Belladonna Took's Oaked Mild

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Belladonna Took's Oaked Mild

Post by Eyvindur »

Þetta er byggt á uppskrift frá John Palmer. Hann var spurður hvernig bjór hobbar drykkju. Hann sagði að það hlyti að vera léttur bjór, líklega í ætt við mild, og sennilega þroskaður á eikartunnum. Svo bjó hann til þessa uppskrift. Ég verandi hálfgerður hobbi gat ekki látið hjá líða að henda í þetta. En varð auðvitað að fikta aðeins í henni, þannig að þetta er ekki nákvæmlega eins.

Uppskriftin:

Code: Select all

Recipe Specifications
--------------------------
Boil Size: 48,41 l
Post Boil Volume: 41,60 l
Batch Size (fermenter): 40,00 l   
Bottling Volume: 40,00 l
Estimated OG: 1,035 SG
Estimated Color: 39,6 EBC
Estimated IBU: 20,6 IBUs
Brewhouse Efficiency: 70,00 %
Est Mash Efficiency: 70,0 %
Boil Time: 60 Minutes

Ingredients:
------------
Amt                   Name                                     Type          #        %/IBU         
4,50 kg               Pale Malt, Maris Otter (5,9 EBC)         Grain         7        70,3 %        
0,80 kg               Caramunich III (Weyermann) (139,9 EBC)   Grain         8        12,5 %        
0,40 kg               Oats, Flaked (2,0 EBC)                   Grain         9        6,3 %         
0,40 kg               Wheat, Torrified (3,3 EBC)               Grain         10       6,3 %         
0,30 kg               Carafa Special III (Weyermann) (925,9 EB Grain         11       4,7 %         
50,00 g               Fuggles [4,50 %] - Boil 60,0 min         Hop           12       17,2 IBUs     
20,00 g               Fuggles [4,50 %] - Boil 15,0 min         Hop           13       3,4 IBUs      
25,00 g               Fuggles [4,50 %] - Aroma Steep 20,0 min  Hop           14       0,0 IBUs      
1,0 pkg               London ESB Ale (Wyeast Labs #1968) [124, Yeast         15       -             
30,00 g               Oak Chips (Secondary 7,0 days)           Flavor        16       -             
Ég ákvað í rælni að setja eikarkubbana bara beint út í virtinn um leið og gerið. Gufusauð þá fyrst. Ekkert víst að þetta klikki.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Belladonna Took's Oaked Mild

Post by Eyvindur »

Þessi kemur svakalega vel út. Eikarkarakterinn var akkúrat passlegur fyrir minn smekk eftir viku, þannig að hann fór beint á kút. Nú er hann að verða kolsýrður og ég sé að hann á ekki eftir að endast lengi. :drunk:

Þetta er algjör snilldarbjór til að brugga í flýti. Ég hefði jafnvel geta verið aggressívari á kolsýrunni og haft hann tilbúinn til drykkju á sléttri viku.

Bjórinn er dökkbrúnn og kristaltær. Hann er skemmtilega flókinn. Eikin er til staðar, en ekki beint í forgrunni. Kristalmaltið gefur góðan karakter, hann er með vott af rist, en mjög vægan, og í skemmtilegu jafnvægi. Gerið gefur fyrirtaks enskan karakter. Það er í raun og veru ekkert eitt að trana sér fram, heldur spilar þetta allt saman og leikur skemmtilega við tunguna.

Þessi er góður kandídat til að vera reglulegur gestur á kút, enda einstaklega þægilegur í bruggun. Og ekki spillir fyrir hvað hann er léttur - ekkert mál að sötra hann við vinnu (eins og ég í kvöld). :fagun:
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Belladonna Took's Oaked Mild

Post by bergrisi »

Lítur vel út. Fer á "todo" listann.

Eiginlega nauðsynlegt að vera með einn virkilega léttan sem maður getur fengið sér áður en maður skutlar krakkanum á leikskólann (grín)
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Belladonna Took's Oaked Mild

Post by Eyvindur »

Eftir að drekka þennan í nokkra daga verð ég að segja að þessi er einn af mínum uppáhalds. Ég er nýbyrjaður á kútnum, en strax farinn að kvíða því þegar hann klárast. Held að það verði alltaf að vera til kútur af þessum.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Belladonna Took's Oaked Mild

Post by helgibelgi »

Hvað var hann gerjaður lengi? bara 7 daga?
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Belladonna Took's Oaked Mild

Post by Eyvindur »

Já, slétta viku og svo beint á kút (og flöskur fyrir meðbruggarann). Ef maður notaði hristiaðferðina við að kolsýra gæti þessi verið grain to glass á viku. Það voru tvær hjá mér. :skal:
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Belladonna Took's Oaked Mild

Post by æpíei »

Ég ætla loks að láta verða að þvi að prófa mild. Ég skoðaði BCS (sem ég geri ráð fyrir að þú hafir gert líka) og sá að þeir félagar eru með góðan slurk af dökku malti, bæði ígildi Carafa Special II og III og Special W. Skv. minni reynslu gæfi það allt að þvi svartan bjór. Þú ert með 300g af CSIII í 40 lítra. Segðu mér í einlægni, er hann ekki of dökkur? Ég er að spá í að hafa 150g Special W og 80g CSII í 22 lítra. Það er tónað niður úr uppskriftinni og líklega minna en þú ert með, en það ætti að gefa mjög dökkan bjór.

Ég er með Malto Dextin sem ég ælta að nota til að gefa fyllingu í stað hafranna sem þú notar. Eikarpælingin er sniðug. Á enn slatta af eik frá heimsókninni í Eimverk forðum, fer jafnvel að þínu ráði hér.

Þetta verður spennandi!
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Belladonna Took's Oaked Mild

Post by Eyvindur »

Mild getur verið bæði ljós og dökkur, en mér skilst að dekkri afbrigðin séu mun algengari. Ég hef allavega aldrei fengið mild öðruvísi en dökkbrúnan eða svartan. Ég held að skilin á milli ljóss milds og bitters séu afar óljós, og þess vegna hef ég ekki borið mig eftir slíku.

Samkvæmt minni reynslu, bæði af heimabrugguðum mild og því sem ég hef komist í á cask í Bretlandi, er mild eins og mjög léttur porter. Þannig að nei, mér finnst hann ekki of dökkur.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Belladonna Took's Oaked Mild

Post by gm- »

Mild-ar sem ég hef fengið hafa verið dökkrauðir eða brúnir. Kannski ekki svartir, en töluvert dökkir.

Besti sem ég hef smakkað (n.b. þá er ég ekki hrifinn af þessum stíl) var þessi uppskrift frá ansi lunknum bruggara í Kanada:
For 12 Gallons: 7lbs MO, 5lbs Munich11, 1.5 lbs Carapils, 1 lb chocolate malt, 1 lb crystal30. Mash 153F, 1.5oz EKG @ 60 mins, 2.5 oz EKG@ 2.5mins, Conan yeast (YeastBay Vermont).
OG 1.036, ABV 3.5%, 16.5 IBUs, 22 SRM.
Post Reply