Page 1 of 1

Complete Hive Mead

Posted: 27. May 2014 16:04
by helgibelgi
Ég keypti mér nýlega bókina Sacred and Herbal Healing Beers: The Secrets of Ancient Fermentation og ákvað að skella í uppskrift úr henni af fornaldarmiði. Uppskriftin líkir eftir því að nota heilt býflugnabú í mjöð. Samkvæmt bókinni notuðu menn í (eld)gamla daga allt býflugnabúið til þess að búa til mjöð. Það var soðið í vatni til þess að leysa hunangið úr og með fylgdu reiðar býflugur, propolis (býþétti?), frjókorn, drottningahunang og allt annað úr búinu. Samkvæmt bókinni hafa öll þessi efni (auk hunangs) undraverða eiginleika sem eiga að lækna ýmislegt og framlengja lífið.

Uppskrift

Uppskriftin úr bókinni er fyrir 3-4 gallon (í raun ekki tilgreint):

6 pounds Wildflower Honey
1 ounce propolis
1 ounce bee pollen
1 ounce royal jelly
3 gallon water
yeast

Ég gerði 4 lítra uppskrift (ca. 1 gallon). Ég vildi hafa mjöðinn almennilega sterkan þannig að ég notaði meira hunang. Uppskriftin kallaði einnig á að sjóða hunangið fyrst í hálftíma, en samkvæmt því sem ég hef lesið um mjaðargerð virðist tískan í dag vera að sjóða ekki. Þess vegna sleppti ég því. Uppskriftin varð því hjá mér:

4x450 gr Lífrænt Villiblóma Hunang
10 gr Propolis (býþétti)
10 gr Frjókorn
10 gr drottningahunang (royal jelly)
S-04 þurrger, einn pakki
Wyeast gernæring 1 tsk
Diammonium Phosphate 1/2 tsk
Original Gravity - 1.133

Aðferð

Byrja á því að þrífa og sótthreinsa gerjunarílát:
mjodur1.jpeg
mjodur1.jpeg (93.49 KiB) Viewed 12355 times
Hita hunangið til þess að auðveldara sé að hella því ofan í gerjunarílátið og svo það leysist betur upp í vatninu:
Hunang hitað upp.jpeg
Hunang hitað upp.jpeg (94.27 KiB) Viewed 12355 times
Lífrænt hunang í mjöð.jpeg
Lífrænt hunang í mjöð.jpeg (79.12 KiB) Viewed 12355 times
Frjókorn.jpeg
Frjókorn.jpeg (79.16 KiB) Viewed 12355 times
Proposis.jpeg
Proposis.jpeg (77.24 KiB) Viewed 12355 times
Drottningarhunang.jpg
Drottningarhunang.jpg (85.74 KiB) Viewed 12355 times
Það sem ég gerði var að hella hunanginu í gerjunarílátið með trekt. Síðan leysti ég upp propolis, frjókornin og drottningahunangið í sótthreinsuðu glasi í heitu vatni. Síðan er því hellt út í gerjunarílátið (öllu saman, ósíað). Varúð: propolis breytist í þykka dökka leðju sem límist við allt. Þið viljið fá það allt í gerjunarílátið.

Áður en ég setti gerið út í leit þetta svona út:
Complete Hive mjodur fyrir gerjun.jpg
Complete Hive mjodur fyrir gerjun.jpg (95.04 KiB) Viewed 12355 times
Planið er svo að láta þetta gerjast í um það bil mánuð í primary. Fleyta síðan yfir á annað ílát og leyft að liggja lengur. Hugsanlega fleyta svo aftur (eða nokkrum sinnum í viðbót). Læt ykkur vita hvernig þetta kemur út (eftir kannski 6-12 mánuði).

Re: Complete Hive Mead

Posted: 28. May 2014 08:49
by Eyvindur
Hljómar geðveikt spennandi.

BTW - orðabókanörd varð að fletta propolis upp...
býþéttir, própólis, efni sem hunangsflugur nota til viðgerða á búi sínu (notað í náttúrulyf)

Re: Complete Hive Mead

Posted: 15. Aug 2015 10:56
by thorgnyr
Kom eitthvað út úr þessu?

Ég hef reyndar verið að skoða leiðir til að komast yfir heilt bú fyrir villibjórgerð, en það er ekki það sama, bú og bú...

Re: Complete Hive Mead

Posted: 16. Aug 2015 22:00
by helgibelgi
thorgnyr wrote:Kom eitthvað út úr þessu?

Ég hef reyndar verið að skoða leiðir til að komast yfir heilt bú fyrir villibjórgerð, en það er ekki það sama, bú og bú...
Já, þessi kom vel út. Besti mjöður sem ég hef gert!