Page 1 of 1
Vantar hjálp við þrif á elementi
Posted: 19. Jul 2014 13:48
by Eyvindur
Síðasta brugg var raunasaga á ýmsan hátt (skrifa kannski nánar um það síðar). Það endaði með því að 5,5KW elementið mitt var ein brunarúst (sauð svaka Imp Stout í 5 tíma - slæm hugmynd). Nú á ég mjög erfitt með að ná elementinu hreinu - alltaf svört skán utaná sem virðist vonlaust að ná. Búinn að skrúbba með pottastáli og reyna að plokka skánina af með hníf, en enn eru þrjósk svæði eftir. Kann einhver töfraráð til að hreinsa svona element?
Re: Vantar hjálp við þrif á elementi
Posted: 19. Jul 2014 19:55
by kari
Varstu með maltað hveiti í uppskriftinni?
Ég hef bara skrúbbað með grænu "svamp" druslunum og látið standa í þvottaefnislegi, en ég hef ekki náð að skrúbba allt af....
Er reyndar með 3.5kw elementið, en það á að vera með svipaðan aflþéttleika og stóra elementið.
Re: Vantar hjálp við þrif á elementi
Posted: 20. Jul 2014 15:52
by hrafnkell
PBW soak í nokkrar klst og strjúka svo af með grófum svampi (svona gaur sem er grófur öðrum megin, fínn hinum megin)... Galdraefni.