Page 1 of 1
Beatsuka Brew - fyrsta tilraun
Posted: 18. May 2014 01:15
by Beatsuka
Jæja loksins loksins loksins er maður kominn með græjur til þess að skella í sinn eiginn bjór!
Ég geri mér fulla grein fyrir því að mikill meirihlti hérna eru margfalt reyndari en ég í þessu og hafa eflaust lítinn áhuga á því að lesa um byrjunarbrugg nýliða en ég ákvað engu að síður að skella þessu hérna inn fyrir þá sem gætu haft áhuga.
Fyrir valinu varð byrjendapakkinn frá brew.is þar sem megnið af þeim pening sem maður átti hefur nú farið í íbúðarkaup og að gera íbúðina upp að mestu (allt nema eldhúsið)
Tel það óþarfi að fara útí setup-ið hjá manni þar sem allir hérna væntanlega vita hvernig byrjendasettið hjá Hrafnkelli er.
Fyrir þá sem ekki vita, þá má sjá það hér:
http://www.brew.is/oc/BIABStartKit" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;
Fyrsta lögn hófst núna laugardagskvöldið 17.5.2014 eftir mikla sóttreinsun á öllu viðkomandi og var skellt í Bee Cave sem fylgdi pakkanum.
Þegar þetta er skrifað er suðan í fullum gangi.
Meskjunin tókst vel og kom það mér mikið á óvart hversu auðvelt var að halda hitastiginu á réttu róli, réttara sagt þá var það of auðvelt þar sem þegar 30 min voru liðnar af meskjun mældi ég hitastigið og var það þá 65,8°c (byrjaði í 72,5°c)
ákvað ég þá að lifta pokanum upp og kveikja snögglega á elementunum og áður en ég vissi var ég kominn í 70,3°c.
slökti þá strax og þegar 60min voru liðnar þá sat hitastigið í 68,1c.
ég var reyndar með lokið á fötuni mest allan tímann sem hjálpaði eflaust mikið.
það tók u.þ.b. 5-10 min að fá upp suðu eftir að ég kreysti megnið af vatninu úr korninu.
Ákvað ég að sjóð virtinn ofaná eldavélinni hjá mér og nota gufugleypinn til þess að losa mig við mestallan rakann beint út, tók ég þá eftir því að það dropar aðeins niður úr houm aftur ofaní fötuna ... sem betur fer er þetta nýr gufugleypir en það er spurning hvort þetta muni hafa slæm áhrif á bjórinn?? enda ekki beint sótthreinsað dæmi...????
ég á því miður engann kælispíral til þess að kæla viritnn strax niður þannig að um leið og þetta hefur klárað að sjóða þá mun ég setja lokið á fötuna og leifa þessu að kólna þar til á morgun. Þá mun gerjunin hefjast!
Ég er virkilega spenntur fyrir þessu öllu enda mikill öfgamaður þegar kemur að áhugamálum og mun væntanlega ekki líða að löngu þar til ég mun vera kominn með nýrri og betri græjur til að leika mér með.
Allar ábendingar eru vel þegnar af hvaða sort sem þær kunnu að vera.
Hér eru svo nokkrar myndir frá kvöldinu:
Græjurnar
Mesking in progress
Humlar
Froðu skrímslið
fínasta suða

Re: Beatsuka Brew - fyrsta tilraun
Posted: 18. May 2014 01:24
by Beatsuka
Jæja kom smávægilegt babb í bátinn svona rétt í lok suðunar..
Þegar u.þ.b. 12-15min voru eftir af suðuni tók ég eftir því að virturinn virtist kominn vel niðurfyrir 20 lítra merkið. s.s. mikil uppgufun í gangi.. maður sér það auðvitað ekki nákvæmlega þegar suðan er í fulllu fjöri en mér sýndist hann vera í ca. 18-19Lítrum.
Ákvað ég þá skv. ráði frá félaga að setja lok á fötuna en þó skilja eftir smá rifu, ca. 2-3 cm, til að hleypa gufuni út.. setti lokið á, fór að ná mér í nýjann bjór í næsta herberi en þegar ég kem til baka þá var búið að sjóða uppúr... ÚBS!
mikið af humlum var utaná tunnuni og nú þegar suðan er búin er virturinn komin niður í 18-18,2 Lítra.. kanski ekki alslæmt en ef ég hefði sleft þessu rugli með lokið þá hefði þetta kanski endað í 19Lítrum. Vona bara að humlatapið hafi ekki verið of mikið
vonandi hefur þetta ekki mikil áhrif á bjórinn, geri ekki ráð fyrir því en maður veit aldrei.. allavega ekki svona nýgræðingar eins og maður sjálfur..
Note to self: ekki loka fötuni að hluta í suðu...
ohwell. við lærum víst alltaf af mistökum!!

Re: Beatsuka Brew - fyrsta tilraun
Posted: 18. May 2014 09:33
by Eyvindur
Suða sótthreinsar, þannig að það breytir ekki miklu þótt pöddur detti ofan í suðuna. Verra væri að fá fitu eða eitthvað. Annars til hamingju með jómfrúarbruggið. Fall er fararheill og það allt.
Re: Beatsuka Brew - fyrsta tilraun
Posted: 18. May 2014 10:20
by hrafnkell
Jæja þetta er allt á réttri leið hjá þér
Nokkrir punktar:
1. Í meskingu er gott að láta pokann fara yfir brúnirnar á fötunni í staðinn fyrir að hnýta hann svon til hliðar. Þannig leikur meira vatn um kornið, auðveldara að hræra og mæla hita og fleira
2. Það er óþarfi að bæta hita á meskinguna í miðjum klíðum, og getur í þínu tilfelli valdið vandræðum þar sem hitinn fór yfir 70°C og þá drepur þú ensímin. Frekar bara ná réttum hita í byrjun og einangra fötuna svo vel með handklæðum eða gömlum kuldagöllum. Svona ætti hitinn bara að falla um 1-2 gráður í meskingunni.
3. Ég sé að þú hefur verið að sjóða á báðum elementum, það er óþarflega kraftmikil suða. Þessvegna minnkaði svona ört í fötunni hjá þér. Eitt element viðheldur passlegri suðu, tvö element eru bara til þess að spara manni tíma í hitun á milli skref (t.d. úr köldu í meskingu, úr meskingu í suðu)
4. Þegar það gufar meira upp en gert var ráð fyrir þá er í góðu lagi að setja kalt vatn til að bæta upp tapað vatnsmagn. Fyrir gerjun. Það er samt ráðlegt að mæla sykurmagnið fyrst, til að sjá hvort maður hafi hitt á rétt gravity og þynna skv því frekar en að hitta á nákvæmt magn af virti.
Fyrsta bruggun og þá eru smá mistök alveg eðlileg, þetta verður sennilega vel drekkanlegt samt

Hvað endaði sykurmælingin í?
Re: Beatsuka Brew - fyrsta tilraun
Posted: 18. May 2014 10:31
by Beatsuka
Takk fyrir punktana. vel þegið
Sykurmæligin kemur í ljós þegar þetta hefur kólnað nóg. er rétt komið niður í 38°c eftir nóttina. var að láta mér detta í hug að hella þessu yfir í gerjunarfötuna núna og kæla hana niður í baðinu - ekki spenntur fyrir því að kæla niður suðutunnuna í baðinu útaf element pluggunum.
u.þ.b.17.8 lítrar virðist ætla að vera loka niðurstaðan nema þá að sykurmælingin bjóði mér uppá það að bæta við vatni.
en já það er nú alveg búist við nokkrum byrjunarvandræðum. Nú er bara að fjárfesta í kælispíral og prófa aftur eftir 3-4 vikur

verður spennandi að sjá hvernig þetta kemur út samt.
en hvað er það sem gerist ef maður drepur ensímin með of miklum hita'? s.s hvernig áhrif hefur það á ferlið / lokaniðurstöðuna? :/
Re: Beatsuka Brew - fyrsta tilraun
Posted: 18. May 2014 13:42
by Eyvindur
Í fyrsta lagi drepast ensímin ekki bara einn tveir og þrír - það tekur svolítinn tíma. Og í öðru lagi lifa þau nú held ég alveg af 70°C - það er nær 75°C sem þau eru farin að drepast alveg. Þannig að ég myndi ekki hafa áhyggjur af því.
Ég myndi svo mæla með kælispíral. Það er ekki góð latína að kæla hægt nema þá í loftþéttum umbúðum (gúglaðu no-chill brewing til að sjá téðar umbúðir). (Ég hef reyndar alveg gert það, en það býður óneitanlega hættunni heim.) Auk þess er ég nokkuð viss um að það er miður sniðugt að láta þetta standa lengi í fötu með elementum. Gæti trúað því að það gæti valdið tæringu eða einhverju leiðinlegu - án þess að vita það.
Re: Beatsuka Brew - fyrsta tilraun
Posted: 18. May 2014 14:05
by Beatsuka
Já ég er 100% á því að það verður kominn kælispírall fyrir næstu lögn. bæði er það held ég öruggara og auðvitað fljótara.. ekki spurning.
Suðufatan stóð lokuð meðan kæling átti sér stað til þess að minka hættu á óæskilegum hlutum/efnum í virtinn.
í morgun færði ég þetta svo yfir í gerjunartunnuna og skellti henni lokaðari út við svalarhurðina en það virkaði hægt þannig að ég lét renna kalt vatn í baðið og lét fötuna standa í því.
Þegar ég náði 21-22°c hita á virtinum mældi ég OG og fékk út 1053 - Það er held ég bara flott en ég ákvað engu að síður að bæta við 1 Líter af köldu vatni útí virtinn til þess að auka magnið aðeins og fékk ég þá OG 1052-1051 (erfitt að fá nákvæma tölu þar sem mig vantar almennilegt ílát til að mæla í - notaði plasthólk uutanaf hitamælinum en hann er helst til of grannur.
Gerið er nú komið útí, fatan lokuð og vatnslásinn kominn á! nú tekur við þolinmæðisleikurinn mikli. langar helst að geta tappað á flöskur 28 maí en það gæti verið bjartsýni í mér. Er nefnilega að fara suður þá og hitti þá mögulega nokkra bruggfélaga og væri til í að gefa þeim flösku til að smakka síðar. en ég held að best væri að geyma þetta lengur í gerjun.
Fékk þessi bjór nafnið "BBC" eða "Beatsuka Bee Cave"
Vantar vatn í vatnslásinn á myndinni. því var reddað strax.

Re: Beatsuka Brew - fyrsta tilraun
Posted: 18. May 2014 17:22
by Eyvindur
Ekkert útilokað að þú getir tappað á flöskur eftir 10 daga. Mældu gravity 3 daga í röð (byrjaðu eftir viku, semsagt) og ef það helst óbreytt er þér óhætt að tappa. Hann gæti orðið svolítið grænn á flöskunni, fyrsta kastið, en ætti alveg að ná að þroskast. Ég myndi ekki mæla með því að setja svona snemma á flöskur, en maður hefur svo sem alveg gert þetta endrum og eins.
Re: Beatsuka Brew - fyrsta tilraun
Posted: 18. May 2014 22:21
by helgibelgi
Til hamingju með fyrsta brugg!
Mér finnst alltaf gaman að lesa svona byrjendasögur! (eiginlega bara allar bruggsögur!)
Kælispírall klárlega! Annað sem ég vil benda þér á er að þrífa elementin mjög vel áður en þú leggur í næstu lögn! Þau eiga að líta út alveg eins og ný (glansandi og engin skán neinstaðar). Pottastál eða hvað sem þetta kallast hjálpar þér við að ná þessu svona flottu! Ef það er einhver skán á þeim mun hún brenna við í næstu lögn og koma óbragði í bjórinn (mjög vont).
Re: Beatsuka Brew - fyrsta tilraun
Posted: 19. May 2014 01:21
by bergrisi
Flott hjá þér.
Mæli með því að menn pósti hérna sínu byrjendabruggi. Þú lærir af þeim sem eru lengra komnir því þetta flotta samfélag er mjög hjálpfúst. Ég hef fengið helling af ábendingum og lært helling af þessum reyndu hérna inni. Svo lærum við líka af mistökum annarra.
Þú segir að þú hafir verið í vandræðum með að mæla sykurmagnið. Ég hef alltaf sett mælirinn beint útí gerjunarfötuna. Passa mig á að sótthreinsa hann vel. Nenni ekki að vera að taka smá magn og setja í mæliglas.
Gangi þér vel með þennan bjór og alla bjóra framtíðarinnar.
Re: Beatsuka Brew - fyrsta tilraun
Posted: 19. May 2014 23:00
by Beatsuka
Takk kærlega fyrir svörin og ráðin allir saman. frábært að fá ráð frá reyndari bruggurum og tek ég þeim fagnandi!
Ég held ég stressi mig ekkert á því að skella BBC á flöskur fyrr en ég kem aftur norður. gefa honum s.s. alveg 15-16 daga í gerjum.
Ég verslaði mér almennilegt svona hátt mæliglas (sience lab dæmi sem ég man aldrei hvað heitir) en las svo commentið frá Bergrisa um að setja flotvogia bara beint í fötuna.. maður getur auðvitað alveg eins (og jafnvel auðveldar) sótthreinsað flotvogina eins og einhverja könnu etc. til að veiða upp virtinn. en spurning hvor er auðveldara að lesa af...
Varðandi elementin sá ég einmitt að það var hvít/ljósgrábrún skán á þeim öllum þegar ég var búinn að hella yfir í gerjunarfötuna og ég tók elementin bara beint úr og þreif þau einmitt með svona pottasvampi þar til ég sá ekki lengur skán. vona að það hafi dugað!
Eitt sem ég var að velta fyrir mér. hvað gerir fólk hér varðandi humlana. skellið þið þeim bara beint ofaní virtinn í suðu eða setjið þið humlana í meskipoka eða e-h annað? fanst koma svo mikið af gumsi með þegar ég hellti virtinum yfir í gerjunarfötuna... kanski er það bara normal.?
en núna er þetta byrjað að gerjast hjá mér á fullu. bubblar í loftlásnum stanslaust og ekkert nema hamingjan með það!

nú er bara að bíða rólegur!

Re: Beatsuka Brew - fyrsta tilraun
Posted: 20. May 2014 00:57
by drekatemjari
Ég er ekkert að hafa áhyggjuru af humlunum eða break efninu sem myndast í suðunni lengur.
Ég helli bara öllu yfir í gerjunarfötuna og leyfi að gerjast í tvær til þrjár vikur með cold crashi í lokin.
Þegar ég geri mjög humlaða bjóra nota ég þó venjulegt sótthreinsað sigti og helli virtinum í gegnum það á meðan ég hristi það fram og til baka svo það stíflist ekki strax og næ þannig megninu af humlunum frá.
Finnst eitthvað óþægilegt að vera með 200-300 grömm af humlum í tunnunni á meðan á gerjuninni stendur en hef þó einnig sleppt því að sía þá frá og get ekki sagt hvort það skipti einhverju máli. Flestir mínir bjórar verða tærir og girnilegir með tímanum, sérstaklega þó eftir að ég fór að cold crasha í lok gerjunar.
Re: Beatsuka Brew - fyrsta tilraun
Posted: 21. May 2014 21:30
by Beatsuka
Snilld. gott að vita það. Get þá farið báðar áttir með þetta ef ég svo kís í framtíðinni.:
Cold crash er eitthvað sem ég hef ekki skoðað sjálfur. takk fyrir að benda mér á það. verð að kíkja á það

Re: Beatsuka Brew - fyrsta tilraun
Posted: 21. May 2014 21:43
by Eyvindur
Jamil varar við að kæla of hratt - vill meina að það geti stressað gerið og valdið off bragði. Mælir með því að kæla hægt og rólega á nokkrum dögum. (Ég hef gert hvort tveggja og ekki fundið mun - þetta er bara disclaimer.)
Re: Beatsuka Brew - fyrsta tilraun
Posted: 3. Jun 2014 23:05
by Beatsuka
Jæja. smá update.
BBC var meskjaður og soðinn 17.Maí og settur í gerjun 18. Maí.
OG var 1051 með 19L af virti
Núna 3. Júní mældi ég síðan FG og það stendur í 1010 u.þ.b.
Skv. Brew.is á FG að vera 1.010 - 1.012 þannig að væntanlega gæti ég tappað honum á flöskur í kvöld ef ég svo vildi..
Ég ættla engu að síður að gefa þessu 2 daga í viðbót. mæla aftur á fimmtudagskvöldið. ef þetta er eins þá (sme ég geri ráð fyrir) þá mun ég fleita þessu yfir í aðra fötu, leifa því að standa fram á laugardag og tappa þá á flöskurnar. held það sé ágætis plan bara

Re: Beatsuka Brew - fyrsta tilraun
Posted: 4. Jun 2014 10:09
by hrafnkell
Sennilega alveg óhætt að setja á flöskur.
Athugaðu samt að uppskriftin ræður ekki nema smávegis um hvað FG verður - Það sem skiptir hvað mestu er meskihitastigið, en einnig hvaða ger er notað og við hvaða hitastig var gerjað. Öruggasta leiðin til að sjá hvort gerjun sé lokið er að taka tvær sykurmælingar með 2-3 daga millibili og ef þær eru eins þá er bjórinn sennilega fullgerjaður. Ég er venjulega ekkert mikið að velta mér upp úr þessu, ég gef bjórnum bara 2-3 vikur í gerjunarfötu og kalla það svo gott. Maður fær tilfinningu fyrir þessu með tímanum.
Svo er ágætt að hafa það á bakvið eyrað að þó gerjun sé búin eftir viku eða jafnvel minna, þá er gerið oft enn að vinna í virtinum þó mest af sykrinum sé búinn. Bjórinn þroskast heilmikið á þeim tíma og því ágætt að gefa bjórnum alltaf meiri en minni tíma í gerjunarfötu.
Re: Beatsuka Brew - fyrsta tilraun
Posted: 4. Jun 2014 14:47
by bergrisi
Gaman að þessu.
Fyrsti bjórinn er erfiðasti bjórinn. Skíthræddur allan tíman að gera einhver mistök og svo þarf maður að bíða svo ROSALEGA lengi eftir að smakka fyrsta bjórinn. (sem verður sá versti af öllum bjórunum í löguninni). Byrjendabruggarar eru óþolinmóðari en litlir krakkar að bíða eftir jólunum.
Svo er bara málið að gera næsta bjór sem fyrst og helst vera með fleiri en eina fötu að gerjast í einu. Það er hægt þegar maður er kominn með soldin lager af bjór og hefur þroskað með sér smá bjórgerðarþolinmæði.
Reyndar er sumt sem breytist aldrei það er þessi spenna eftir fyrsta smakki. Setti dobbelbock og oktoberfest bjóra á flöskur á sunnudag og tíminn lýður óþolandi hægt. Ætla að smakka þá um helgina en helst geyma fram á haust.
Þakka þér fyrir góðan þráð og skemmtilegar myndir og skora á alla byrjendabruggara að vera duglegir að deila sinni upplifun með okkur þessum "gömlu".

Re: Beatsuka Brew - fyrsta tilraun
Posted: 5. Jun 2014 23:08
by Beatsuka
Snilld. takk kærlega fyrir ykkar athugasemdir, skoðanir og comments varðandi þetta

Algjör snilld að fá þannig fyrir svona nýliða eins og mig
En jæja. þá er komið að næstu uppfærslu í þessari byrjanda hringavitleysu ef svo má að orði komast. Maður skiptir um skoðun oftar en maður opnar sér bjór...
Allavega ákvað ég það að mæla aftur FG núna 2 dögum síðar og er að fá þetta 1.011-1.012 ca þannig að FG er ekki að fara neitt neðar virðist vera.
Ég tók mig því til og sótthreinsaði hina gerjunarfötuna mína (þarf að kaupa fleiri svo hægt sé að hafa fleiri lagnir í gangi í einu!!) ásamt því að sótthreinsa syphon-inn - kom mér fyrir inní eldhúsi og byrjaði að fleyta yfir í nýju fötuna.. þetta er ekki hugsað sem secondary fermentation enda verður virturinn einungis í þessari fötu þar til á laugardag þó svo að auðvitað mun það vera viss secondary ferment á þeim tíma. Þetta er aðalega hugsað til þess að fá tærari bjór á flöskurnar.. kanski virkar þetta ekkert en mér fanst einhvernveginn þæginlegara svona í fyrsta skipti að "æfa mig" í að fleyta á milli áður en ég fleyti svo yfir sykurinn og tappa á!
Fleytingin gekk vel og held ég að ég náði góðri nýtingu án þess að taka of mikið af gruggi með (slapp rétt aðeins í allra síðustu millilítrunum grunar mig)
Enda útkoman er rétt ca. 17 Lítrar af "hreinum" bjór og er það aðeins minni nýtni en ég var að vonast eftir, en það er jú mikið útaf því að ég ofsauð hann í suðuni
Hér eru síðan 6 myndir frá kvöldinu. Hlakka til Laugardagsins þegar þetta verður loksins sett á flöskur! Síðan á ég von á vini að sunnan þann 16. Júní og það er spurning hvort að maður eigi að þora að smakka fyrsta bjórinn þá aðeins rétt rúmlega viku gamall á flösku... en það yrði þá auðvitað með litlum væntingum og vitneskju um að þetta er of snemmt...
FG Mæling - skilaði um 1.011-1.012 sýnist mér
Allt klárt til að fleyta á milli!
Fékk konuna til að smella af einni af mér í fullu fjöri...
Get ekki betur séð en að liturinn sé nokkuð ágætur!
Rétt ca. 17 Lítrar! rúmir 2 Lítrar af botnfalli semsagt.
mmmmmm botnfall!!
Er strax byrjaður að plana næstu lögn. ættlaði að kaupa af Hrafnkelli hráefni þegar ég var í Reykjavík síðustu helgi en þar sem maður er með 8 mánaða gutta sem allir þurfa að sjá og kreista þá varð lítið úr því sökum tímaleysis.. verð bara að panta með pósti!
Skál!

Re: Beatsuka Brew - fyrsta tilraun
Posted: 8. Jun 2014 02:41
by Beatsuka
Jæja þá er þetta allt að vera komið! Átöppun átti sér stað í kvöld/nótt á BBC og gekk að ég held bara mjög vel! Nú er bara að vona að bjórarnir springi ekki allir inní skáp á næstu dögum
Auðvitað vita flestir hér hvernig átöppun gengur fyrir sig en ættla ég engu að síður að skrifa niður ferlið hjá mér þótt ekki sé nema bara fyrir mig og kanski nokkra nýliða sem gætu nýtt sér þetta. og jú kanski einhver geti spottað galla hjá mér og leiðbeint manni útfrá þeim!
Þetta byrjaði allt á því að ég var með þetta rétt ca. 17 Lítra af bjór sem var búinn að vera í "secondary" í 2 daga (aðalega hugsað til að minka grugg), ég blandaði 114-115 Gr af sykri útí ca 250ml af vatni og hitaði það í potti upp að suðu, hrærði vel í og blandaði sykrinum vel saman við vatnið og skellti því í tóma fötu.
Fleytti síðan bjórnum yfir í fötuna með sykurvatninu í lét það standa meðan ég sótthreinsaði allar flöskurnar. (tímafrekt er það nú) eftir að hafa blandað því saman var ég mér slétta 17 Lítra.
Eftir að allar flöskur (og tappar) voru sótthreinsaðar og fínar var hafist handa við að tappa á!
Útkoman var 51 * 33cl flöskur sem ætti að vera u.þ.b. 16.8 Lítrar sem er ágætis nýting. það fór smáveigis í vaskinn þar sem ég á eftir að fullkomna taktíkina við að fylla á flöskurnar

þykir mér þó 200ml ekki saka svo mikið
Frúin var svo yndæl að aðstoða mig í þessu öllu saman og var mjög þægilegt að hafa auka hendur til aðstoðar.
Ég tók frá 2 sopa í glas til að smakka og þetta smakkaðist bara mjög vel fyrir utan það auðvitað að þetta var bara flatur bjór. þannig að mig grunar að allt ferlið hafi gengið mjög vel fyrir sig. Það kemur þó í ljós á næstu vikum!
Planið er svo að smakka fyrsta bjórinn eftir 1 viku, s.s. á næstu helgi en auðvitað með vitneskju um það að bjórinn er ekki nærri orðinn nógu þroskaður og á bara eftir að verða betri!
Hér eru síðan nokkrar myndir frá kvöldinu.
Jólatréð eftir að hafa sótthreinsað flöskurnar.
Kallinn að setja á flöskurnar.
Komið á allar 51 flöskurnar.
Þetta er fyrsti bjórinn hjá Beatsuka Brew sem er officialy átappaður og innsiglaður!
Afrakstur kvöldsins.
Mun síðan setja hérna inn hvernig bragðast / heppnaðist þegar það kemur allt í ljós

Re: Beatsuka Brew - fyrsta tilraun
Posted: 8. Jun 2014 11:45
by Eyvindur
Til hamingju með þetta. Finn mig knúinn til að benda á að secondary breytir engu um tærleika. Gerir í raun ekkert nema auka sýkingarhættu. Mæli eindregið með því að sleppa því.
Re: Beatsuka Brew - fyrsta tilraun
Posted: 8. Jun 2014 13:25
by bergrisi
Flott. Þegar ég set á floskur blanda ég alltaf sykrinum ì 500 ml af vatni og sýð í 5 min. 100% uppleystur.
Re: Beatsuka Brew - fyrsta tilraun
Posted: 8. Jun 2014 14:29
by hrafnkell
Eyvindur wrote:Til hamingju með þetta. Finn mig knúinn til að benda á að secondary breytir engu um tærleika. Gerir í raun ekkert nema auka sýkingarhættu. Mæli eindregið með því að sleppa því.
Þetta. Og eykur líkur á pappabragði af bjórnum (oxun, oxidation). Engin ástæða til að pæla í secondary í 99% tilfella. Bara með ákveðna bjór sem þarf að aldra lengi í gerjunaríláti, jafnvel á ávöxtum eða einhverja slíku sem maður vill kannski notast við secondary.
Re: Beatsuka Brew - fyrsta tilraun
Posted: 8. Jun 2014 14:37
by Beatsuka
hrafnkell wrote:Eyvindur wrote:Til hamingju með þetta. Finn mig knúinn til að benda á að secondary breytir engu um tærleika. Gerir í raun ekkert nema auka sýkingarhættu. Mæli eindregið með því að sleppa því.
Þetta. Og eykur líkur á pappabragði af bjórnum (oxun, oxidation). Engin ástæða til að pæla í secondary í 99% tilfella. Bara með ákveðna bjór sem þarf að aldra lengi í gerjunaríláti, jafnvel á ávöxtum eða einhverja slíku sem maður vill kannski notast við secondary.
Takk fyrir þetta. gott að vita! sleppi því þá í framtíðinni nema um sé að ræða bjóra sem þurfa á því að halda
bergrisi wrote:Flott. Þegar ég set á floskur blanda ég alltaf sykrinum ì 500 ml af vatni og sýð í 5 min. 100% uppleystur.
Snilld. ég var eitthvað efins með að sjóða þetta í gær. kom hávaði frá suðuni sem ég hef aldrei heyrt áður við venjulegar suður og var ég bara hræddur um að brenna eða eitthvað í þá áttina þótt maður hrærði stanslaust. Kanski var þetta bara lélegur pottur sem ég notaði..
En ég var að reyna að miða við
http://www.brewersfriend.com/beer-priming-calculator/" onclick="window.open(this.href);return false; til að reikna út sykurmagnið sem maður þarf.. Er nóg að reikna bara með þessu 6.6gr pr líter eins og ég las að mig minnir á brew.is pdf skjalinu? eða er betra að fara frekar eftir svona reiknivél?
Re: Beatsuka Brew - fyrsta tilraun
Posted: 8. Jun 2014 15:12
by hrafnkell
Notaðu reiknivélina. Sumum finnst 6.6gr/l í lægri kantinum.
Re: Beatsuka Brew - fyrsta tilraun
Posted: 8. Jun 2014 18:10
by Beatsuka
snilld. gott að vita allavega að þetta er þá bókað ekki of mikill sykur. vona bara að hann hafi verið nóg!
