Page 1 of 2

Septemberfundur

Posted: 31. Aug 2009 20:48
by halldor
Sælir

Nú er aðeins vika í fyrsta mánudag septembermánaðar og við erum enn ekki byrjaðir að ræða stað og stund fyrir septemberfund Fágunar.
Eru menn með einhverjar hugmyndir?

Re: Septemberfundur

Posted: 31. Aug 2009 20:49
by Hjalti
Einhver sem vill bjóða fram stað?

Re: Septemberfundur

Posted: 31. Aug 2009 21:23
by Idle
Ég hefði boðið mig fram - ef ég væri meðlimur, og ætti eitthvað gott í gogginn. Er það ekki annars hugurinn sem skiptir máli? :fagun:

Re: Septemberfundur

Posted: 31. Aug 2009 22:04
by Hjalti
Engin er orðinn fullgildur meðlimur ennþá.

Ef þú hefur möguleika að hýsa þetta (Hefur ekki farið yfir 10 manns svona fundur ennþá) þá skalltu endilega gera það :)

Re: Septemberfundur

Posted: 31. Aug 2009 22:17
by valurkris
Hvað þarf maður að gera til að verða fullgildur meðlimur

Re: Septemberfundur

Posted: 31. Aug 2009 22:39
by Andri
borga meðlimsgjald sem er held ég ... 4000 á ári ?

Re: Septemberfundur

Posted: 2. Sep 2009 08:04
by Hjalti
Stemmir.

Hvernig er það? Er engin sem vill hýsa þetta?

Ég myndi gera það ef ég kæmist en ég mun ekki geta komist á þennan fund.

Spurning um að halda hann á t.d. vínbarnum ef engin vill hýsa þetta og fá ókunnuga heim til sín :)

Re: Septemberfundur

Posted: 2. Sep 2009 09:40
by Eyvindur
Ef þetta verða standandi vandræði, og ekki er búist við of mörgum, er möguleiki að gera þetta í skúrnum hjá mér. En hann hýsir aldrei fleiri en 10-12 manns. Þar sem ég er með lítil börn er ekki hægt að vera í íbúðinni...

Re: Septemberfundur

Posted: 2. Sep 2009 12:30
by halldor
Mér líst vel á skúrinn hjá Eyvindi :)
En menn þyrftu þá að skrá sig... ekki satt? Ef fjöldi í skráningu fer yfir einhverja x tölu þá einfaldlega færum við okkur yfir í Plan B. Vínbarinn hljómar vel sem Plan B :)

Re: Septemberfundur

Posted: 2. Sep 2009 14:33
by kristfin
er plan b ekki bara betri kostur.

þeir sem eru nýbyrjaðir hérna og hafa ekki hitt neinn (ég) þora kannski ekki í skúrinn hjá einvherjum. mér var alltaf sagt að vara mig á fólki sem ég hitti á netinu og aldrei fara að hitta þá, þó þeir segist vera 18 ára og foreldrarnir í burtu og það sé 2ja einstaklinga náttfatapartí.

Re: Septemberfundur

Posted: 2. Sep 2009 15:01
by Oli
:D góður

Re: Septemberfundur

Posted: 2. Sep 2009 19:41
by Korinna
Þá gæti Eyvindur leyft börnunum sínum að lúlla í skúrnum og boðið ykkur inn í húsið :punk: hehe ég ætla samt ekki að skipta mér of mikið af, eins og þið hafið kannski giskað á nú þegar kemst ég ekki heldur að sinni :cute:

ES. Sorrý Eyvindur, ég vona að þú tekur þessu ekki illa, þetta var bara smá grín. Gat ekki staðið freystinguna.

Re: Septemberfundur

Posted: 2. Sep 2009 20:12
by Andri
Ég er til í skúrsfund, ég get reddað stólum ef þess þarf.

Re: Septemberfundur

Posted: 3. Sep 2009 12:31
by andrimar
Ef skúrinn hjá Eyvindi klikkar get ég boðið fram húsakynni mín, lítil 50m^2 íbúð. Hef sætapláss fyrir 12 nema e-ir geti komið með útilegustóla og bætt í.

Re: Septemberfundur

Posted: 3. Sep 2009 23:41
by Idle
Fékk jáyrði konunnar í kvöld (held að Freyju smakkið seinnipartinn hafi mýkt hana örlítið!), og hér má hæglega koma allt að 15 manns í sæti.

Re: Septemberfundur

Posted: 4. Sep 2009 07:57
by Hjalti
Frábært, alltaf betra að vera í heimahúsi upp á að geta smakkað afurðir og svo framvegis :)

Re: Septemberfundur

Posted: 4. Sep 2009 10:59
by Eyvindur
Bíddu við, erum við þá að tala um skúrinn minn eða ekki?

Re: Septemberfundur

Posted: 4. Sep 2009 11:01
by Idle
Ég hef ekki hugmynd. Það virðist enginn hörgull vera á framboði húsnæðis, svo vandamálið er orðið að lúxusvandamáli; velja úr möguleikunum. :lol:

Re: Septemberfundur

Posted: 4. Sep 2009 15:01
by ulfar
Þar sem skúrinn hans Eyvindar kom fyrst upp (og hann á heima nálægt mér) vel ég hann.

Re: Septemberfundur

Posted: 6. Sep 2009 10:19
by Eyvindur
Já, ég tek undir það með Úlfari... Stutt að fara fyrir mig.

Re: Septemberfundur

Posted: 6. Sep 2009 10:53
by Eyvindur
Þetta er annað kvöld, ekki satt? Sláum þessu föstu.

Kaldakinn 10 - Bílskúr. Hvernig hljómar hálfníu?

Re: Septemberfundur

Posted: 6. Sep 2009 11:53
by Idle
Eyvindur wrote:Þetta er annað kvöld, ekki satt? Sláum þessu föstu.

Kaldakinn 10 - Bílskúr. Hvernig hljómar hálfníu?
Ljómandi vel!

Re: Septemberfundur

Posted: 6. Sep 2009 12:26
by Stulli
Þar sem að ég verð að vinna annað kvöld bið ég kærlega að heilsa og kemst vonandi næst :beer:

Re: Septemberfundur

Posted: 6. Sep 2009 14:43
by halldor
Eyvindur wrote:Þetta er annað kvöld, ekki satt? Sláum þessu föstu.

Kaldakinn 10 - Bílskúr. Hvernig hljómar hálfníu?
Geggjað :)
Ég mæti!

Re: Septemberfundur

Posted: 8. Sep 2009 10:05
by Hjalti
Takk frábærlega fyrir mig!

Þetta var mikið stuð og ég er ekki frá því að táinn hjá mér fylltist heldur meira en ætlað var :)

En og aftur! Takk fyrir mig :)