötu og vönd, og fylli ofan í bala eða einhverju þægilegu, til að þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að það sullist. Svo hefur mér fundist þægilegt að raða flöskunum í plast-bjórkassa þegar ég er búinn að fylla á þær. Breytir kannski litlu upp á tíma að gera, en mun þægilegra en að hafa þær bara í hnappi á borði eða gólfi.

Re: Áttu góð ráð til tímasparnaðar við átöppun á flöskur

Posted: 13. Aug 2014 19:51
by karlp
rdavidson: did you have a spring loaded bottling stick? or just a tube? It only leaks if you leave it pushed on for too long, not sure how you were getting leakage/waste there.

On cleaning bottles: I stopped quite a few steps a while ago... These days I rinse the bottles out with hot tap water when they're finished, and then on brewing day, I just rinse them all with hot tap water again. A little hot water, hand on the top and shake, tip out, repeat, then run a bit of water over the neck. (That's right! no jodofor, no klor, no nuthin) I use a spring loaded bottling stick (http://www.hopshopuk.com/products/view/ ... ling-stick) on a siphon tube, and just fill them til they're _just_ about to overflow. Removing the stick leaves the "right" amount of headspace.

I put the caps in a big bowl, and boil the kettle, and pour the kettle over all the caps. The caps get places on each bottle, and the bottles are lined up in rows so that the handles on the "little red capper" don't get in the way, and so that I don't have to move everything around all the time. Then it's just cap, cap, cap, cap, label the caps/bottles, and call it a day.

if I _was_ going to use something more sterile, I'd probably just use a (small) bucket of joðofor, and quickly rinse each bottle in it. I don't see any reason to use klor/bleach on your bottles, unless you didn't clean them when you got them. (joðofor won't clean hard dry crusty beer dregs out, that's a job for when you emptied the beer!)

(If you have a dishwasher, it's also totally legitimate to put them all upside down in the dishwasher, and run the drying cycle. It's hot enough to pasteurize, which is all you're trying to do anyway)

Re: Áttu góð ráð til tímasparnaðar við átöppun á flöskur

Posted: 13. Aug 2014 20:10
by Eyvindur
Joðófór í svona er langbest: http://www.brupaks.com/images/products/ ... NATORE.jpg" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Áttu góð ráð til tímasparnaðar við átöppun á flöskur

Posted: 13. Aug 2014 22:07
by karlp
eyvindur, yeah, that sort of thing does look cool. You know, if I was bothering with that sort of thing :)

Re: Áttu góð ráð til tímasparnaðar við átöppun á flöskur

Posted: 14. Aug 2014 06:51
by helgibelgi
Til þess að þrífa/skola margar flöskur hratt: http://aman.is/Vorur/Ahold_til_vingerdar/Floskuskolari/

Eins og Kalli segir: þú átt ekki að þrífa flöskur á átöppunardegi, nema þú viljir eyða öllum deginum í það! Gott að venja sig á að skola vel úr flöskunni með heitu vatni sem fyrst eftir notkun. Þannig eru allar flöskurnar hreinar og fínar þegar það kemur að átöppunardegi og þarfnast bara smá skolunar (með flöskuskolaranum) og sótthreinsunar (nema þú sért Kalli).

Re: Áttu góð ráð til tímasparnaðar við átöppun á flöskur

Posted: 14. Aug 2014 08:36
by HKellE
Ég þakka góð svör.

Átöppunin sjálf er ekkert vandamál. Ég nota fötu með krana og svo "bottling wand" til að láta renna á flöskurnar.

Ég skola flöskur alltaf beint eftir notkun og þær fá aldrei að snerta sem gæti "mengað" þær, alltaf hellt á glas.

Það eru fyrst og fremst þrifin sjálf sem eru leiðinleg.
Ég hef stundum notað uppþvottavélina. En ég kem ekki 50 flöskum í einu í hana svo það þarf 2 umferðir. Það skánaði eftir að ég varð mér út um kassa undir flöskurnar. Þá er minna mál að bera þær um.
Uppþvottavélar geta líka verið frekar "óhreinar" að innan, hafið þið tekið síuna í botninum upp?
Einhverntíman þegar ég notaði vélina þá tók ég fyrst góðan tíma í að þrífa upp vélina að innan :) Lítil tímasparnaður þar :)

Það er fyrst og fremst klórþvotturinn sem er tímafrekur. Það þarf að skola klórinn svo vel úr. Þá myndi flöskuskolari eins og var bent á spara tíma.
Eru ekki til líka einhverjir svona skolarar/úðarar sem geta úðað joðfórlausn svo maður þurfi ekki að halda 50 flöskum fyrir neðan vatnsyfirborð og láta renna í þær?

Lausnin er trúlega:
  • Ekki þrífa flöskur á átöppunardegi
  • Skola flöskur alltaf beint eftir notkun
  • Nota flöskuskolara ef þarf að skola þvottaefni úr flöskum
  • Sótthreinsa flöskur í uppþvottavél eða með joðfórskolara

Re: Áttu góð ráð til tímasparnaðar við átöppun á flöskur

Posted: 14. Aug 2014 08:43
by rdavidsson
karlp wrote:rdavidson: did you have a spring loaded bottling stick? or just a tube? It only leaks if you leave it pushed on for too long, not sure how you were getting leakage/waste there.
Yes karlp, I was using the same wand as you are using..

Re: Áttu góð ráð til tímasparnaðar við átöppun á flöskur

Posted: 14. Aug 2014 09:43
by æpíei
HKellE wrote:Eru ekki til líka einhverjir svona skolarar/úðarar sem geta úðað joðfórlausn svo maður þurfi ekki að halda 50 flöskum fyrir neðan vatnsyfirborð og láta renna í þær?
http://aman.is/Vorur/Ahold_til_vingerda ... terilizer/" onclick="window.open(this.href);return false;

Ég held að brew.is sé líka með svona.

Re: Áttu góð ráð til tímasparnaðar við átöppun á flöskur

Posted: 14. Aug 2014 12:32
by hrafnkell
Svona geri ég þetta:

Skola flösku eftir að ég tæmi úr henni. þá er hún hrein. Engin óhreinindi, bara ekki sótthreinsuð.

Svo þegar kemur að áttöppunardegi þá er ég með flöskutré og vinator efst á því. Vinator er með joðblöndu, sem ég sprauta upp í flöskuna nokkrum sinnum og hengi svo flöskuna til þerris á meðan ég skola hinar.

Þá eru þær allar ready fyrir átöppun. Þetta tekur uþb 5-10sek per flösku á átöppunardegi.

Re: Áttu góð ráð til tímasparnaðar við átöppun á flöskur

Posted: 14. Aug 2014 17:31
by Dabby
ég er kominn með ágætis kerfi á þetta. Ég reyni að skola flöskurnar strax eftir notkun og horfa vel í þær eins og aðrir, en oft dregst það í nokkra daga.

Áður en flöskurnar fara niður í geymslu (tómar og hreinar) skrúbba ég þær allar að innan með hrísgrjónum (betra en flöskubursti). þ.e. ég set smá vatn og lúku af hrísgrjónum í bjórflösku og hristi vel. Helli síðan innihaldinu í næstu flösku og hristi hana meðan ég skola fyrri flöskuna að innan og utan með rennandi vatni, legg hana frá mér og tek upp næstu til að setja grjónin í. Þetta á að vera óþarfi ef maður er samviskusamur og skolar allt strax, en mér finnst oft eitthað smá hanga inní sumum flöskunum þ.a. þær fá bara allar þessa meðferð núorðið, tekur hvort eð er ekki nema nokkrar mínútur á kassann.

á átöppunardegi set ég joðfórblöndu í stórann plastkassa. síðan legg ég kassa sem er óvenju hár og opinn niður alla hliðina ofan á kassann með hreinu flöskunum og sekk þeim öllum í einu. Eftir smá stund tek ég svo kassana upp og hvolfi þeim þ.a. flöskurnar tæmast allar í einu. Ég á flöskutré og dælu en nota það ekki engur þar sem þetta er mikið fljótlegra svona, hver kassi af flöskum er bara örfá handtök.

Re: Áttu góð ráð til tímasparnaðar við átöppun á flöskur

Posted: 15. Aug 2014 17:15
by helgibelgi
Dabby wrote:
á átöppunardegi set ég joðfórblöndu í stórann plastkassa. síðan legg ég kassa sem er óvenju hár og opinn niður alla hliðina ofan á kassann með hreinu flöskunum og sekk þeim öllum í einu. Eftir smá stund tek ég svo kassana upp og hvolfi þeim þ.a. flöskurnar tæmast allar í einu. Ég á flöskutré og dælu en nota það ekki engur þar sem þetta er mikið fljótlegra svona, hver kassi af flöskum er bara örfá handtök.
Þetta finnst mér virkilega sniðugt!

Re: Áttu góð ráð til tímasparnaðar við átöppun á flöskur

Posted: 18. Aug 2014 16:31
by Beatsuka
Eg skola floskurnar alltaf strax eða mjog fljott eftir notkun og set þær inni skap.

Siðan a atoppunardegi þa blanda eg joðofor i vatn i eldhusvadkinn og set 8 floskur ofani og passa að upplausnin fylli floskurnar að innan. Leyfi þvi að standa i rumar 5 min og tek þa og skola let innanur þeim og hengi þær a floskutreð til þerris og set 8 nyjar floskur i vaskinn.
Þegar helmingurinn er klar skipti eg um joðafor upplausn i vaskinum.

Þetta tok sma stund en bjorinn kom allavega vel ut

Kanski ekki hraðvirkasta leiðin og mun eg eflaust betrumbæta hana með timanum enda var þetta bara fyrsta atoppunin hja mer. Mun eg þa væntanlega nota somu aðferð fyrir næstu atoppun sem verður nuna i vikuni.

Re: Áttu góð ráð til tímasparnaðar við átöppun á flöskur

Posted: 23. Aug 2014 09:27
by Eyvindur
Það á ekki að skola joðófór. Hann er no-rinse.

Re: Áttu góð ráð til tímasparnaðar við átöppun á flöskur

Posted: 30. Aug 2014 09:27
by BrugghúsG
Dabby wrote:ég er kominn með ágætis kerfi á þetta. Ég reyni að skola flöskurnar strax eftir notkun og horfa vel í þær eins og aðrir, en oft dregst það í nokkra daga.

Áður en flöskurnar fara niður í geymslu (tómar og hreinar) skrúbba ég þær allar að innan með hrísgrjónum (betra en flöskubursti). þ.e. ég set smá vatn og lúku af hrísgrjónum í bjórflösku og hristi vel. Helli síðan innihaldinu í næstu flösku og hristi hana meðan ég skola fyrri flöskuna að innan og utan með rennandi vatni, legg hana frá mér og tek upp næstu til að setja grjónin í. Þetta á að vera óþarfi ef maður er samviskusamur og skolar allt strax, en mér finnst oft eitthað smá hanga inní sumum flöskunum þ.a. þær fá bara allar þessa meðferð núorðið, tekur hvort eð er ekki nema nokkrar mínútur á kassann.

á átöppunardegi set ég joðfórblöndu í stórann plastkassa. síðan legg ég kassa sem er óvenju hár og opinn niður alla hliðina ofan á kassann með hreinu flöskunum og sekk þeim öllum í einu. Eftir smá stund tek ég svo kassana upp og hvolfi þeim þ.a. flöskurnar tæmast allar í einu. Ég á flöskutré og dælu en nota það ekki engur þar sem þetta er mikið fljótlegra svona, hver kassi af flöskum er bara örfá handtök.
Hljómar vel, áttu nokkud myndir af thessum kassa fyrir flöskurnar, skil ekki alveg hvernig thessi kassi litur ut?