Page 1 of 1

Lava - Ölvisholt Brugghús

Posted: 8. May 2009 21:31
by Hjalti
Þetta er þriðja tilraunin hjá Ölvisholti að gera bjór fyrir almennan markað fyrir utan þessa seasonal jóla, þorra og páskabjóra.

Þetta er 9.8% ABV Imperial Stout

Ég er búinn að hlakka lengi til að smakka þennan bjór og verð að segja að ég bara kann ekki að meta þetta. Fyrsta bragðið sem kemur þegar maður drekkur hann er alveg frábært, góður stout með miklu bragði en svo kemur bragð sem ég bara þekki ekki, rosalega reykt bragð sem næstumþví jaðrar við reyktan lax!

Ég verð eginlega að játa það að þessi bjór er bara of mikið fyrir mig og ég ætla því ekki einu sinni að gefa honum einkunn.

Endilega einhver koma með raunverulegan bjórdóm um þennan bjór. Ég vil heyra góða lýsingu á því hvað þetta er.

Úlfar reyndar sagði eitt flott um hann um daginn og það var ,,Extreme brewing" :geek:

Re: Lava - Ölvisholt Brugghús

Posted: 8. May 2009 21:39
by Eyvindur
Ég ber blendnar tilfinningar til Lava. Hann er með mikla viskýtóna, sem er að mínu mati bæði gott og slæmt. Reykta bragðið fellur mér í geð (en er eflaust ekki allra) og bragðið er mikið og margbrotið. Það sem mér finnst hins vegar galli er hvað það er mikið áfengisbragð af honum. Ég hef borið þetta undir mann ytra sem hefur reynslu af dómarastörfum í bruggkeppnum, og hann sagði að alkóhólbragð af Imperial Stout væri ekki eðlilegt og flokkað sem galli, þrátt fyrir háa prósentutölu. Þetta gæti stafað af of litlu geri fyrir svona stóran bjór, eða of háu hitastigi við gerjun (og eflaust gætu aðrar ástæður legið að baki sem ég kann ekki að nefna). Þetta gerir bjórinn alls ekki ódrekkandi, en mér finnst þetta vera galli. Fyrir vikið finnst mér hann bragðast pínulítið eins og hóstasaft.

Ef ég ætti að gefa Lava einkunn myndi ég segja 6/10. Hann er bærilegur, en gæti verið miklu betri.

Re: Lava - Ölvisholt Brugghús

Posted: 9. May 2009 07:42
by Stulli
Ég er hæstánægður með þennan bjór frá Ölvisholti. Það getur tekið svolítinn tíma til þess að venja bragðlaukana á sterka, aggressíva bjóra. Ég man þegar að ég smakkaði minn fyrsta bjór, Budweiser Budvar, að ég komst ekki yfir hvað það var beiskt :D Ég man svo líka þegar að ég smakkaði IPA fyrst , ég hélt ég myndi deyja það var svo beiskt, en það breyttist fljótt. Bragðskyn manns er sífellt að breytast og þróast.

Þið getið séð dóminn minn hér:
http://beeradvocate.com/beer/profile/17208/46273

Þegar að ég sest niður til þess að analýsera og dæma bjór reyni ég alltaf að vera hlutlaus. En hlutleysi er ekki til. T.d. er russian imperial stout einn af mínum uppáhalds stílum auk þess sem að mér fannst að frumkvæði og listrænt ágengi Ölvisholts verðskulda góða einkunn.

Ég er ekki sammála Eyvindi með að alkóhólið sé galli. Þegar að um svona sterkan bjór er að ræða er mjög erfitt að komast hjá því. BJCP reglurnar leyfa einnig alkóhól í bragð og lykt fyrir þennan stíl og mér fannst það ekki vera vera í svo miklu magni að að það stingi í stúf. Ég hefði persónulega viljað meiri reykt bragð, þar sem að rauchbier er í miklu uppáháldi hjá mér (og er uppáhalds bjórstíll konunnar minnar ;) ) en það væri nú ekki hægt vegna þess að allt base maltið í þessum bjór er reykt!

Re: Lava - Ölvisholt Brugghús

Posted: 9. May 2009 10:05
by Eyvindur
Ja, það væri eflaust hægt með smá taðreyktu (peated) malti...

Nei, mér finnst þetta heita alkóhólbragð spilla pínulítið, en ekki samt eyðileggja þetta neitt. Mér hefði bara þótt hann betri annars. Og eins og ég segi bar ég þetta undir mann sem hefur dæmt þennan stíl, og hann sagði að hann myndi telja þetta til galla... En þetta er bara smekksatriði...

Re: Lava - Ölvisholt Brugghús

Posted: 9. May 2009 10:21
by Stulli
Einsog frakkinn sagði:

chacun à son goût

Re: Lava - Ölvisholt Brugghús

Posted: 10. May 2009 13:14
by Gommit
Mér fannst ég himinn hafa höndum tekið þegar ég fann þessa snilld.
Lava fer ótrúlega nærri Paradox bjórnum frá Brewdog sem er minn uppáhalds.

Image

Verð samt að taka það fram að ég hef verið forfallinn viskímaður og mínir bragðlaukar hafa verið barðir til með peaty viskí frá Islay í nokkur ár.

Ég gef Lava hiklaust 9

Re: Lava - Ölvisholt Brugghús

Posted: 10. May 2009 16:39
by Stulli
Gommit wrote:
Verð samt að taka það fram að ég hef verið forfallinn viskímaður og mínir bragðlaukar hafa verið barðir til með peaty viskí frá Islay í nokkur ár.
Sjálfur er ég mikill Islay aðdáandi. Lagavulin í sérstöku uppáhaldi, passa að eiga það alltaf til í viský safninu mínu ;) Er núna með Lagavulin Destillers Edition, alveg hreinn unaður!

Re: Lava - Ölvisholt Brugghús

Posted: 15. May 2009 15:54
by Elli
Mér finnst þetta frábær bjór - en skil vel að það séu ekki allir á sama máli... hann reynir verulega á bragðlaukana.

Þeir í Ölvisholti eiga hrós skilið fyrir að vera óhræddir við að prófa nýja hluti... ekki oft sem innlend brugghús ákveða að gera eitthvað svona svakalegt :)

Re: Lava - Ölvisholt Brugghús

Posted: 30. Sep 2012 20:16
by gr33n
Ég ætla að fá að poppa þessum þræði upp svona í tilefni af því að við vinirnir ákváðum að gera Lava tilraun í gær

Þannig er mál með vexti að ég fór í sumarbústað um helgina með Gunnari og Páli vinum mínum (og fleirum reyndar)... en við 3 vorum búnir að ákveða þar sem einn okkar átti 4. ára gamlan LAVA uppí skáp hjá sér að taka smakktest á einum nýjum... og svo þessum gamla.

Ég skal vera fyrstur manna að segja að fyrst þegar ég smakkaði Lava var hann ekki að gera góða hluti hjá m´rt. En þessi seinni smökkun breytti því algjörlega.

Nýji ölinn var mjög fínn... en OHH BOY hvað hann var beyond geðveikur eftir að hafa verið búinn að eldast. Hann varð allur mikið ljúfari, meiri karmella og súkkulaði.. ásamt því hvað hausinn varð mikið brúnni. Boddíið varð einhvernvegin mikið fyllra og bragðbetra, ásamt því hvað lyktin var gvöðdómleg.
Þetta varð allavegana til þess að ég mun núna kaupa góðan slatta af honum og geyma. Þvílíkt gull sem þessi bjór er eftir öldrun.

Re: Lava - Ölvisholt Brugghús

Posted: 30. Sep 2012 20:48
by bergrisi
Takk fyrir þetta. Ætla að prufa þetta. Á núna Surt sem ég geymi til hátíðlegs tækifæris. Ætla að kaupa nokkra lava til að setja í geymslu.

Re: Lava - Ölvisholt Brugghús

Posted: 1. Oct 2012 16:31
by Feðgar
Má ekki heimfæra þetta á flest alla dökka og sterka bjóra?

Ég smakkaði La Trappe Quadrupel um daginn sem var búinn að sitja inn í skáp hjá mér í sirka ár og verð að segja það sama um hann, bara hreinn unaður. En mér þótti hann bara brugg þegar ég smakkaði hann beint úr Ríkinu.

Held að það sé ráð að fara og kaupa í "kjallarabjór" safn. Einhvað sterkt og/eða dökkt sem má svona bara bíða betri dags.