Page 1 of 1

Menningarnótt - what's brewing?

Posted: 25. Jun 2014 21:28
by karlp
So, Menningarnótt is coming up, time for another excellent day in the sun, with a pile of kegs of beer. That's right, Fágun's annual keg party is fast approaching! Just a reminder to get brewing if you're planning on bringing a keg this year!

I've got a West Yorkshire Ale coming along, and will be brewing up some more of the house Pale Ale this week. Depending on what else gets drunk around here in the next month or so, I may have a third keg of some Best Bitter.

What else are people bringing? Does anyone want to borrow a keg? I can find a spare, maybe two, and help get them carbonated before hand if someone wants to have their beer kegged for the day.

I know æpíei is bringing kegs for the first time, looking forward to it!

Cheers,
Karl P

Re: Menningarnótt - what's brewing?

Posted: 25. Jun 2014 21:55
by æpíei
Sæll Karl og takk fyrir hvatninguna. ;) Ég er með norður-enskan brúnöl á dagskrá eftir 2 vikur. Hann ætti að vera klár í tíma fyrir þessa veislu. Ég heyrði að Plimmó menn ætli að bjóða eitthvað af sínum eðal drykkjum. Eflaust fleiri að huga að sínum plönum. Það má klárlega fara að hlakka til þessa viðburðar. :skal:

Re: Menningarnótt - what's brewing?

Posted: 26. Jun 2014 11:44
by Eyvindur
Ég sé fram á að mæta með eitthvað. Þar sem ég kemst ekki í að brugga fyrr en eftir nokkrar vikur verður það líklega að vera eitthvað sem ég get hent í á mjög stuttum tíma. Finnst líklegast að ég endi á mild.

Re: Menningarnótt - what's brewing?

Posted: 11. Jul 2014 09:06
by helgibelgi
Ég kem með eitthvað!

Er með bæði hveitibjór og mild í gerjun núna. Spurning hvort annar hvor þeirra mæti á svæðið. Svo er líka séns að maður bruggi eitthvað meira!

Re: Menningarnótt - what's brewing?

Posted: 15. Jul 2014 09:45
by helgibelgi
Ef einhver á ekki kúta en vill samt koma með bjór í kútapartýið, þá get ég lánað amk 1 kút! :fagun:

Re: Menningarnótt - what's brewing?

Posted: 15. Jul 2014 22:20
by karlp
ég get lika lána kút ef eitthvern þarf :)

Re: Menningarnótt - what's brewing?

Posted: 12. Aug 2014 15:42
by æpíei
Minnum á kútapartýið á menningarnótt. Vinsamlegast skráið ykkur á viðburðinum á FaceBook sem fylgir hér ef þið hafið hug á að mæta. Gott væri líka að fá komment ef þið ætlið að koma með marga munna. https://www.facebook.com/events/1539639 ... &source=49" onclick="window.open(this.href);return false;

Enn er hægt að bæta við kútum. Við erum með tóma auka kúta ef þið eigið bjór en ekki kút. Hafið samband með því að senda póst á æpíei eða karlp hér á kerfinu, eða setjið bara inn góða athugasemd hér að neðan.

Hlökkum til að sjá ykkur :)

Re: Menningarnótt - what's brewing?

Posted: 13. Aug 2014 10:28
by Eyvindur
Þar sem tækjakosturinn hjá mér varð fyrir alvarlegum skakkaföllum fyrir skemmstu er orðið útséð með að ég geti mætt með bjór. :(

Re: Menningarnótt - what's brewing?

Posted: 19. Aug 2014 00:30
by viddi
Ég kem með rauðan hoppy hveitibjór ef allt gengur að óskum.

Re: Menningarnótt - what's brewing?

Posted: 19. Aug 2014 01:43
by Bjoggi
Vildi óska að ég kæmi með eitthvað en ekkert verður tilbúið á kút næstu helgi.

Re: Menningarnótt - what's brewing?

Posted: 19. Aug 2014 18:15
by helgibelgi
Því miður verð ég að afboða mig á þennan geggjaða hitting :(

Það er hins vegar alveg möguleiki á því að bjórinn minn verði þarna samt sem áður, þarf eiginlega að skoða það.

Re: Menningarnótt - what's brewing?

Posted: 20. Aug 2014 21:55
by bergrisi
Ég er að reyna að komast og mun þá koma með reyktan hveitibjór á flöskum. Á ekkert á kút.
Hlakka til að hitta ykkur.

Re: Menningarnótt - what's brewing?

Posted: 22. Aug 2014 15:18
by Elvarth
Ég kem með einhverskonar ipa sull á kút.

Re: Menningarnótt - what's brewing?

Posted: 22. Aug 2014 15:24
by æpíei
Frábært! Við erum komin með fullt af flottum bjórum. Keyptum nóg af pylsum og meðlæti, gosi og blöðrum. Veðurspáin er ágæt. Þetta verður skemmtileg samkoma.

p.s. við erum ekki með posa svo ef þið viljið veita frjáls framlög er ágætt að koma með pening eða geta millifært á staðnum. Verðum líka með til sölu hina rómuðu Fágunar boli og glös á mjög sanngjörnu verði.

Re: Menningarnótt - what's brewing?

Posted: 23. Aug 2014 19:39
by Gummi Kalli
Ég vil þakka öllum sem komu með á kút og með því kærlega fyrir okkur. Frábær viðburður, gaman að fá að smakka þetta allt og spjalla um bjórana.

Re: Menningarnótt - what's brewing?

Posted: 23. Aug 2014 19:43
by æpíei
Takk fyrir komuna. Við erum rosalega ánægð með þetta. Metfjöldi kúta og í fyrsta sinn klárast allt (bæði atriði að mér er sagt). Þessi viðburður er búinn að stimpla sig rækilega inn. :skal:

Re: Menningarnótt - what's brewing?

Posted: 23. Aug 2014 22:25
by viddi
Ég þakka fyrir mig - þetta var aldeilis frábær hittingur. Skemmtilegir bjórar, pylsur og ekki síðra spjall við frábært fólk. Strax farinn að hlakka til næsta árs.

Re: Menningarnótt - what's brewing?

Posted: 23. Aug 2014 22:33
by æpíei
Strákarnir sem komu á eftir okkur á grillin voru pulsugerðarmenn. Við erum búin að bera fram bónorð fyrir næsta ár - "it's a match made in heaven" :)

Re: Menningarnótt - what's brewing?

Posted: 24. Aug 2014 15:55
by bergrisi
Frábær dagur.
Húrra fyrir pylsugerðarmönnunum.

Re: Menningarnótt - what's brewing?

Posted: 24. Aug 2014 16:03
by bjorninn
Takk kærlega fyrir mig, þetta var fjör.