Citra wit/saison
Posted: 31. May 2014 17:34
Ég er búinn að stefna að því um nokkurt skeið að gera tvo hveitibjóra úr sömu lögun - gerja sumsé helminginn með T-58 og hinn með WB-06. Þegar á hólminn var komið átti Hrafnkell svo ekki til WB-06, þannig að ég ákvað í flippi að kaupa Belle Saison í staðinn. Henti saman basic wit uppskrift, nema ákvað að nota Citra humla (undir áhrifum frá Sólveigu). Þetta er léttur bjór, með lágt IBU, en verður bragð og lyktarbomba. Ekta sumarbjór.
Ég tók protein rest í 45°C í hálftíma. Meskingin var 90 mínútur í 67°C. Mashout í 75°C í ° 10 mínútur.
Þegar ég var búinn að sjóða í ca. 90 mínútur (skeiðklukkan í símanum slökkti á sér miðja vegu, svo ég þurfti pínu að giska á tímann) var gravity aðeins of lágt, svo ég ákvað að sjóða aðeins lengur. Ekkert víst að þetta klikki.
Hér er uppskriftin:
Það verður mjög spennandi að sjá hvernig þetta kemur út.
Ég tók protein rest í 45°C í hálftíma. Meskingin var 90 mínútur í 67°C. Mashout í 75°C í ° 10 mínútur.
Þegar ég var búinn að sjóða í ca. 90 mínútur (skeiðklukkan í símanum slökkti á sér miðja vegu, svo ég þurfti pínu að giska á tímann) var gravity aðeins of lágt, svo ég ákvað að sjóða aðeins lengur. Ekkert víst að þetta klikki.
Hér er uppskriftin:
Code: Select all
4,00 kg Pilsner (Weyermann) (3,3 EBC) Grain 5 44,4 %
4,00 kg Wheat Malt, Pale (Weyermann) (3,9 EBC) Grain 6 44,4 %
1,00 kg Oats, Flaked (2,0 EBC) Grain 7 11,1 %
50,00 g Citra [12,50 %] - First Wort 5,0 min Hop 8 9,4 IBUs
50,00 g Citra [12,50 %] - Steep/Whirlpool 10,0 Hop 9 7,8 IBUs
100,00 g Citra [12,00 %] - Dry Hop 0,0 Days Hop 10 0,0 IBUs