Page 1 of 1
Hop Spider
Posted: 26. May 2014 00:38
by Bjoggi
Sæl- ar/ir,
Hefur einhver reynslu af hop spider?
Hef séð á netinu að þetta hjálpi með grugg í bjór.
Sumir segja að nota humla poka í suðu myndi óæskilegt bragð.
kv,
Bjorgvin,
Re: Hop Spider
Posted: 26. May 2014 09:10
by hrafnkell
Gruggið í lokaafurðinni verður ekkert minna þótt þú notir eitthvað til að sía humlana frá í suðu. Það eina sem það gerir er að þú færð minna af þeim í gerjunarfötuna.
Sumir hafa lent í vandræðum með under extraction ef pokarnir eru of litlir eða leikur of lítið um humlana í pottinum.
Ég set humlana alltaf bara beint í pottinn og hef litlar áhyggjur af því þó eitthvað fari í gerjunarfötuna.
Re: Hop Spider
Posted: 26. May 2014 10:17
by æpíei
Tek undir með Hrafnkeli. Best að setja humlana í suðuna til að þeir gefi örugglega fullt bragð. Þú getur hellt virtinum gegnum sótthreinsaða sigti ef þú vilt losna við eitthvað af humlunum. En það er í fínu lagi þó eitthvað af þeim fari í gerfötuna.
Re: Hop Spider
Posted: 26. May 2014 11:04
by Eyvindur
Ég nota hop spider til að lágmarka líkurnar á því að dælan hjá mér stíflist. Ég er með ríflega stóran poka. Virkar mjög vel. Einstaklega þægilegt. En langt frá því að vera nauðsynlegt.
Re: Hop Spider
Posted: 27. May 2014 08:32
by Plammi
Ég ég nota svona
sigti sem passar akkúrat á gerjunarfötu. Næ þannig að sía út mesta draslið og næ í leiðinni að lofta vel um virtinn.
Re: Hop Spider
Posted: 28. May 2014 12:39
by sigurdur
Ég nota hop spider með stórum poka .. ég er mjög ánægður með niðustöðurnar sem ég hef fengið seinustu 2 árin með slíku tæki.