Page 1 of 1

"Ferðabar"

Posted: 23. Jun 2014 08:23
by rdavidsson
Við erum nokkrir í vinnunni að fara upp á Arnarvatnsheiði um næstu helgi, og auðvitað var sett í lögn fyrir það (Amber úr BCS). Vegna leti við flöskuþrif og útaf því að BeerGun er ekki komin til Hrafnkels þá þurfti að redda kælingu fyrir bjórinn alla helgina, þetta er ódýrt og þægileg laus, kassinn kostar u.þ.b. 1.500kr hjá Borgarplasti í Mosó:

Image

Þar sem bjórinn klárast pottþétt þá ákvað ég bara að kaupa boltapumpu í Tiger á 600 kall og þrýsta honum út með lofti og spara þannig 3-4 hylki+keg charger!

Re: "Ferðabar"

Posted: 23. Jun 2014 20:37
by Bjoggi
Sniðugt!

Re: "Ferðabar"

Posted: 24. Jun 2014 12:01
by helgibelgi
Er þessi kassi úr frauðplasti eða? Heldur hann alveg vatni?

Re: "Ferðabar"

Posted: 24. Jun 2014 13:52
by rdavidsson
helgibelgi wrote:Er þessi kassi úr frauðplasti eða? Heldur hann alveg vatni?
Já þetta er frauðkassi, já hann er allveg 100 % "vatnsheldur"

Re: "Ferðabar"

Posted: 24. Jun 2014 21:12
by einarornth
Sniðugt. Miðað við það sem ég hef keypt í Tiger mæli ég með að þú kaupir tvær eða þrjár pumpur!