Page 1 of 1

Hvað á ég að heimsækja í London, Newcastle og Dublin?

Posted: 19. May 2014 19:00
by astaosk
Ég er á leiðinni til Bretlandseyja núna í næsta mánuði, nánar tiltekið til London, Newcastle og Dublin og er að pæla hvort þið séuð með pointera um staði/bari sem væri gaman að heimsækja? Við erum miklir aðdáendur Brewdog og ætlum að heimsækja Brewdog barina og nýju Brewdog flöskubúðina sem er einmitt í sömu götu og hótelið okkar í London. Í Dublin erum við hluti af stærri hóp og munum fara í Guinness verksmiðjuna og smakka ýmislegt á " GUINNESS Connoisseur Experience".

En já - við viljum helst smakka sem mest af skemmtilegum bjórum á þessum 10 dögum!

Re: Hvað á ég að heimsækja í London, Newcastle og Dublin?

Posted: 20. May 2014 13:42
by Plammi
Orðið ansi langt síðan ég fór til Newcastle og London, og aldrey komið til Dublin, þannig að ég get lítið hjálpað þar.
En fyrir ekki svo löngu síðan var ég í Reading og þá notaðist ég bara við CAMRA síðuna til að fynna góða bari (CAMRA stendur fyrir Campain for Real Ale). Þeir eru aðeins búnir að uppfæra sig í dag og eru komnir með þessa síðu til að finna bari. Hugsa samt að þarna er fólk meira að fókusa á enska ölið heldur en einhverja bjórgerðargéðveiki.

Re: Hvað á ég að heimsækja í London, Newcastle og Dublin?

Posted: 20. May 2014 14:06
by Eyvindur
Já, real ale er oftast enskt öl, en maður fer ekki til London án þess að fá sér gott Cask Ale. Bara ekki kaupa slíkt á litlum hverfispöbbum, nema þeir séu þeim mun fjölsóttari, því ég hef lent í því að fá skemmdan bjór á cask. Það var ekkert spes.

Ég leita alltaf uppi keðjurnar, eins og Witherspoon, því þar er nóg að gera, alltaf góður bjór á cask (róterandi, oft til eitthvað frá spennandi, litlum brugghúsum (jafnvel Brewdog ef maður er heppinn)) og fínn matur líka.

Annars mæli ég með Kris Wines. Hrikalega skemmtileg búð, en smá moj að komast þangað.
Addressan er:
Kris Wines
394 York Way, Lower Holloway
Holloway, Greater London

Svo hefur mig alltaf langað í heimsókn í Fuller's.

Re: Hvað á ég að heimsækja í London, Newcastle og Dublin?

Posted: 21. May 2014 11:22
by Snordahl
Ég var í London í mars og get mælt með nokkrum stöðum.

London Fields brewpub: http://londonfieldsbrewery.co.uk/" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;
Þetta er lítill brewpub rétt hjá London Fields garðinum í Hackney hverfinu, mjög skemmtilegur staður og mjög vinsæll. Mæli með að mæta snemma ef þið ætlið að fara og bóka túr fyrirfram. Þeir halda mikið upp á hefðirnar og eru með marga bjóra á cask. Hluti af túrnum var að smakka bjórana frá þeim og fengum við að smakka ESB, IPA og porter. Við smökkuðum alla bjórana bæði á cask og keg og það kom mér skemmtilega á óvart að bjórarnir voru töluvert betri á cask en keg.

Craft beer co: http://thecraftbeerco.com/" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;
Þetta eru barir hér og þar um London með endalaust úrval af craft bjór. Hér er líka hægt að smakka enska cídera sem eru mjög góðir. Mæli hiklaust með að kíkja á einhvern af þessum börum.

BrewDog:
Fór á BrewDog barin í Camden hverfinu. Þeir eru með eina dælu þar sem þeir kalla the Hopinator, mæli með að tékka á henni.