Við byrjuðum á Manhattan í Stuyvesant Town. Fyrstu gestirnir voru ung hjón Stephen og Haley sem vinna og brugga saman. Hún er sérfræðingur um bjóra á veitingastaðnum sem þau vinna á, Taproom No. 307, og hann er kokkur sem leikur sér með bjóra í eldsmennsku sinni. Yfirleitt er hún hugmyndafræðingurinn bak við bjórana sem þau brugga en hann sér um tæknilegu útfærsluna. Það var mjög gaman að sjá hvernig þau koma þessu öllu fyrir í lítilli íbúð. Gestaherbergið er nýtt út í æsar sem geymsla fyrir bjórgræjur, og það er kegerator við hliðina á gestarúminu (húsfreyjan gantaðist með það að það væri auðveldlega hægt að liggja í rúminu og hella beint upp í sig).
Við fengum að smakka wit bjór sem notaði sítrónu og rosemary í stað hefðbundinnar appelsínu og kóreander, og karamellu epla cider, geymdur á eyk og spækaður með búrbon. Báðir voru mjög fínir og skemmtileg tilbreyting. Þá dró húsbóndinn fram nokkrar flöskur af lambik bjórum, báðir mjög fínir. Joshua laumaði svo í safnið einni flösku af Sam Adams Utopias, algjör killer bjór og meira bara eins og brandí http://www.beeradvocate.com/beer/profile/35/25759" onclick="window.open(this.href);return false;
Þá röltum við af stað niður í East Village. Bruggarinn þar tók vel á móti okkur með espresso stout úr kegeratornum. Auk þess var hann með nokkrar tegundir á flöskum, s.s. rauchbier, piparbjór, súran hvítbjór og eitt og annað. Hann var með fína aðstöðu úti á svölum á 8. hæð. Flestir hérna brugga á gasi, meskja sérstaklega og hafa svo fötu með sparge vatni sem er látið renna yfir kornið í lokin. Þessu var komið haganlega fyrir á svölunum. Hann var meira að segja að gera tilraunir með að rækta sína eigin humla þar uppi. Það var gaman að sjá hvað báðir fyrstu bruggararnir lögðu mikið upp úr útliti á bjórunum sínum, gerðu flotta miða og fundu góð nöfn á þá. Þá voru flestir bruggararnir sem ég hitti með eigin heimasíður og nafnspjöld til að auglýsa þær.
Næst gengum við yfir Williamsburg brúnnna út í Brooklyn. Þar undir brúnni búa Mary og Chris. Chris er bruggari á 508 Gastrobrewery á Manhattan. Mary er að vinna að bók um gerjun. Hún sérhæfir sig í að gerja alls konar safa og síróp. Hún dró fram flösku eftir flösku af fínastu drykkjum, ciderum með sporðdrekapipar, mjöðum, guava- og kirsuberjadrykkjum, svo ég nefni eitthvað. Hún leitar að drykkjum sem eru óblandaðir og með engum bætiefnum, t.d. Kirkland eplasafann, setur ger út í og etv smá krydd. Engan sykur. Hún gerjar sem með S-04 eða kampavískryddi eftir því hversu þurran hún vill hafa hann í ca 2 vikur, setur þá á flöskur, aftur án sykurs, og lætur drykkinn kolsýrast náttúrlega. Hún segir að best sé að nota plastflöskur í þetta því þá má kreista þær og finna þegar kolsýran er tilbúin. Þetta voru mjög skemmtilega pælingar hjá henni og það verður gaman að sjá bókina hennar.
Chris kom með 2 bjóra af 508. Sá fyrri var Berliner Weisse með blackberries, sá síðari var bjór/cyder hybrid, þurrhumlaður með kanil. Hann byrjaði sem venjulegur pale ale en svo var bætt í hreinum eplasafa eftir viku sem samsvaraði 20% af rúmmáli. Báðir voru mjög góðir. Ég hafði reyndar hitt Chris á 508 áður og smakkað alla bjórana hans þar. Sagan af því bíður betri tíma í næsta pósti.
Loks fór ég á 508 á sunnudagskvöldi á kynningu hjá John Palmer. Hann hafði verið í borginni alla helgina og farið á milli margra staða að hitta brugghópa og aðra bjóráhugamenn. Það var því frekar hægt yfir þessum fundi. Ég átti nokkuð gott spjall við hann og nýju bókina hans, Water. Einnig reifaði aðeins bruggsenuna á Íslandi og hann var alveg til í að skoða að koma til landsins einhvern tíma.
Þetta var sem sagt góð brugghelgi í NY. Ég mæli hiklaust með þessum ferðum Joshua ef þið eigð leið um borgina og eruð svo heppin að fá miða. Ferðirnar eru auglýstar á þessari síðu en seljast yfirleitt upp um leið og þær fara í sölu. Góða skemmtun

http://joshuambernstein.com/events/" onclick="window.open(this.href);return false;