Page 1 of 1
Átöppun
Posted: 12. Aug 2014 18:05
by Kornráð
Var að velta fyrir mer hvort einhver hafi góða reynslu af því að tappa af korný sem hefur verið undir þrístingi á gler til geymslu?
Hvaða aðferð notast menn við osfv
Er buinn að lesa mig slatta til, frysta flöskur, nota counter pressure, yfirkolsýra m.a
Einhvað leyndarmál sem ég er ekki buinn að finna?
Re: Átöppun
Posted: 12. Aug 2014 18:44
by Bjoggi
Éf hef gert þetta nokkrum sinnum með ágætum árangri.
Hef kælt flöskuna vel og sett CO2 regulator á lægstu stillingu og fylla síðan.
Best gekk þetta með IPA og pale ale sem eru ekkert voðalega kolsýrðir.
Örugglega allt annað og meira mál að ná hveitibjór ofan í flösku sem er ekki bara froða.
Hrafnkell var að fá Blichmann beer gun það á víst að vera svaka græja.
kv,
B
Re: Átöppun
Posted: 12. Aug 2014 19:34
by hrafnkell
Ég hef oft tekið beint af krana, það er ekkert stórmál ef ég kæli flöskuna fyrst með köldu vatni (krana) og setja lítinn þrýsting á kranann. Maður tapar smá kolsýru, en ekkert al slæmt.
Fyrir meira magn þá nota ég beergun. T.d. þegar ég er að tæma hálfa kúta til að koma einhverju öðru fyrir í kútnum.