Page 1 of 1

Geiri

Posted: 30. Aug 2009 23:09
by Geiri
Sælir félagar

Ég rambaði inn á þessa yndislegu síðu eftir að hafa lent á spjalli við drykkjurút mikinn í glersalnum í kópavogi. Hann var þar rétt búinn að fá sér í annan fótinn þegar ég tók hann tali og þegar ég fylgdist með honum það sem eftir lifði kvölds sá ég að hann fyllti vel á hinn líka eins og við hin.
Takk fyrir skemmtilegt kvöld og til hamingju með gamla, Andri ;)

Annars heiti ég Ásgeir kallaður Geiri, ég hef drukkið í mörg ár en eftir að kreppan skall á er það orðið svo dýrt að ég fór og keypti mér byrjanda sett hjá Ámunni og hugðist laga mína eigin drykkjarlínu. Því næst fór ég í Vínkjallarann og keypti þar einn kassa af Sentimento cabernet/merlot rauðvíni. Hefur einhver reynslu af því? eða efnum frá Vínkjallaranum? Þetta er nú allt tiltölulega nýskeð og ég er ekki enn farinn að gangsetja enn reporta hér um leið og ég finn á mér.

Annars væri gaman að sjá hér úttektar þráð á efnum sem eru á boðstólum hér heima ef það er ekki nú þegar komið.

Hlakka til að lesa þennan vef yfir og hjálpa til við að skapa hér skemmtilegt samfélag.

Re: Geiri

Posted: 31. Aug 2009 00:21
by Andri
Sælir, velkominn á spjallið. Hef því miður ekkert prófað af þessum efnum en ég er með Johannesberg Riesling hvítvín frá ámunni sem kostaði eitthvað um 14995 eða 15000 kall. Það er ennþá að leika sér í gler carboyinu mínu og afa. Ég hef bara prófað örfá bjór kit úr ámunni og er bara nýgræðingur enn og get ekkert sagt hvað er gott og hvað er ekki gott. En ég hef verið að lesa um bjórgerð frá byrjun 2008 þannig að það er ágætlega mikið af fróðleik hérna

Re: Geiri

Posted: 31. Aug 2009 00:44
by Geiri
Takk Andri
Þetta er frábær síða og æðislegt að hafa aðgang að öllum þessum fróðleik fyrir svona grænjaxla eins og mig.

Re: Geiri

Posted: 31. Aug 2009 07:36
by Hjalti
Vertu velkominn Geiri

Endilega deildu reynslu þinni af þessum pakka, ég var einmitt að skoða svipaðan pakka til að búa til hvítvín um daginn.

En ég hef ekki klárað þá skoðun :)

Verður gaman að fylgjast með því sem þú ert að gera.

Re: Geiri

Posted: 31. Aug 2009 20:02
by nIceguy
Blessaður og velkominn