Page 1 of 1
Facebook síða Fágunar
Posted: 25. Jun 2014 22:20
by astaosk
Nú er loks komin upp Facebook síða Fágunar. Hennar helsta hlutverk er að vísa fólki veginn inn á
http://www.fagun.is" onclick="window.open(this.href);return false; en einnig munu koma einhverjar tilkynningar öðru hverju þar inn. Endilega "lækið"
https://www.facebook.com/fagunis" onclick="window.open(this.href);return false;
Re: Facebook síða Fágunar
Posted: 25. Jun 2014 23:26
by bergrisi
Flott framtak.
Skora á ykkur að gera svo "event" fyrir fundi og atburði á Facebook.
Re: Facebook síða Fágunar
Posted: 26. Jun 2014 08:48
by karlp
We might do some, but I really have no desire to maintain facebook events. As we get bigger, facebook will just want to start charging to make sure our fans even see things. The google calendar /ical should/will be the primary place for events, but we'll try and do a few things on facebook too. Just don't expect it to be as uptodate or as accurate as the calendar or this website. The main aim of the facebook site is to have a landing page with enough information about the club to send them here and answer their most basic questions
Re: Facebook síða Fágunar
Posted: 26. Jun 2014 09:27
by Eyvindur
Grúppa gæti verið betri en síða, til að forðast það að þurfa að borga fyrir að birtast hjá meðlimum.
Re: Facebook síða Fágunar
Posted: 26. Jun 2014 10:07
by astaosk
Við viljum í raun alls ekki fara að færa neinar umræður yfir á facebook, sem að grúppa myndi hvetja til. Fyrir flesta þá er það "second nature" að tékka á facebook þegar það heyrir um einhvern félagsskap. Fólk sér þá að fagun.is er staðurinn til að fara á.
Re: Facebook síða Fágunar
Posted: 26. Jun 2014 11:42
by Eyvindur
Ég skil það, en það gæti verið fínt að hafa viðburði á Facebook. Margir skipuleggja félagslíf sitt að einhverju leyti þar.
Re: Facebook síða Fágunar
Posted: 27. Jun 2014 14:36
by helgibelgi
Já það væri mjög fínt ef atburðir yrðu settir þangað inn. Þá fær maður "notification" á facebook-ið sitt.
Re: Facebook síða Fágunar
Posted: 27. Jun 2014 14:55
by æpíei
Það er að huga að nokkrum hlutum. Ef við förum að hafa svona atburði á FB þar sem fólk meldar sig, þá er alltaf hætta á að fólk haldi að það jafngildi skráningu á viðburði sem annars þarfnast sérstakrar skráningar, eins og heimsóknir. Við erum að athuga með að hafa sérstakt skránngarkerfi fyrir svona ferðir þar sem fyrstir skrá sig fyrstir fá. Það má ekki vera inni á FB því það eru ekki allir á FB.
Við bjóðum upp á viðburðadagatal (sjá þráð) þar sem atburðurinn kemur fram á dagtali síma notanda. Flestir skoða dagatalið sitt og ættu því að geta séð hvenær atburðir eru á dagskrá.
Loks er það ekki mjög þægilegt að viðhalda mörgum síðum til að skrá sama atburð. Það er best að takmarka sig. Við ætlum því að byrja á að nota dagatalið og þennan spjallþráð. Skellum líklega líka inn stöðuuppfærslu á FB til áminningar með stuttum fyrirvara. Sjáum hvernig það gengur.
Re: Facebook síða Fágunar
Posted: 27. Jun 2014 15:09
by Eyvindur
Góður punktur. Ég mæli samt sem áður með grúppu frekar en síðu. Ég er með læk á nokkrar síður á Facebook, og einnig skráður í nokkrar grúppur. Ég missi aldrei af neinu sem fer fram í grúppunum, en það er undantekning ef ég séð hluti sem er póstað á þessar blessuðu síður. Það format er ónýtt eftir að FB fóru að rukka fyrir athygli.
Re: Facebook síða Fágunar
Posted: 27. Jun 2014 15:39
by astaosk
Við skulum skoða hvernig þetta þróast með síðuna. Ég er alveg á því að okkar vettvangur eigi ekki að vera á Facebook, því við höfum þennan fína vettvang hér. Ef um væri að ræða grúppu að þá er mjög líklegt að þar færu að tvöfaldast umræður, þ.e. hlutir ræddir bæði á facebook og hér á foruminu. Síða kemur í veg fyrir það. Það gerir það þó erfiðara að ná til félagsmanna í gegnum facebook, en á síðunni getum við samt búið til eventa, sérstaklega þegar við viljum ná til fólks sem er ekki nú þegar í félaginu. Þá væri auðvelt fyrir okkur að bjóða brugg-curious facebook kunningjum okkar t.d. á nýliðakvölds facebook event.
Re: Facebook síða Fágunar
Posted: 6. Jul 2014 22:57
by bergrisi
Góðan daginn.
Ég legg til að Facebook síða Fágunar verði bara létt afþreyingarsíða. Þar setjum við inn myndir af okkar bjórgerð og hittingum með Fágunarmeðlimum og því þegar við erum að drekka okkar heimagerðu bjóra. Mjög auðvelt er að setja inn myndir á Facebook frá símum og ég verð að viðurkenna að eiginlega allar mínar netheimsóknir eiga sér stað í gegnum símann. Yfirleitt er ég ekki að nenna að setja inn myndir á Fágunarsíðuna því það er ekki eins þjált.
Ég gæti trúað ef við erum með skemmtilegar myndir af okkar bjórgerð þá myndi það kynna okkar tómstundargaman á skemmtilegan hátt.
En hvað finnst ykkur?
Re: Facebook síða Fágunar
Posted: 6. Jul 2014 23:08
by Eyvindur
Læk.
Re: Facebook síða Fágunar
Posted: 6. Jul 2014 23:20
by bergrisi
Prufaði að setja inn eina mynd á Facebook. Vonandi fylgja aðrir í kjölfarið.
Re: Facebook síða Fágunar
Posted: 6. Jul 2014 23:35
by bergrisi
Held að ég taki undir það að grúbba sé betri en síða. Hellingur af vinum mínum sem eru ekki í Fágun eru búnir að "læka" myndina mína. Eitthvað sem var bara ætlað Fágunarmeðlimum eða þeim sem hafa áhuga á Fágun.
Re: Facebook síða Fágunar
Posted: 7. Jul 2014 09:28
by Eyvindur
Auk þess fór þessi mynd framhjá mér, en ég hefði séð um leið ef þú hefðir póstað inn í grúppu.
Re: Facebook síða Fágunar
Posted: 7. Jul 2014 11:58
by hrafnkell
Já ég sá myndina ekki, og þurfti að leita að henni á fb síðu fágunar. En ég er samt sammála stjórninni að ef þetta væri grúppa þá myndi töluvert af samskiptum færast af spjallborðinu. Hugsanlega skapast meiri umræður, en ég hugsa að það komi niður á spjallborðinu hér. Þarf ekki endilega að vera slæmt samt.. Bara öðruvísi
Ef við tökum einhverja kosti/galla sem mér dettur í hug:
Kostir
* Meiri umræður
* Fleiri sem sjá umræðurnar - til skemmri tíma allavega
* Snjallsímavænt
Gallar
* Leitarvélar finna ekki umræður - Minna recruiting?
* Facebook haters (sem er sí stækkandi hópur) missir af
* Skipulag umræða fer út um þúfur og gamlar umræður týnast
* Facebook.
* Fagun.is tapar traffík, sennilega mikilli - Spjallborð dalar
Re: Facebook síða Fágunar
Posted: 7. Jul 2014 12:08
by æpíei
Takk Hrafnkell fyrir samantektina. Ég hef einmitt verið að reyna að setja þetta fram á svipaðan hátt, en ekki getað komið því alveg fyrir mig
Ég viðurkenni alveg að þetta spjallborð er dálítið þunglamalegt. En það hefur þó einn stóran kost fram yfir FB sem er að það er einfalt að finna gamla þræði. FB er mjög slæm er það varðar og eiginlega bara góð í spontant umræður og fréttaflæði, sem hún reyndar gerir vel. Fágun stendur fyrir umræður og fræðslu svo það er mjög mikilvægt að geta skoðað umræður úr fortíðinni, leitað og endurvakið þræði með frekari upplýsingum eða spurningum. Þar hefur svona spjallborð klárlega vinninginn.
Having said that... Við erum að prófa okkur áfram með að gera þessa síðu hér á fagun.is betri. Við erum að skoða að flytja okkur í annað kerfi sem hefur upp á fleiri kosti að bjóða. Allar umræður, uppástungur og ábendingar eru vel þegnar.
Re: Facebook síða Fágunar
Posted: 7. Jul 2014 14:25
by Eyvindur
Ég held að ef það væri einfaldara og snjallsímavænna að setja inn pósta og myndir hér yrði það til mikilla bóta. Það er í raun eini kosturinn sem ég sé að FB grúppa hefði, en ókostirnir sem Hrafnkell taldi upp eru ansi sannfærandi. Þetta hlýtur að vera gerlegt, jafnvel án þess að skipta um kerfi - plugin og template breytingar ættu alveg að geta gert eitthvað, hefði ég haldið.
Re: Facebook síða Fágunar
Posted: 7. Jul 2014 16:33
by bergrisi
Góð umræða.
Ég held að umræða ætti ekki endilega að færast á Facebook. Fagunarsiðan er mun betri þar. Sem mynda-deilisíða þá er Facebook betra. Held að við getum líka stýrt umræðunni. Reynsluboltarnir svara bara á Fagun.is.
Re: Facebook síða Fágunar
Posted: 13. Jul 2014 11:08
by æpíei
Við settum mánaðarfundinn sem verður á morgun sem viðburð á Facebook síðuna. Nú 2 sólarhringum síðar hafa aðeins 6 manns séð viðburðin. Það virðist sem Facebook sé að biðja um greiðslu fyrir að miðla þessu áfram á þá sem hafa tengst við síðuna. Er það almennt svona sem Facebook virkar núorðið?
https://www.facebook.com/events/522719177861593/" onclick="window.open(this.href);return false;
Re: Facebook síða Fágunar
Posted: 13. Jul 2014 19:37
by bergrisi
Það er mun meðfærilegra að vera með grúbbu á Facebook en síðu. Þá fáum við þetta í yfirlitinu hjá okkur. Þarft ekki að gera þér ferð á síðuna til að sjá hvað er í gangi. Grúbba á Facebook "þvingar" upplýsingar til þín. Ég nota Facebook mikið fyrir mismunandi grúbbur en var ekki búinn að sjá viðburðin á Fágunarsíðunni.
Re: Facebook síða Fágunar
Posted: 14. Jul 2014 12:25
by Eyvindur
Þetta er nefnilega einmitt málið. Facebook síða getur eflaust virkað til nýliðunar, en til að koma viðburðum áleiðis er grúppa margfalt sterkari. Ég missi aldrei af neinu í þeim grúppum sem ég fylgist með. Hef hins vegar ekki séð bofs af Fágunarsíðunni.
Re: Facebook síða Fágunar
Posted: 14. Jul 2014 12:31
by hrafnkell
Það er samt auðvelt að leysa það. Ef maður vill ekki missa af neinu um síðu, þá smellir maður einfaldlega á get notifications.
