Heimsókn og Bruggun í 608 Gastrobrewery í New York

Hér geta notendur spjallað á léttu nótunum um eitt og annað sem tengist ekki beint gerjun eða öðru efni á þessu spjallvef
Post Reply
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Heimsókn og Bruggun í 608 Gastrobrewery í New York

Post by æpíei »

Þegar ég er í New York hef ég gaman að heimsækja skemmtilega bjórstaði og sérstaklega bari og veitingastaði sem brugga bjór á staðnum. Það eru reyndar bara 3 þannig í allri borginni eftir að 2 hættu starfsemi nú nýlega. Sá nýjasti er Dirk the Norseman úti í Williamsburg. Annar nýlegur er Eataly Birreria uppi á þaki 14. hæð við 23. stræti. Hann er að hluta í eigu Sam Calagiene eiganda Dogfish Head brugghússins, sem margir kannast við. Það þriðja er búið að vera starfandi nokkur ár, það er 508 Bar og Restaurant í Soho. Hann er reyndar handan við hornið á skrifstofu viðskiptavinar míns í borginni svo ég hef farið þangað all oft síðustu ár. Hafði þó ekki farið í ca ár þegar ég frétti að það væri kominn nýr bruggari og bjórinn þar var orðinn mjög fjölbreyttur og áhugaverður. Ég varð því að tékka á því. http://508nyc.com" onclick="window.open(this.href);return false;

Ég fékk mér einn Berliner Weisse með blackberries. Hann var mjög ferskur og góður. Þá gaf sig á tal við mig maður og spurði hvernig bjórinn væri. Tók ekki langan tíma að komast að því að þar væri bruggarinn sjálfur Chris Cuzme kominn. Eftir smá spjall var það auðsótt mál að fá að líta niður í brugghúsið og spyrja spurninga. Fékk ég yfirlit yfir það helsta og hvernig bjóra hann bruggar. Chris sagðist reyndar hafa ætlað að brugga fyrr um daginn en það hafi ekki gengið því nýja MosterMill myllan hans var biluð. Þá fóru af stað atburðir sem enginn gat hafa séð fyrir. Þannig er að ég hafði panta mér Crank and Stein myllu til að taka með heim, og var hún á skrifstofunni handan við hornið. Ég bauð hana því fram og Chris tók því fegins hendi. Við renndum því 3 pokum af pilsner í gegnum hana eins og ekkert sé.

Það var því orðið nokkuð ljóst að ég fengi að koma meira að bruggun þessa bjórs. Kerfið sem hann er með samanstendur af 3 tunnum. Ein er fyrir meskingu, önnur fyrir hitastýringu í meskingu og skilar auk þess skolvatni. Sú þriðja er suðutunna með rafmagnselementum. Það er út af eldvörnum í svona gömlu húsi. Í meskingu er kornið sett í meskitunnuna ásamt slatta af rice hulls, til að auðvelda vatni að renna í gegnum kornið. Svo fyllt af vanti. Virturinn er svo látinn renna af tunnunni fyrir aðdráttarafli niður í lítinn pott sem er eins konar buffer. Þaðan er vitinum dælt inn í gegnum spíral sem er innan í annarri tunnu fullri af vatni rétt ofan við meskihitann. Úr henni er vatninu svo aftur spreyjað yfir meskitunnuna. Þannig er komin hringrás. Eftir meskingu er virtinum dælt í suðutunnuna og vatninu úr hitastýringatunnunni dælt yfir kornið til skolunar.

Hver lögun er um 80 gallon, ca 2 barrels. Það er stefnt að því að ná um 60 gallonum úr hverri lögun. Nýtnin í okkar bruggun var hátt í 85% sem Chris vildi meina að væri í hærra lagi. Var hann á því að myllan ætti sinn þátt í því. ;) Í þetta sinn var hann að gera belgíst öl. Í þetta skipti ætlaði hann að nota Wyeast ger úr annarri lögun sem hann var að setja á kúta. Hann lætur því neðsta lagið úr gerfötunni renna af en tekur svo efra lagið af gerkökunni og setur það út í nýja virtinn. Það er mjög einföld hitastýring í gerjun, því herberginu sjálfu er haldið í ákveðnum hita. Því er ekki hægt að vera með mismunandi hita fyrir hina ýmsu bjóra. Það var kannski helsta umkvörtunarefni Chris.

Það var gaman að hitta þennan bruggara í New York. Ég verð því miður farinn þegar þessi bjór kemst á krana, en aldrei að vita nema eitthvað verði til þegar ég kem næst. En þar með var ekki allt búið. Í gegnum Chris fékk ég að fara í ferð til heimabruggara þar sem komið var við heima hjá honum og Mary konu hans, eins og reifað er hér http://fagun.is/viewtopic.php?f=20&t=3108" onclick="window.open(this.href);return false;

Þá er vert að benda á vikulega útvarpsþætti sem þau eru með á Heritage Radio frá Brooklyn. Þar fjalla þau um all er tengist gerjun. Þau eru einnig með heimasíðu hér http://fuhmentaboudit.com" onclick="window.open(this.href);return false; Nýjasti útvarpsþáttur þeirra þegar þetta er skrifað er einmitt kominn á netið, þar sem Chris ræðir við John Palmer höfund How to Brew og nýju bókina Water. Hann má hlusta á hér http://www.heritageradionetwork.org/cat ... er-Brewing" onclick="window.open(this.href);return false;

Ég hvet alla til að koma við á 508 ef þið eigið leið til NY. Ekki nóg með að þar sé góður bjór og góður matur líka, þá er Chris líka vel góður saxófónleikari og spilar með ýmsum tónlistamönnum djass þar á þriðjudögum og fimmtudögum. Ókeypis inn. Ekki til betri díll í New York!
6 kranar á barnum, allt bruggað á staðnum
6 kranar á barnum, allt bruggað á staðnum
0.JPG (325.65 KiB) Viewed 6930 times
Chris þenur mylluna
Chris þenur mylluna
1.jpg (294.27 KiB) Viewed 6930 times
Lengst til vinstri er meskitunnan, í miðju er hitatunnan og til hægri er suðutunnan. Fyrir aftan eru hitastýringar fyrir hitatunnu og suðutunnu.
Lengst til vinstri er meskitunnan, í miðju er hitatunnan og til hægri er suðutunnan. Fyrir aftan eru hitastýringar fyrir hitatunnu og suðutunnu.
2.jpg (317.37 KiB) Viewed 6930 times
Böfferinn milli meskitunnu og hitatunnu
Böfferinn milli meskitunnu og hitatunnu
3.jpg (305.04 KiB) Viewed 6930 times
Virtur rennur í suðutunnuna
Virtur rennur í suðutunnuna
4.jpg (258.36 KiB) Viewed 6930 times
Kornið eftir meskingu
Kornið eftir meskingu
5.jpg (376.9 KiB) Viewed 6930 times
Suða komin upp
Suða komin upp
6.jpg (196.55 KiB) Viewed 6930 times
Gertankarnir
Gertankarnir
7.jpg (196.97 KiB) Viewed 6930 times
Chris á saxófóninum
Chris á saxófóninum
8.jpg (279.53 KiB) Viewed 6930 times
Post Reply