Beatsuka Brew - Tilraun nr 2 - Hvítur sloppur spurningar

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Beatsuka
Kraftagerill
Posts: 51
Joined: 21. Jan 2014 16:55

Beatsuka Brew - Tilraun nr 2 - Hvítur sloppur spurningar

Post by Beatsuka »

Jæja Þá er maður loksins fær í aðra lögn og ákvað ég að prófa að skella í smá hveitbjór

Verslaði í grunninn frá brew.is úr uppskrift að Hvítum Slopp - en í stað T-58 Gers fer í þetta WLP300 (Hefeweisen ale yeast) blautger ásamt því að ég ættla að setja Þurkaðann appelsínubörk útí líka.
Þessa "uppskrift" fékk ég hjá félaga mínum - veit ekki hvort þetta hafi komið héðan af spjallborðinu eða annarstaðar frá.

Ég er með nokkrar spurningar sem væri geggjað að fá svör við sem fyrst þar sem ég er að fara að skella í lögn núna, byrja á bilinu kl 20:00-21:00.

nr 1. þar sem ég hef ekki enþá haft tök á að versla mér kælispíral, er mér þá óhætt að hella virtinum beint yfir í gerjunarfötu eftir suðu og setja þá fötu t.d. ofaní baðkar í kalt vatn til að kæla þetta hraðar niður? eða er mælt með því að bíða þar til daginn eftir?

nr 2. hefur einhver hérna reynslu af því með hvítann slopp hvort best er að fylgja uppskriftini með að setja alla humlana í 60 min eða hvort betra er að geyma kanski eins og 10gr fyrir síðustu 15 min?

nr 3. hefur einhver hérna notað appelsínubörk í hvítann slopp? ef svo, er þá betra að setja hann í á síðustu mínutu suðunar eð akanski 5 min fyrr?

ooog nr 4. á brew.is segir að sjóða eigi í 90 min. en ekki þessar normal 60 min - væntanlega er þar verið að tala um bara 90 min samfelt suðu og skella þá humlum í þegar 60 min eru eftir af þeim 90 min.

Afsaka fáfræði mína og vonast ég til að fá svöru við einhverjum af þessum spurningum allavega :) Kem svo með myndir og útkomu þegar nær dregur :)

Takk fyrir
:skal:
Skál fyrir því!
Hjalti Á
Beatsuka Brew

Í Gerjun - Ekkert!
Á flöskum - Beats Xmas 2015 - Saison DuBle
To do - Kaupa kælispíral!! -
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Beatsuka Brew - Tilraun nr 2 - Hvítur sloppur spurningar

Post by helgibelgi »

nr 1. þar sem ég hef ekki enþá haft tök á að versla mér kælispíral, er mér þá óhætt að hella virtinum beint yfir í gerjunarfötu eftir suðu og setja þá fötu t.d. ofaní baðkar í kalt vatn til að kæla þetta hraðar niður? eða er mælt með því að bíða þar til daginn eftir?
Best er að kæla virtinn niður sem hraðast. Það ætti líka að vera í fínu lagi að setja sjóðandi heitan virtinn í gerjunarfötuna strax eftir suðu (það eru nú margir sem sjóða í svoleiðis fötu án vandræða, Þ.e. ef þetta er plastfata, myndi ekki þora þessu með glerfötu). Færð grænt ljós frá mér amk. Gott að redda klökum ef þú getur.
nr 2. hefur einhver hérna reynslu af því með hvítann slopp hvort best er að fylgja uppskriftini með að setja alla humlana í 60 min eða hvort betra er að geyma kanski eins og 10gr fyrir síðustu 15 min?
Hef aldrei gert þessa uppskrift, en með hveitibjór almennt er helst verið að fókusa meira á gerkarakterinn heldur en humlakarakterinn. Samt í fína lagi að brjóta aðeins upp í þessu sko (þó þú fáir líklega lítið úr því með Hersbrucker myndi ég halda. Færð annað grænt ljós frá mér (bara passa að ná réttri beiskjutölu).
nr 3. hefur einhver hérna notað appelsínubörk í hvítann slopp? ef svo, er þá betra að setja hann í á síðustu mínutu suðunar eð akanski 5 min fyrr?
Þar sem þú verður mjög lengi að kæla myndi ég bara skella þessu út í við lok suðu. Það gæti líka verið ágætt að hafa börkinn í litlum humlapoka sem þú fjarlægir svo þegar þú hefur kælt niður. Amk myndi mér líða betur ef börkurinn myndi ekki liggja í bjórnum í langan tíma.
ooog nr 4. á brew.is segir að sjóða eigi í 90 min. en ekki þessar normal 60 min - væntanlega er þar verið að tala um bara 90 min samfelt suðu og skella þá humlum í þegar 60 min eru eftir af þeim 90 min.
Rétt!

(Ath. að svörin er bara mín skoðun, ekki endilega bestu svörin, RDWHAHB! :beer: )
Beatsuka
Kraftagerill
Posts: 51
Joined: 21. Jan 2014 16:55

Re: Beatsuka Brew - Tilraun nr 2 - Hvítur sloppur spurningar

Post by Beatsuka »

snilld takk fyrir þetta. fylgi þessu bara og vona hið besta ;) hehe
á reyndar ekki humlapoka. spurning um að nota meskjapokann veit ekki alveg. en held það hljóti að vera í lagi að hafa börkin ofaní í þessa 10-15 daga sem gerjun tekur.
Skál fyrir því!
Hjalti Á
Beatsuka Brew

Í Gerjun - Ekkert!
Á flöskum - Beats Xmas 2015 - Saison DuBle
To do - Kaupa kælispíral!! -
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Beatsuka Brew - Tilraun nr 2 - Hvítur sloppur spurningar

Post by helgibelgi »

Beatsuka wrote:snilld takk fyrir þetta. fylgi þessu bara og vona hið besta ;) hehe
á reyndar ekki humlapoka. spurning um að nota meskjapokann veit ekki alveg. en held það hljóti að vera í lagi að hafa börkin ofaní í þessa 10-15 daga sem gerjun tekur.
Já það er örugglega í fína lagi!
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Beatsuka Brew - Tilraun nr 2 - Hvítur sloppur spurningar

Post by hrafnkell »

Ég mæli ekki með því að setja heitan virtinn í gerjunarfötuna. Það er ekki æskilegt að fá mikið súrefni í virtinn þegar hann er heitur - Þó áhrif þess séu kannski ekki mikil, þá mæli ég amk ekki með því.

Kostur við að kæla í suðtunnunni er að þegar maður er búinn að því, þá getur maður helt virtinum (gjarnan með töluverðum látum) í gerjunarfötuna og fengið þannig súrefni í virtinn, sem er æskilegt fyrir gerið í byrjun gerjunar.

Ég myndi ekki seinka mikið af humlunum, vegna þess að þá færðu ekki næga beiskju í bjórinn. Ef þú vilt setja humla í lokin, þá myndi ég kaupa auka magn af humlum til þess. Ég nota aldrei poka fyrir humlana, en það eru margir sem gera það. Það er ekkert að því að fá svolítið af humlum með í gerjunarfötuna.
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Beatsuka Brew - Tilraun nr 2 - Hvítur sloppur spurningar

Post by helgibelgi »

hrafnkell wrote:Ég mæli ekki með því að setja heitan virtinn í gerjunarfötuna. Það er ekki æskilegt að fá mikið súrefni í virtinn þegar hann er heitur - Þó áhrif þess séu kannski ekki mikil, þá mæli ég amk ekki með því.

Kostur við að kæla í suðtunnunni er að þegar maður er búinn að því, þá getur maður helt virtinum (gjarnan með töluverðum látum) í gerjunarfötuna og fengið þannig súrefni í virtinn, sem er æskilegt fyrir gerið í byrjun gerjunar.
Sammála þessu, amk miðað við það sem ég hef lesið. Hef reyndar aldrei lent í neinum vandræðum með HSA (Hot Side Airation) AFAIK. Hinsvegar miðað við það sem viðgengst í brugghúsunum (whirlpool t.d. og fl.) held ég að þetta sé ekki mjög stór ógn.

En svo þarf ekki að ganga út frá því að tilfærslan á milli ílátana þurfi endilega að koma svakalegu magni af súrefni í virtinn. T.d. Ef virturinn er siphon-aður á milli eða ef það er krani með slöngu á suðutunnunni. Þá væri hægt að flytja virtinn á milli með sem minnstum látum.

Að mínu mati væri best að koma sér upp kælispíral (eða counter flow chiller) sem fyrst bara :)
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Beatsuka Brew - Tilraun nr 2 - Hvítur sloppur spurningar

Post by Eyvindur »

Ég hef oft fært yfir í fötu og látið kólna yfir nótt. Ekki best practice, and HSA er stórlega orðum aukið. Ég hef misnotað heitan virt á allan hátt og aldrei fengið HSA. Ég held að það gerist ekki nema gerjunin sé eitthvað slöpp. Reyndar skilst mér að eitthvað af stóru brugghúsunum í BNA (eitt af BMC, man ekki hvert) geri viljandi HSA til að aðstoða við gerjun.

Þannig að það er ekki það sem ég myndi hafa áhyggjur af. Sýkingarhætta er miklu meira issue þegar maður gerir þetta. En ég hef reyndar aldrei lent í vandræðum þegar ég hef látið virtinn kólna svona yfir nótt.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Beatsuka
Kraftagerill
Posts: 51
Joined: 21. Jan 2014 16:55

Re: Beatsuka Brew - Tilraun nr 2 - Hvítur sloppur spurningar

Post by Beatsuka »

Takk fyrir svörin.. Það verður froðlegt að sja hvort surefni i heitann virt muni sjemma þetta. Kemur það þa bara ut sem vont bragð eða?

Nu hefur virturinn verið i gerjun i 10 daga. Mil gerjun virðist vera i gangi. Allavega það mikil að vatnslasonn hefur 2 sinnum losnað ur lokinu an þess þo að detta fra. ... OG var samt bara 1.040. Finnst mer að það hefði matt vera meira.
Ættla að taka prufu a morgun og mæla FG og aftur daginn eftir.

Er ekki annars eins með hveitibjor og aðra bjora. 10-15 dagar i gerjun.fleyta yfir sykur og tappa a? :p

Kv noobinn
:skal:
Skál fyrir því!
Hjalti Á
Beatsuka Brew

Í Gerjun - Ekkert!
Á flöskum - Beats Xmas 2015 - Saison DuBle
To do - Kaupa kælispíral!! -
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Beatsuka Brew - Tilraun nr 2 - Hvítur sloppur spurningar

Post by hrafnkell »

1040 er meiraðsegja aðeins hærra en bjórinn á að vera. Þetta er léttur hveitibjór, bara um 4%.
Beatsuka
Kraftagerill
Posts: 51
Joined: 21. Jan 2014 16:55

Re: Beatsuka Brew - Tilraun nr 2 - Hvítur sloppur spurningar

Post by Beatsuka »

hrafnkell wrote:1040 er meiraðsegja aðeins hærra en bjórinn á að vera. Þetta er léttur hveitibjór, bara um 4%.
já ok. flott er. var að miða við á síðuni hjá þér en þar stóð 1,045

en ég tók allavega sýni í dag. það er fín lykt af honum. bragðaði einnig á honum eftir sykurmælinguna og var frekar mikil beiskja af honum en als ekkert óbragð. auðvitað er lítið að marka það þar sem hann á nú eftir að þroskast helling á flöskum áður en hann verður eins og hann á að vera.. :)

FG er að mælast í dag 1,006-1,008 - tek annað sýni á morgun og sé þá hver staðan er. þessi fór í gerjun 8.9.14 kl 05:00 um nóttina - þannig að hann hefur verið að gerjast í rúma 11 sólahringa núna. ef hann mælist eins á morgun þá stefni ég á átöppun annaðhvort annað kvöld eða í síðasta lagi á fimmtudagskvöld.

þegar ég tók vatnslásinn úr þá kom flott "kviss" hljóð eins og ég væri að opna almennilegann bjór í flösku/dós. freyið flott þegar sýninu var sett yfir í prufuglasið.

smá pæling. er að nota sykurvog frá brew.is og svo svona mæliglas sem ég keypti minnir mig í jötun. ef ég ýti flotvoginni niður á botn og leyfi henni að fljóta upp aftur þá kemur 1,008. en ef ég spinna sykurvoginni þannig að hún kanski sekkur smá og upp aftur (kanski 3-5mm) þá kemur þetta í 1,006. er einhver leið betri en önnur eða er ég bara að reyna að vera of smámunasamur?

takk fyrir góð svör kæra fólk :)

kv. Hjalti
:skal:
Skál fyrir því!
Hjalti Á
Beatsuka Brew

Í Gerjun - Ekkert!
Á flöskum - Beats Xmas 2015 - Saison DuBle
To do - Kaupa kælispíral!! -
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Beatsuka Brew - Tilraun nr 2 - Hvítur sloppur spurningar

Post by bergrisi »

RDWHAHB (Relax, don't worry, have a home brew). Ég sný sykurflotvoginni. Veit ekkert hvað menn gera almennt en notaðu bara 1,007 ferð milliveginn. Ef ég er í vafa þá nota ég alltaf hærri töluna í FG. því ég merki allar flöskur með styrkleika og eftir því sem FG er hærra því daufari er bjórinn og konan fer síður að tuða yfir því hvað maður drekkur sterka bjóra, (hehe).
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
Beatsuka
Kraftagerill
Posts: 51
Joined: 21. Jan 2014 16:55

Re: Beatsuka Brew - Tilraun nr 2 - Hvítur sloppur spurningar

Post by Beatsuka »

bergrisi wrote:RDWHAHB (Relax, don't worry, have a home brew). Ég sný sykurflotvoginni. Veit ekkert hvað menn gera almennt en notaðu bara 1,007 ferð milliveginn. Ef ég er í vafa þá nota ég alltaf hærri töluna í FG. því ég merki allar flöskur með styrkleika og eftir því sem FG er hærra því daufari er bjórinn og konan fer síður að tuða yfir því hvað maður drekkur sterka bjóra, (hehe).
hehe já það er gott plan :) mín samt pælir lítið í því. hún lætur bjórinn minn alveg vera þar sem hún vill helst bara lager lite en skiptir sér lítið af því hvað ég sötra :)

en ég tók aðra mælingu núna og þá var þetta það sama. rokkandi milli 1,006-1,008 þannig að meðaltalið virðist vera bara 1,007

Ættli ég skelli honum ekki bara á flöskur á morgun eða hinn. jafnvel frekar á föstudag svo maður sé ekki að stressa sig útaf vinnu daginn eftir :)

nú er bara að reyna að finna út hve mikinn sykur ég á að setja þar sem síðast þá var það helst til of lítið hjá mér.

mun vera með 19-20 lítra samtals.
OG 1,040
FG 1,007
ef ég er að reykna þetta rétt út... þá ætti það að vera hva... 250gr af sykri (er með ritchies brewing sugar) miðað við að ættla að ná 3,8 co2 volume? eða er það alltof mikið co2/sykur? :)

Afsaka spurningaflóðið... :/

kv. Hjalti
:skal:
Skál fyrir því!
Hjalti Á
Beatsuka Brew

Í Gerjun - Ekkert!
Á flöskum - Beats Xmas 2015 - Saison DuBle
To do - Kaupa kælispíral!! -
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Beatsuka Brew - Tilraun nr 2 - Hvítur sloppur spurningar

Post by hrafnkell »

3.8vol er allt of mikið fyrir venjulegar flöskur.. Prófaðu 3-ish. Og notaðu bara venjulegan sykur, það er algjör óþarfi að eyða pening í dýran "brugg" sykur. Sykur er bara sykur, amk í þessu tilfelli :)
Beatsuka
Kraftagerill
Posts: 51
Joined: 21. Jan 2014 16:55

Re: Beatsuka Brew - Tilraun nr 2 - Hvítur sloppur spurningar

Post by Beatsuka »

Ok flott. Gott að vita.

Þa yrði þa 163 gr af venjulegum sykri miðað við 20L og 2.9co2 of 20°c
Skál fyrir því!
Hjalti Á
Beatsuka Brew

Í Gerjun - Ekkert!
Á flöskum - Beats Xmas 2015 - Saison DuBle
To do - Kaupa kælispíral!! -
Beatsuka
Kraftagerill
Posts: 51
Joined: 21. Jan 2014 16:55

Re: Beatsuka Brew - Tilraun nr 2 - Hvítur sloppur spurningar

Post by Beatsuka »

Jæja þá er átöppunardagurinn runninn upp. Allt sótthreinsað og fínt. setti 159 gr af brewing sykri (átti ekki heimilissykur) þar sem ég var að miða við 2.8co2 fyrir 20 lítra.. misreiknaði mig smá þar sem ég endaði bara með 18.5 lítra (svona u.þ.b.) þannig að ég mun eflaust enda í u.þ.b. 2.9-3.0 co2 - vona að þetta sleppi nú allt saman til. :)

þegar þetta er skrifað er ég að leyfa mesta grugginu að setjast og mun setja þetta á flöskur eftir svona 40-50 min. lenti í heljarinnar veseni með að fleyta á milli þar sem að appelsínubörkurinn var alltaf að stífla syphon-inn og þurfti ég að hætta í miðjum klíðum 2 sinnum og svo neyddist ég til þess að taka skeið til að skafa börkinn frá í lokin þegar síðasti líterinn var að drena í gegn. vona að það muni ekki fucka öllu upp þar sem hún var jú hrein en ekki sótthreinsuð!!! :( var gert í flýti hjá mér og vanhugsað. eftir á að hyggja þá kom upp íslenska hugsunin "þetta reddast mar"..... we shall see

nú tekur hinsvegar leiðinlegasta vinnan við.. s.s. að þrífa flöskurnar.. yey!
Skál fyrir því!
Hjalti Á
Beatsuka Brew

Í Gerjun - Ekkert!
Á flöskum - Beats Xmas 2015 - Saison DuBle
To do - Kaupa kælispíral!! -
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Beatsuka Brew - Tilraun nr 2 - Hvítur sloppur spurningar

Post by hrafnkell »

Athugaðu að ef þú setur priming sykurinn í og lætur hann standa í í einhvern tíma þá mun gerið byrja að gæða sér á honum og hugsanleg ástæða lítillar kolsýru í flöskum fundin :)
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Beatsuka Brew - Tilraun nr 2 - Hvítur sloppur spurningar

Post by æpíei »

Ég myndi lágmarka tímann sem þú ert með fötuna opna. Vertu búinn að hreinsa allar flöskur áður en þú fleytir á milli, settu svo strax á flöskur. Það á ekki að þurfa að láta bjórinn setjast eftir að hann er kominn á átöppunarkútinn ef þú passar þig að fleyta varlega ofan af gerinu og forðast að taka með humla sem kunna að fljóta ofan á.
Beatsuka
Kraftagerill
Posts: 51
Joined: 21. Jan 2014 16:55

Re: Beatsuka Brew - Tilraun nr 2 - Hvítur sloppur spurningar

Post by Beatsuka »

já auðvitað. var of fastur á því að þetta þyrfti að setjast. það er bókað ástæðan fyrir of lítilli kolsýru þar sem að t.d. í gær þá liðu rétt rúmlega 2 klst á milli þess sem ég fleytti yfir sykurinn og þar til ég setti á flöskur. 2.5-3klst total þar til flöskurnar voru lokaðar...

ég þarf þá allavega ekki að hafa áhyggjur af því að þær springi hjá mér heh.. en alltaf lærir maður eitthvað nýtt. næst verður þetta bara strax á flöskur eftir að hafa fleitt á milli! ekki spurning!
Skál fyrir því!
Hjalti Á
Beatsuka Brew

Í Gerjun - Ekkert!
Á flöskum - Beats Xmas 2015 - Saison DuBle
To do - Kaupa kælispíral!! -
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Beatsuka Brew - Tilraun nr 2 - Hvítur sloppur spurningar

Post by Eyvindur »

Ekki nema sykurinn hafi sest á botninn þannig að fyrri helmingurinn sé yfirkolsýrður og sá seinni of lítið kolsýrður. Ég hef lent í því nokkrum sinnum - passa mig þess vegna núna á því að hræra reglulega þegar ég er að tappa á.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
HKellE
Villigerill
Posts: 24
Joined: 28. Dec 2013 12:32

Re: Beatsuka Brew - Tilraun nr 2 - Hvítur sloppur spurningar

Post by HKellE »

Fleytið þið yfir sykur beint án þess að leysa hann upp í vatni og sjóða?

Ég leysi sykurmagnið upp í 1/2L af vatni og sýð, fleyti svo yfir það. Það tryggir hreinlæti og jafna blöndun.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Beatsuka Brew - Tilraun nr 2 - Hvítur sloppur spurningar

Post by Eyvindur »

Neinei, ég geri það. En sykurinn getur samt alveg sokkið, ef maður er lengi að.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Beatsuka
Kraftagerill
Posts: 51
Joined: 21. Jan 2014 16:55

Re: Beatsuka Brew - Tilraun nr 2 - Hvítur sloppur spurningar

Post by Beatsuka »

Eg leysi sykurinn upp i 2-3dl af vatni og syð það. Fleyti svo yfir það og hræri þvi lett saman. Ætti sykurinn að setjast ef hann hefur verið leystur upp..??
Skál fyrir því!
Hjalti Á
Beatsuka Brew

Í Gerjun - Ekkert!
Á flöskum - Beats Xmas 2015 - Saison DuBle
To do - Kaupa kælispíral!! -
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Beatsuka Brew - Tilraun nr 2 - Hvítur sloppur spurningar

Post by hrafnkell »

Ég held að þegar maður er búinn að hræra sykrinum við bjórinn þá fer hann ekki að sökkva niður.
HKellE
Villigerill
Posts: 24
Joined: 28. Dec 2013 12:32

Re: Beatsuka Brew - Tilraun nr 2 - Hvítur sloppur spurningar

Post by HKellE »

Ég hræri ekki af ótta við að hræra súrefni í bjórinn.

Ég reyni að nota rennslið þegar ég er að fleyta yfir á átöppunarfötu til að hafa snúning á vökvanum til að fá blöndun.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Beatsuka Brew - Tilraun nr 2 - Hvítur sloppur spurningar

Post by hrafnkell »

Það er í lagi að hræra ef maður er ekki að splassast mikið í yfirborðinu. Menn hafa aðeins verið að lenda í ójafnri kolsýru án þess að hræra, þannig að ég er farinn að mæla með því að hræra. Amk smá :)
Post Reply