Page 1 of 1

Weyermann staðgenglar fyrir amerískt sérmalt

Posted: 30. Aug 2009 20:45
by Braumeister
Góðan daginn.

Ég geri ráð fyrir því að við séum flest að brugga með amerískar uppskriftir frá Jamil eða Homebrewtalk sem útgöngupunkta. Ég hef verið að reyna að finna út úr því hvaða malt frá Weyermann er hægt að nota í staðinn fyrir þessi amerísku.

Útgáfa 2 (31. ágúst)

Biscuit Malt = Rista ljóst grunnmalt í ofni við 150 til 170°C í allt að klukkustund.*

Belgian Biscuit = CaraAmber ***

dextrine malt = CaraPils

Crystal 40 = CaraMunich I eða II

Victory, Belgian Aromatic, Honeymalt = Melanoidin Malt **

Belgian Special B, Crystal 120 = CaraAroma

Chocolate Malt = Carafa

Maris Otter eða annað grunnmalt fyrir breskt öl = Wienna Malt

Því miður er þetta frekar gróft og það væri flott að heyra hugleiðingar sem flestra um þetta málefni.

Heimildir:
* http://oz.craftbrewer.org/Library/Metho ... ting.shtml" onclick="window.open(this.href);return false;

** http://www.weyermann.de/eng/faq.asp?ume ... &sprache=2" onclick="window.open(this.href);return false; og http://www.craftbrewer.com.au/shop/details.asp?PID=807" onclick="window.open(this.href);return false;

*** http://www.craftbrewer.com.au/shop/details.asp?PID=802" onclick="window.open(this.href);return false;

Zum Wohl!
Der Braumeister

Re: Weyermann staðgenglar fyrir amerískt sérmalt

Posted: 30. Aug 2009 21:10
by Oli
Kíktu á þetta (gerðu copy paste)
http://www.weyermann.de/downloads/eng/Weyermann(r" onclick="window.open(this.href);return false;)_Products.zip

Re: Weyermann staðgenglar fyrir amerískt sérmalt

Posted: 30. Aug 2009 21:28
by Braumeister
Sæll,

Þetta er því miður lítið meira en kemur fram á Weyermannsíðunni sjálfri.

Zum Wohl,
Der Braumeister

Re: Weyermann staðgenglar fyrir amerískt sérmalt

Posted: 30. Aug 2009 21:35
by Oli
jamm þá ættirðu að geta séð eiginleika maltsins og í hvað það er notað.

Re: Weyermann staðgenglar fyrir amerískt sérmalt

Posted: 30. Aug 2009 21:42
by Braumeister
Mig langaði einfalega til að pósta hérna samantekt á því sem ég hef notað til að taka uppskriftir eins og þessa:

4.00 lbs. Pale Malt(2-row)
0.50 lbs. Munich Malt
0.50 lbs. Honey Malt
1.00 lbs. Crystal 40L
0.50 lbs. Crystal 120L
0.12 lbs. Chocolate Malt - Light

og þýða þær yfir í eitthvað sem er fáanlegt, eins og þetta hér:

2,5 kg Pale Malz
0,5 kg Caramünich
0,25 kg Münchnermalt
0,25 kg Melanoidinmalt
0,25 kg Caraaromamalt
50 g Carafa I

Því þetta gæti gagnast öðrum og um leið langaði mig að forvitnast um það hvort einhverjir væru búnir að kynna sér þetta betur en ég, eða væru ekki sammála.

Zum Wohl,
Der Braumeister

Re: Weyermann staðgenglar fyrir amerískt sérmalt

Posted: 30. Aug 2009 22:26
by ulfar
Ég segi að uppskriftin sé svona með malti úr Ölvisholti

4.00 lbs. Pale Ale Malt
0.50 lbs. Munich I
0.50 lbs. ???? (þekki ekki Honey Malt)
1.00 lbs. CaraMunich II
0.50 lbs. Caraaroma
0.12 lbs. Carafa Special III

Þekki ekki Honey Malt og get því lítið sagt til um hvað væri gott í staðin fyrir það. Miðað við allt kristalmaltið í uppskriftinni myndi ég sleppa því og setja setja Pale ale eða Munich I í staðin.

Re: Weyermann staðgenglar fyrir amerískt sérmalt

Posted: 30. Aug 2009 22:31
by Eyvindur
Ég þekki þetta svo sem frekar lítið sjálfur, en ég held að það gangi ekki alveg upp að nota caramel malt í staðinn fyrir biscuit malt, þar sem það síðarnefnda er grunnmalt sem er ristað örlítið dekkra. Á hinn bóginn er lítið mál að búa til sitt eigið biscuit malt með því að skella smá grunnmalti í ofninn og rista það. Það er víða hægt að finna leiðbeiningar um þetta.

Ég er í vinnunni, en um leið og ég kemst í það skal ég grafa upp grein sem ég las einu sinni um heimaristun á malti. Það er í raun frekar lítið mál að rista maltið sjálfur og fá þannig nokkurn veginn hvað sem mann vanhagar um. Ef maður á ljóst grunnmalt og CaraPils (sem er ljósasta caramel maltið) ætti maður að geta ristað það í ofni (eða á útigrilli, sem er mjög gott fyrir meiri ristun, því hún veldur töluverðum reyk) og fengið svo til hvað sem mann vantar. Ég reyni að grafa þessa grein upp sem allra fyrst.

Re: Weyermann staðgenglar fyrir amerískt sérmalt

Posted: 31. Aug 2009 10:26
by Braumeister
Sæll Úlfar.

Þessi uppskrift er 60 skildinga skoska ölið hans Jamils Zainasheff og ég er búinn að brugga hana eins og ég birti. 70% af grunnmalti er jú frekar lítið, en þar sem að OG var 1036 þá verður hann ekki of sætur. Hann var meskjaður við 69°C og endaði í 1010.

Sæll Eyvindur.
Er ekki gallinn við að rista þetta sjálfur sá að það er erfitt að endurtaka leikinn?

Annars ég sá það hérna http://www.craftbrewer.com.au/shop/details.asp?PID=802" onclick="window.open(this.href);return false; að það ætti að vera hægt að skipta Belgian Biscuit út fyrir Caraamber.

Á sömu síðu segir að Melanoidin sé hægt að nota í staðinn fyrir Victory og Honey malt. Í FAQ á Weyermannsíðunni kemur svo fram að þeir mæli með Melanoidin í staðinn fyrir Victory.

Zum Wohl
Der Braumeister

Re: Weyermann staðgenglar fyrir amerískt sérmalt

Posted: 31. Aug 2009 13:36
by Eyvindur
Ég held að eftir smá tilraunastarfsemi ætti ekki að vera ýkja erfitt að endurtaka leikinn. Þetta er bara spurning um rétt samspil hitastigs og tíma, og að þekkja litinn sem maður sækist eftir sæmilega vel.

Hér er ég búinn að finna greinina sem ég var að tala um:

http://oz.craftbrewer.org/Library/Metho ... ting.shtml

Re: Weyermann staðgenglar fyrir amerískt sérmalt

Posted: 31. Aug 2009 14:20
by Braumeister
Takk fyrir þetta, ég uppfæri upphafspóstinn skv. þessu.

zum Wohl,
Der Braumeister

Re: Weyermann staðgenglar fyrir amerískt sérmalt

Posted: 31. Aug 2009 19:05
by Eyvindur
Annars vil ég skjóta því að að vanalega finn ég innblástur í mínar uppskriftir með því að skoða sem flestar uppskriftir, héðan og þaðan af netinu, ekki síst af http://www.beertools.com/. Þar er hægt að smella á korntegundirnar sem tilteknar eru og fá útlistun á eiginleikum þeirra, og þá getur maður gert sér góða grein fyrir því hvað má nota í staðinn...

Re: Weyermann staðgenglar fyrir amerískt sérmalt

Posted: 31. Aug 2009 19:41
by Braumeister
Sammála.

Það eru bara svo margar breytur í þessu að þessar almennu lýsingar að hráefnunum koma að takmörkuðu gagni. Þegar maður hefur annað sérmalt í uppskriftinni, annan útbúnað. mismunandi meskjunar- og gerjunarhitastig og jafnvel hinar óteljandi gertegundir þá nær maður sennilega ekki að fá það fram sem maður vildi ná í fyrstu tilraun.

Ég var að vonast að ná að setja saman eins konar leiðarvísi fyrir fyrstu nálgun. Það næsta sem maður myndi gera væri þá að athuga litinn og ef að hann passaði milli uppskrifta væri hægt að grúska meira eða brugga upp á von og óvon og ná þessu í það minnsta sæmilegu í næstu tilraun.

Re: Weyermann staðgenglar fyrir amerískt sérmalt

Posted: 1. Sep 2009 08:36
by Eyvindur
Í fyrstu tilraun myndi ég nú bara reyna að finna uppskrift sem hentar því hráefni sem maður hefur aðgang að. Þótt í mörgum tilfellum sé hægt að skipta hlutum út getur það verið vandasamt og næsta víst að það verði ekki heldur eins og að var stefnt. Áttaðu þig samt á einu: Þótt útkoman verði ólík því sem maður ímyndaði sér er maður 90% öruggur um að fá samt góðan bjór.

Re: Weyermann staðgenglar fyrir amerískt sérmalt

Posted: 15. Oct 2009 08:28
by Idle
Hér er mjög notaleg tafla sem stillir malttegundum ýmissa fyrirtækja upp á mjög þægilegan máta, þ. á. m. Weyermann. http://www.kotmf.com/articles/maltnames.php

Re: Weyermann staðgenglar fyrir amerískt sérmalt

Posted: 19. Oct 2009 10:12
by kristfin
ég bjó til töflu til að hjálpa mér við að varpa uppskriftum.

endilega skoðið og kommentið á.

sjá hér http://obak.info/misc/malt.pdf" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Weyermann staðgenglar fyrir amerískt sérmalt

Posted: 19. Oct 2009 15:23
by Braumeister
Mér sýnist þetta vera nokkurn veginn það sama og ég var kominn með í upphafspóstinum, en í mun þægilegra formati.

Annars er það eiginlega bara þrennt sem ég hef reynt að passa upp á:
1 Hvort maltið í frumuppskriftinni sé karamelisérað eða ekki (það er td munurinn á Victory og Crystal)
2 Velja malt með eins svipaða Lovibondtölu og maður getur
3 Stilla uppskriftina þannig af að maður endi með sama lit á ölinu og þá jafnvel þannig að hver malttegund gefi af sér sama framlag til heildarlitarins (MCU). (bæði liturinn og bragðið eru háð því hversu mikið maltið er rist)

Þetta hefur gefið góða raun hjá mér.

Re: Weyermann staðgenglar fyrir amerískt sérmalt

Posted: 19. Oct 2009 15:52
by kristfin
tilgangurinn með þessari töflu var að safn þessu saman.

mér hefur ekki þótt vera neitt trivial að snúa þessum uppskriftum, það verður vonandi auðveldara með þessu.

en ef þú ert í stuði og átt eða veist þá máttu uppfæra þetta skjal með litatölum.

sendu mér línu á kristfin@gmail.com og ég sendi þér skjalið

Re: Weyermann staðgenglar fyrir amerískt sérmalt

Posted: 19. Oct 2009 16:25
by Braumeister
Já, ég var einmitt að leita að einhverju svona þegar ég startaði þessum þræði.

Hérna eru Lovibondgildi fyrir Weyermann malt. Þetta er reyndar bara fyrir það malt sem ég get keypt. (Þessar tölur eru meðalgildi af því sem Weyermann gefur upp á síðunni sinni.)

http://www.weyermann.de/eng/produkte.as ... &sprache=2" onclick="window.open(this.href);return false;

Malt LOV
Pilsener 2.05
Pale Ale Malz 3.00
Wienna 3.50
Munich I 6
Dinkelmalz
Hveitimalt 2
Melanoidin 27
Roggenmalz 2.65
Carapils 2.05
Carahell 10.00
Carared 17.45
Caraamber 26.85
Caramunich I 34.35
Caraaroma 150.00
Carafa I 337.5
Carafa III 525
Roggenröstmalz 245
Röstgerste 431

Re: Weyermann staðgenglar fyrir amerískt sérmalt

Posted: 21. Oct 2009 23:26
by Oli
hvar kaupirðu allar þessar tegundir? Hef ekki séð allar þessar til sölu í Ölvisholti.

Re: Weyermann staðgenglar fyrir amerískt sérmalt

Posted: 22. Oct 2009 15:26
by Braumeister
Ég bý í Mið-Evrópu.
Á þennan lista var að bætast Carabelge, sem hlýtur að vera frábær afsökun til að prófa belgískan. :beer: