Page 1 of 1

Bruggkeppni Fágunar og Steðja á Gorhátíð 2014

Posted: 25. Jul 2014 13:05
by æpíei
Bruggkeppni Fágunar og Steðja á Gorhátið 2014 er haldin til að velja bjór sem bruggaður verður sem páskabjór Brugghússins Steðji árið 2015. Í verðlaun fær sigurvegari keppninnar að brugga verðlaunabjórinn með bruggmeistara Steðja. Bjórinn verður seldur í ÁTVR og veitingahúsum kringum páskana 2015. Sigurvegarinn verður kynntur sem höfundur og meðbruggari bjórsins í allri kynningu og markaðssetningu hans. Sigurvegarinn mun einnig eiga þess kosts að koma að hönnun á flöskum og kynningarefni bjórsins ef hann hefur áhuga á því.

Keppnisreglur

Allir áhugabruggarar á Íslandi hafa keppnisrétt. Hverjum og einum er heimilt að senda inn allt að 3 bjóra í keppnina.

Bjórarnir verða dæmdir af dómmefnd sem saman stendur af starfsmönnum Steðja og völdum sérfræðingum. Hvor hópur um sig mun dæma alla bjórana og svo mun dómnefndin koma saman til að velja velja einn bjór sem verður útnefndur sem verðlaunabjór keppninnar. Sigurvergarinn og verðlaunabjórinn verða kynnt á Gorhátið Fágunar sem verður haldin 15. nóvember.

Skila skal inn sex (6) 330ml flöskum af hverjum innsendum bjór til Fágunar í síðasta lagi kl. 20:00 þann 30. október. Flöskur skulu merktar með sérstökum flöskumiða sem keppandi fyllir út. Engar aðrar merkingar á flösku eru leyfðar.

Að auki eru keppendur hvattir til að koma með 6 flöskur af keppnisbjórum á Gorhátíðina sjálfa, þar sem gestir hátíðarinnar fá að dæma og velja þann bjór sem þeim er best að skapi. Sérstök verðlaun verða afhent fyrir bestu bjórana að mati gestanna.

Uppskriftir skulu vera eigin hönnun keppenda. Ekki eru gerð skilyrði um stíl, en hafa skal eftirfarandi atriði í huga:
- bjórinn verður dæmdur eftir gæðum, bragði, útliti og hvernig hann passar við páskahátíðina að mati dómnefndarinnar
- áfengismagn skal að hámarki vera 7%
- heimilt er að nota öll almenn hráefni til bjórgerðar, sem og önnur sérstök hráefni sem keppanda finnst passleg í bjórinn
- ekki er gerð krafa um notkun á sérstöku geri
Ef enginn bjór telst uppfylla kröfur um gæði eða önnur ofangreind atriði, getur dómnefndin ákveðið að útnefna engan sigurvegara.

Keppendum ber að tilgreina stíl og helstu hráefni þegar bjórum er skilað. Sigurvergari keppninnar gefur Steðja fullan rétt á að nýta uppskrfitina að verðlaunabjórnum án endurgjalds til að brugga páskabjór 2015. Verðlaunauppskriftin verður jafnframt birt á vef Fágunar. Að öðru leiti er allar uppskriftir eign keppanda og öll frekari notkun Steðja eða annarra háð leyfi eiganda

Keppnisgjald er kr. 1.500 á hvern innsendan bjór. Félagsmenn Fágunar fá eina innsendingu ókeypis.

Skráningablöð fyrir keppnisbjóra eru hér að neðan. Ef notað er Excel skjalið þarf einungis að fylla út í fölbleiku reitina, flöskumiðarnir fyllast þá út sjálfkrafa. pdf skjalið er fyrir þau sem vilja handskrifa blað og miða.
Skráningarblað Gorkeppni.xlsx
(33.76 KiB) Downloaded 988 times
Skráningarblað Gorkeppni.pdf
(49.08 KiB) Downloaded 977 times

Hvar á ég að skila bjór?
Skila skal inn 6 merktum flöskum og undirrituðu skráningarblaði til stjórnarmanna Fágunar í síðasta lagi kl. 20:00 fimmtudaginn 30. október. Símanúmer okkar eru hér að neðan, vinsamlegast hringið til að mæla ykkur mót. Þar sem við erum öll staðsett í vesturbæ Reykjavíkur eða miðbænum þá er einnig hægt að skila til Hrafnkels í brew.is á opnunartíma 28-30. október.

Sigurður 692 6141
Karl 822 2595
Ásta 868 6855

Við óskum keppendum góðs gengis!

Re: Bruggkeppni Fágunar og Steðja á Gorhátíð 2014

Posted: 25. Jul 2014 16:07
by bergrisi
Líst vel á

Re: Bruggkeppni Fágunar og Steðja á Gorhátíð 2014

Posted: 26. Jul 2014 02:40
by Bjoggi
Nice!

Re: Bruggkeppni Fágunar og Steðja á Gorhátíð 2014

Posted: 28. Jul 2014 10:34
by Eyvindur
Ég veit ekki betur en að uppskriftir séu óháðar höfundarrétti. Þar af leiðandi getur Steðji væntanlega ekki „átt“ neina uppskrift.

Eitt vil ég vita. Hvað myndi gerast ef svo ólíklega færi að Steðji ákvæði að fara í áframhaldandi dreifingu á þessum bjór, utan páskatímans? Eða nýtti hann aftur sem páskabjór árið eftir? Hafa þeir frítt útspil með þennan bjór eftir keppnina?

Re: Bruggkeppni Fágunar og Steðja á Gorhátíð 2014

Posted: 28. Jul 2014 18:38
by æpíei
Eins og þú segir er ekki hægt að fá höfundarrétt á uppskrift svo það er varla hægt að tala um "eign" í þessu sambandi. En meiningin er að Steðji getur nýtt sér uppskriftina ótakmarkað til framleiðslu, núna eða í framtíðinni. Það mun væntalega þurfa að aðlaga hana eitthvað að stærri græjum Steðja. Þá útfærslu mun Steðji klárlega eiga og ekki deila. Ég vænti þess þó að verðlaunauppskriftin verði samt birt opinberlega eftir páskana svo allir áhugabruggarar geti bruggað hana að vild.

Re: Bruggkeppni Fágunar og Steðja á Gorhátíð 2014

Posted: 29. Jul 2014 10:17
by Eyvindur
Semsagt, ef ég bæri sigur úr býtum og þeir myndu síðan ákveða að fara út í ómælda framleiðslu á bjórnum mínum fengi ég ekki neitt í minn hlut? Mér finnst það pínu óeðlilegt fyrirkomulag. Hefði haldið að það væri eðlilegast að réttur þeirra á bjórnum gilti eingöngu um þetta takmarkaða upplag sem hér er um að ræða.

Re: Bruggkeppni Fágunar og Steðja á Gorhátíð 2014

Posted: 29. Jul 2014 13:06
by æpíei
Það á eftir að útfæra formlega nokkur atriði varðandi þessa keppni. Ég geri ráð fyrir að keppendur muni skila inn skráningarblaði fyrir hvern bjór þar sem koma fram helstu atriði um bjórinn, hráefni og slíkt. Að auki munu þeir skrifa undir samþykki til að veita Steðja rétt á að brugga bjórinn ef, og aðeins ef, að bjórinn vinnur keppnina. Auk þess mun höfundur gefa leyfi til að birta uppskriftina á vef Fágunar.

Með hugtakinu "eign" er hugsunin sú að höfundurinn getur ekki afhent öðru bruggfyrirtæki vinnings uppskrift sína. Því er ekki rétt að takmarka þetta aðeins við páskabjór 2015. Ef hann tekst vel þá er alveg hugsanlegt að hann verði bruggaður árlega sem páskabjór Steðja. Í samskiptum mínum við Steðja hefur ekkert annað komið fram en að þau munu aðeins gera slíkt í samvinnu við höfund vinningsbjórsins. En það mætti setja það fram með formlegum hætti. Þetta er góð ábending hjá þér og rétt að hafa þetta atriði í huga þegar skráningarblaðið er samið.

Re: Bruggkeppni Fágunar og Steðja á Gorhátíð 2014

Posted: 29. Jul 2014 23:25
by Eyvindur
Prívat og persónulega finnst mér ekki hægt að gera þetta til óákveðins tíma. Mér finnst verða að taka fram að brugghúsið þurfi að semja sérstaklega við sigurvegara ef það vill gera meira en þetta fyrsta upplag. Annað finnst mér vera of mikil óvissa.

Re: Bruggkeppni Fágunar og Steðja á Gorhátíð 2014

Posted: 21. Aug 2014 13:38
by Gummi Kalli
Ég er spenntur fyrir þessu og ætla líklega að taka þátt. Ég er aftur á móti alger byrjandi og geri mér ekki miklar vonir um sigur. Það sem ég væri aftur á móti til í er feedback. Mun maður fá feedback á bjórinn sinn þannig maður geti nýtt það til að bæta sig?

Re: Bruggkeppni Fágunar og Steðja á Gorhátíð 2014

Posted: 21. Aug 2014 13:52
by æpíei
Velkominn Gummi Kalli á síðuna og í sportið. Í svona keppnum er öllum bjórum gefnar einkunnir og skráðar athugasemdir og munum við koma þeim á keppendur. Svo er um að gera að koma með bjórana á Gorhátíðina og leyfa öðrum að smakka og fá þannig munnleg komment frá öðrum. Þú ættir líka að koma á mánaðarfundina á Hlemmi Square. Þeir eru mikil uppspretta upplýsinga fyrir nýliða og allir viljugir að gefa ráð og fá að smakka bjórana þína :)

Re: Bruggkeppni Fágunar og Steðja á Gorhátíð 2014

Posted: 21. Aug 2014 13:53
by Gummi Kalli
Snilld, ég tékka á þessu. Takk fyrir gott svar ;)

Re: Bruggkeppni Fágunar og Steðja á Gorhátíð 2014

Posted: 16. Oct 2014 09:59
by æpíei
Gorhátíðin hefur verið færð aftur um viku. Hún verður haldin laugardaginn 15. nóvember á stað í miðbænum. Nánar auglýst síðar. Skilafrestur í keppnina hefur líka verið færður aftur um viku. Hann er núna fimmtudaginn 30. október.

Re: Bruggkeppni Fágunar og Steðja á Gorhátíð 2014

Posted: 16. Oct 2014 15:36
by jniels
Sælir.
Hvert skila ég inn bjór og uppskrift og hvar borga ég keppnisgjaldið?

kv
Jói N

Re: Bruggkeppni Fágunar og Steðja á Gorhátíð 2014

Posted: 16. Oct 2014 16:29
by æpíei
Þær upplýsingar koma síðar. Ein innsending er frí fyrir félagsmenn, sem fá líka frítt á Gorhátíð. Svo það er eiginlega no brainer að gerast bara félagi strax :)

Re: Bruggkeppni Fágunar og Steðja á Gorhátíð 2014

Posted: 24. Oct 2014 11:37
by æpíei
Skráningarblaðið ásamt upplýsingum um hvernig á að skila eru komnar í upprunalega póstinn í þessum þræði. Þá hefur reglum verið breytt lítilliga, aðallega varðandi eign höfundar á uppskriftinni.

Re: Bruggkeppni Fágunar og Steðja á Gorhátíð 2014

Posted: 24. Oct 2014 11:59
by jniels
Þetta hljómar spennandi.
En hvernig er það, er stranglega bannað að skila inn 500ml flöskum?
Ef það sleppur, er það sami fjöldi þ.e. 6 stk?

Er kominn með allan bjórinn á svoleiðis flöskur núþegar :)

Re: Bruggkeppni Fágunar og Steðja á Gorhátíð 2014

Posted: 24. Oct 2014 13:09
by æpíei
Við þurfum 6 flöskur. Það er til að hægt sé að fordæma í tvennu lagi og svo velja þann besta úr því allir dómarar saman. Þær mega vera stærri en 330ml.

Re: Bruggkeppni Fágunar og Steðja á Gorhátíð 2014

Posted: 27. Oct 2014 19:01
by Gummi Kalli
Hversu ströng eru þið á 7% reglunni? Ég er með einn fjandi góðann sem endaði mun neðar (FG) en ég áætlaði og hafði hugsað mér að senda í keppnina.

Re: Bruggkeppni Fágunar og Steðja á Gorhátíð 2014

Posted: 27. Oct 2014 19:19
by æpíei
Ef uppskriftin gerði ráð fyrir 7% eða lægra ætti það að vera í lagi. Það er miðað við að páskabjórinn verði ekki yfir 7%.

Re: Bruggkeppni Fágunar og Steðja á Gorhátíð 2014

Posted: 30. Oct 2014 15:58
by æpíei
Síðasti skiladagur í dag. Sjá blöð og upplýsingar um hvert eigi að skila í pósti efst í þessum þræði.