Page 1 of 1

Lumley - Northern English Brown Ale - Kútapartý 2014

Posted: 9. Jul 2014 13:22
by æpíei
Á morgun ætla ég að brugga bjór fyrir Kútapartý Fágunar sem verður á Miklatúni á Menningarnótt þann 23. ágúst næstkomandi.

Fyrir valinu varð norður-enskt brúnöl sem ég hef kosið að kalla Lumley, eftir stað sem ég bjó einu sinni á í nágrenni við Newcastle. Ég hef gert þennan bjór áður og hann hefur fengið mjög góðar móttökur hjá nær öllum. Meia að segja fólk sem drekkur ekki "dökkan" bjór er hrifið af honum. Hann er í grunninn byggður á uppskrift úr Brewing Classic Styles, Nutcastle bls. 151, aðlagaður aðeins og því hráefni sem ég fæ hér. Uppskriftin er eftirfarandi, allt korn frá Weirman:

OG 1.052
IBU 25,9
Color 32,5
AVB 4,6%

23 lítrar, nýtni 69%, suða 60 mínútur

0,75 tsk Burton Salt
4,30 kg Pale Malt 2-row
0,60 kg Caramunch II
0,30 kg Melanoidin
0,25 kg Hveitimalt
0,08 kg Carafa Special II
43 g Golding, East Kent 60 mín
20 g Golding, East Kent 5 mín

Í fyrra skiptið sem ég geði hann notaði ég W1026 British Casc ale. Mér fannst það koma vel út, þó svo einhverjir hefðu sett út á það (takk nafni :roll: ). Í þetta skipti ætla ég að fara allt aðra leið. BCS mælir með WLP013/W1028 London Ale eða Nottingham. Ég ætla hins vegar að nota WLP200 Best of Both Worlds. Þetta ger er blanda af WLP001 and WLP002. Það gerjar nokkuð hreint eins og WLP001 (W1056/US-05) og með eiginleikum WLP002 (English Ale) sem eru tær bjór (high flocculation) og sætleiki. Ég er spenntur að sjá hvernig það kemur út.

Ég ákvað líka að minnka aðeins magnið af Carafa Special II frá fyrri útgáfu, fór úr 150 g í 80 g. Mér fannst bæði liturinn heldur dökkur og svo kom fram of mikið af þessu þunga bitra bragði Carafa Special II. Þessi er áætlaður 32 EBC í lit sem er í miðjunni miðað við þenna stíl.

Eins og áður sagði ætla ég að brugga hann á morgun, fimmtudag 10. júlí. Ég áætla að byrja um kl 17. Ég notað Braumeister tæki og sér það alfarið um meskinguna fyrir mig. Ég geri ráð fyrir að hún taki ca 2,5 tíma með öllu. Í heild geri ég ráð fyrir 5 tímum í þetta, vonandi klára um tíu leitið. Það eru allir velkomnir að líta við, sérstaklega nýliðar í bruggun eða þeir sem vilja sjá hvernig Braumeisterinn virkar. Sendið mér PM hér á æpíei fyrir addressu í 107 og símanúmer. :skal:

Re: Lumley - Northern English Brown Ale - Kútapartý 2014

Posted: 9. Jul 2014 15:57
by Idle
Mmm, ég verð að fá að smakka aftur! :D

Re: Lumley - Northern English Brown Ale - Kútapartý 2014

Posted: 9. Jul 2014 20:11
by bergrisi
Virkar mjög spennandi. Ertu til í að taka myndir og setja inn. Langar að sjá Braumeisterinn "in action".

Re: Lumley - Northern English Brown Ale - Kútapartý 2014

Posted: 9. Jul 2014 20:42
by Bjoggi
Já endilega, væri gaman að sjá tækið.

Re: Lumley - Northern English Brown Ale - Kútapartý 2014

Posted: 9. Jul 2014 21:01
by æpíei
Já ég skal setja inn nokkrar myndir :)

Re: Lumley - Northern English Brown Ale - Kútapartý 2014

Posted: 10. Jul 2014 14:27
by Plammi
Næs, kannski maður rölti doon the road og kíki á þig.

Re: Lumley - Northern English Brown Ale - Kútapartý 2014

Posted: 10. Jul 2014 21:03
by æpíei
Hér koma nokkrar myndir:
Græjan komin í gang
Græjan komin í gang
01.jpg (1.97 MiB) Viewed 37167 times
Séð innan í. Ég notaði PBW til að hreinsa hana og hún lítur út eins og ný! Dælan er í gangi.
Séð innan í. Ég notaði PBW til að hreinsa hana og hún lítur út eins og ný! Dælan er í gangi.
02.jpg (1.95 MiB) Viewed 37167 times
Á meðan vatnir er að hitna malaði ég kornið
Á meðan vatnir er að hitna malaði ég kornið
03.jpg (2.36 MiB) Viewed 37167 times
Vatnið komið í 52 gráður, þá set ég kornið útí
Vatnið komið í 52 gráður, þá set ég kornið útí
04.jpg (1.49 MiB) Viewed 37167 times
Stálkarfan er sett ofan í og korninu helt í hana. Karfan er lokuð að neðan, vatninu er svo dælt upp í gegnum hana...
Stálkarfan er sett ofan í og korninu helt í hana. Karfan er lokuð að neðan, vatninu er svo dælt upp í gegnum hana...
05.jpg (1.74 MiB) Viewed 37167 times
Þannig að vatnið flæðir upp og yfir barmana. Þar blandast það virtinum sem er fyrir og dælist svo aftur undir körfuna. Þar eru líka hitaelementin sem stjórna hitanum í meskinu. Ég meskjaði alls í 4 þrepum, byrjaði í 52 gráðum í 10 mínútur, þá 62 gráður í 10 mínútur, svo 67 gráður í 45 mínútur og loks 10 mínútur við 77 gráður.
Þannig að vatnið flæðir upp og yfir barmana. Þar blandast það virtinum sem er fyrir og dælist svo aftur undir körfuna. Þar eru líka hitaelementin sem stjórna hitanum í meskinu. Ég meskjaði alls í 4 þrepum, byrjaði í 52 gráðum í 10 mínútur, þá 62 gráður í 10 mínútur, svo 67 gráður í 45 mínútur og loks 10 mínútur við 77 gráður.
06.jpg (1.78 MiB) Viewed 37167 times
Hér er meskingu lokið. Liturinn er orðinn allt annar
Hér er meskingu lokið. Liturinn er orðinn allt annar
07.jpg (1.82 MiB) Viewed 37167 times
Nú er karfan dregin uppúr
Nú er karfan dregin uppúr
08.jpg (1.93 MiB) Viewed 37167 times
Karfan situr ofan á katlinum og ég helli yfir 77 gráðu heitu vatni til að skila. Það lekur svo ofan í ketilinn sem er þegar stilltur á suðu. Það tekur um hálftíma að fara úr 77 gráðum sem er hiti í lok meskingar í suðuna
Karfan situr ofan á katlinum og ég helli yfir 77 gráðu heitu vatni til að skila. Það lekur svo ofan í ketilinn sem er þegar stilltur á suðu. Það tekur um hálftíma að fara úr 77 gráðum sem er hiti í lok meskingar í suðuna
09.jpg (2.57 MiB) Viewed 37167 times
Suðan byrjuð og ég helli fyrsta skammti af humlm útí
Suðan byrjuð og ég helli fyrsta skammti af humlm útí
10.jpg (1.87 MiB) Viewed 37167 times

Re: Lumley - Northern English Brown Ale - Kútapartý 2014

Posted: 10. Jul 2014 21:18
by Bjoggi
Lookar vel!

Er þetta 20l eða 50l?

Re: Lumley - Northern English Brown Ale - Kútapartý 2014

Posted: 10. Jul 2014 22:43
by æpíei
Bjoggi wrote:Lookar vel!

Er þetta 20l eða 50l?
20 l. Sá sem seldi mér hana var að fara í 50 l. Hann sá alltaf eftir því enda er þetta mjög þægileg stærð til að brugga einn. :skal:

Re: Lumley - Northern English Brown Ale - Kútapartý 2014

Posted: 10. Jul 2014 22:49
by Sindri
OHHH ME WANT! bara ef þetta kostaði ekki 290þús!

Re: Lumley - Northern English Brown Ale - Kútapartý 2014

Posted: 10. Jul 2014 22:56
by æpíei
Fleiri myndir:
Þegar ca 10 mínútur eru eftir að suðu set ég kælispíralinn í pottinn. Þetta er til að sótthreinsa hann. Ég læt renna smá heitt vatn í gegnum hann fyrst til að hitann hann.
Þegar ca 10 mínútur eru eftir að suðu set ég kælispíralinn í pottinn. Þetta er til að sótthreinsa hann. Ég læt renna smá heitt vatn í gegnum hann fyrst til að hitann hann.
11.jpg (1.86 MiB) Viewed 37143 times
Ég tek lokamælingu á OG rétt áður en suðu lýkur
Ég tek lokamælingu á OG rétt áður en suðu lýkur
13.jpg (2.02 MiB) Viewed 37143 times
Eftir suðu læt ég renna kalt vatn gegnum kælispíralinn. Þegar hitinn er kominn í ca 24 gráður tek ég hann uppúr
Eftir suðu læt ég renna kalt vatn gegnum kælispíralinn. Þegar hitinn er kominn í ca 24 gráður tek ég hann uppúr
14.jpg (2.04 MiB) Viewed 37143 times
Á meðan ég kæli virtinn sótthreinsa ég sigti í smá sjóðandi vatni
Á meðan ég kæli virtinn sótthreinsa ég sigti í smá sjóðandi vatni
12.jpg (2.16 MiB) Viewed 37143 times
Ég læt svo rennta úr katlinum gegnum sigtina til að taka út sem mest af humlunum
Ég læt svo rennta úr katlinum gegnum sigtina til að taka út sem mest af humlunum
15.jpg (1.83 MiB) Viewed 37143 times
Heilmikið af humlum tekið úr virtinum
Heilmikið af humlum tekið úr virtinum
16.jpg (2.49 MiB) Viewed 37143 times
Loks set ég ca 30 sekúndur af súrefnis í virtinn áður en ég helli gerinu í.
Loks set ég ca 30 sekúndur af súrefnis í virtinn áður en ég helli gerinu í.
17.jpg (2.23 MiB) Viewed 37143 times
Gerið er 1 líter starter. Eftir að það er hætt að gefa frá sér lofbólur set ég það inn í kæliskáp þar sem gerið fellur til botns. Tek það svo út á bruggdegi og helli ofan af því, þannig að aðeins ca 100 ml af virti fara með auk gersins.
Gerið er 1 líter starter. Eftir að það er hætt að gefa frá sér lofbólur set ég það inn í kæliskáp þar sem gerið fellur til botns. Tek það svo út á bruggdegi og helli ofan af því, þannig að aðeins ca 100 ml af virti fara með auk gersins.
18.jpg (1.88 MiB) Viewed 37143 times
Loks er gerfatan sett í gerjunarskápinn. Ég gerja þennan bjór við ca 19 gráður. Virturinn er ennþá aðeins heitari en nær brátt gerjunarhita.
Loks er gerfatan sett í gerjunarskápinn. Ég gerja þennan bjór við ca 19 gráður. Virturinn er ennþá aðeins heitari en nær brátt gerjunarhita.
19.jpg (2.02 MiB) Viewed 37143 times

Re: Lumley - Northern English Brown Ale - Kútapartý 2014

Posted: 10. Jul 2014 23:06
by æpíei
Nú er bara að vona að þessi bjór komi vel út. Þið fáið öll að dæma um það því hann verður í boði á Kútapartíi Fágunar á Menningarnótt. :D

Ef þið viljið koma með bjór/kút í partíð er það vel þegið. Það væri gott ef þið létuð þá vita á þessum þráði hér http://fagun.is/viewtopic.php?f=25&t=3170" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Lumley - Northern English Brown Ale - Kútapartý 2014

Posted: 11. Jul 2014 02:19
by Bjoggi
Takk kærlega fyrir solid kynningu á braumeister!

Ef sá maður sem situr á 50l vill losna við hann þá get ég bjargað því ;)

Re: Lumley - Northern English Brown Ale - Kútapartý 2014

Posted: 11. Jul 2014 19:26
by bergrisi
Takk kærlega fyrir þetta. Þetta er mjög hentug stærð og á óskalistanum.

Re: Lumley - Northern English Brown Ale - Kútapartý 2014

Posted: 30. Jul 2014 14:34
by æpíei
Þessi er kominn á kút og inn í ísskáp. OG var 1.051 og FG 1.012 sem gerir áætlað ABV 5,1%. Það er örlítið hærra en BS hafði reiknað út fyrir mig. Bragð og litur eru flott. Ég held að hann verði fínn á Kútapartýinu á Menningarnótt. Sjáumst á Miklatúni :skal: