Page 1 of 1

Enskur IPA í bígerð

Posted: 4. Aug 2014 14:52
by helgibelgi
Sælir herramenn og dömur

Sumarið mitt ætlar víst að snúast um enskan bjór. Markmiðið er að klára alla ensku bjórstílana yfir sumarið. Hingað til hef ég gert Ordinary Bitter, Special Bitter og ESB (í gerjun núna) og næstur í röðinni ætlar að verða IPA!

Mig langaði að viðra hugmyndir mínar hér áður en ég legg í hann (sem verður seinna í dag!).

Mín hugmynd (fyrir 21 lítra lögn):

95% Maris Otter
5% CaraMunich
= samtals 1.060 sem target OG - meskja við 67°C

Er að spá í að skella nokkrum grömmum af gipsi og kannski örlítið af salti út í vatnið (ég á ekki kalsíumklórið né krít).

Northern Brewer í beiskju - 60 mín viðbót - ca. 43 IBU
Celeia seint í suðu - 10 mín viðbót - ca. 7 IBU
Northern Brewer í lokin - 0 mín - Hérna er ég að spá í að taka "hop stand"/whirlpool (byrja við ca. 65-70°C) á þetta í kannski 10-15 mín áður en ég kæli alveg niður í pitching hitastig.
Northern Brewer í þurrhumlun - 3-5 dagar fyrir átöppun - kannski 30 gr.
NB: Total IBU verður þá ca. 50.

Ger sem í boði eru (sem ég á): S-04, Nottingham, Mangrove Jack's M07 British Ale. Gæti hugsað mér að nota þau öll, en langar helst að prófa M07 gerið. Gerja við ca. 19°C fyrstu vikuna eða tvær og sleppa síðan hitastýringu síðustu dagana (leyfa honum að rísa aðeins).

Hvað segja menn? Einhver sem hefur reynslu af enskum IPA? Sjáið þið einhver stór mistök hér á ferð?

Re: Enskur IPA í bígerð

Posted: 4. Aug 2014 20:16
by æpíei
Sæll. Ég hef enga reynslu af enskum IPA en þetta hljómar vel hjá þér. Ég fór aðeins að gúgla til gaman og rakst á þessa grein hér að neðan. Skv. því ert þú á alveg réttu róli með þetta. Ég vonast svo til að fá að smakka þetta hjá þér :skal:

https://byo.com/stories/issue/item/2148 ... m-the-pros" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Enskur IPA í bígerð

Posted: 4. Aug 2014 20:50
by helgibelgi
æpíei wrote:Sæll. Ég hef enga reynslu af enskum IPA en þetta hljómar vel hjá þér. Ég fór aðeins að gúgla til gaman og rakst á þessa grein hér að neðan. Skv. því ert þú á alveg réttu róli með þetta. Ég vonast svo til að fá að smakka þetta hjá þér :skal:

https://byo.com/stories/issue/item/2148 ... m-the-pros" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;
Já ég hafði einmitt lesið þessa grein um daginn og notaði mikið úr henni til að búa til uppskriftina mína. Svo fletti ég aðeins upp í Brewing Classic Styles, aðallega upp á humlaviðbætur. In any case, þá er hann að malla núna í þvottavélinni gömlu (og góðu). Þú færð smakk!

Re: Enskur IPA í bígerð

Posted: 4. Aug 2014 21:28
by hrafnkell
Engir enskir humlar í enskan IPA?

Re: Enskur IPA í bígerð

Posted: 4. Aug 2014 22:22
by Eyvindur
Já, ég segi eins og Hrafnkell, ég er hissa á humlavalinu. Ég myndi sjálfur alltaf keyra á Goldings (mögulega Fuggles, en ég er ekki jafn hrifinn af þeim), að minnsta kosti í bragðhumla. NB ættu svosem að ganga í beiskju.

Re: Enskur IPA í bígerð

Posted: 4. Aug 2014 22:26
by helgibelgi
hrafnkell wrote:Engir enskir humlar í enskan IPA?
Kannski næst, átti bara enga enska humla og langaði að gera enskan IPA. Stoppa líklega við hjá þér á næstunni til þess að bæta úr því samt og prófa að gera sama bjór með alvöru enskum humlum!

Re: Enskur IPA í bígerð

Posted: 5. Aug 2014 20:04
by helgibelgi
Er East Kent Goldings og Fuggles combo málið? Eitthvað annað sem fólk hefur haft góða reynslu af?

Re: Enskur IPA í bígerð

Posted: 5. Aug 2014 20:45
by hrafnkell
Það er amk "normið".. Svo er hægt að prófa first gold líka (ég á þá líka ;))