Page 1 of 1
Úrslit Bjórgerðarkeppni 2014
Posted: 29. Apr 2014 22:06
by helgibelgi
Hérna eru sigurvegarar keppninnar í ár (notendanafn á spjallinu í sviga):
Litli Flokkur (undir OG = 1.060):
1) Eyvindur Karlsson (Eyvindur) - Flanders Red
2) Óttar Örn (Plimmó) (Hrotti) - Classic Rauchbier
3) Pétur Waldorff (Plimmó) (peturw) - American Amber Ale
Stóri Flokkur (yfir OG = 1.060):
1) Davíð Gunnarsson - Elderberry IPA ***BEST OF SHOW***
2) Halldór (Plimmó) (Halldór) - Flanders Red
3) Hjalti S. Kristjánsson - Stony Scottish Ale
Stout/Porter:
1) Erlingur Brynjúlfsson (plimmó) (Elli) - Other Smoked Beer (Imperial Stout)
2) Ásta Ósk Hlöðversdóttir (astaosk) - Stout
3) Karl Pálsson (karlp) - Stout
Til hamingju sigurvegarar!
Endilega deilið uppskriftum á spjallborðinu ef þið viljið leyfa öðrum að prófa

(getið linkað á þær sem svar við þessum þræði t.d.)
Dómarnir sjálfir munu verða birtir rafrænt fljótlega (fyrir aðalfund, það er loforð!)
Re: Úrslit Bjórgerðarkeppni 2014
Posted: 30. Apr 2014 13:15
by bergrisi
Til hamingju öll.
Væri gaman að sjá uppskriftinar eða smá lýsingu af bjórunum ykkar.
Re: Úrslit Bjórgerðarkeppni 2014
Posted: 30. Apr 2014 19:31
by æpíei
Mér finnst einstaklega skemmtilegt að sjá að nýliðar eru að gera góða bjóra og ná árangri í þessari keppni. Ég vona að ég fari ekki með rangt mál þegar ég segi að sigurvegari kvöldsins Davíð Gunnarsson var þarna með sinn þriðja bjór, IPA sem er late- og þurrhumlaður með þurrkuðum "elderberry" (vantar íslenkst heiti á það). Ásta Ósk er held ég líka frekar ný í brugginu en er greinilega orðin mjög fær. Sigurvegarinn í fyrra var líka með einn sinn fyrsta bjór, Kolsch, ef ég man rétt.
Ég hef orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að smakka báða flanders red bjórana sem komust á pall. Þeir eru báðir stórkostlega góðir og sýnir vel standardinn á þessari keppni. Ég er álíka spenntur að fá að smakka hina líka. Það verður vonandi til eitthvað af þeim á aðalfundinum eins og kom fram á einhverjum þræðinum.
Re: Úrslit Bjórgerðarkeppni 2014
Posted: 30. Apr 2014 22:58
by Eyvindur
Elderberry = Ylliber.
Ég þarf að grafa upp uppskriftina mína og henda henni inn sem fyrst. Á hana bara í gamalli stílabók, sýnist mér.
Re: Úrslit Bjórgerðarkeppni 2014
Posted: 2. May 2014 18:58
by karlp
Ásta Ósk has actually been a member since about a month after the club founded, she was on the very first trip down to Ölvisholt back when Valli was still brewing there. I think it's her first prize, but she's not a beginner

Re: Úrslit Bjórgerðarkeppni 2014
Posted: 2. May 2014 19:03
by æpíei
Afsakið það. Ég gerði ráð fyrir því vegna þess að hún er bara nýlega farin að skrifa inn hérna. Kannski tók ég frekar eftir því af því hún er kona. Það eru allt of fáar konur hér inni. Þær eru greinilega að gera frábæra hluti í brugginu og mættu sannarlega vera meira áberandi.

Re: Úrslit Bjórgerðarkeppni 2014
Posted: 2. May 2014 21:03
by Eyvindur
Jæja, loksins er ég búinn að grafa upp uppskriftina að flæmska rauðölinu mínu (Stupid Flanders). Þetta var bruggað þann 7. desember 2011 (á þrítugsafmælisdaginn minn). Ég virðist ekki hafa skrifað hjá mér stærð lögunarinnar, en geri ráð fyrir að það hljóti að hafa verið 25 lítrar. Ef ég man rétt var þetta að mestu byggt á uppskriftinni úr Brewing Classic Styles.
3 kg Pilsner
2 kg Vienna
2 kg Munich
700 g hveitimalt
250 g Caramunich
300 g Caraaroma
250 g Aromatic
50g Saaz í 60 mínútur
Ég fékk mjög lága nýtingu og OG var 1.053 (átti að vera yfir 1.060). Var í einhverju pikklesi með kerfið hjá mér á þessum tíma (kom augljóslega ekki að sök).
Roselare blanda frá Wyeast fór út í strax í upphafi. Ég færði yfir á glerkút eftir ca. tvo mánuði og þar sat bjórinn í tvö ár. Það merkilega var að þegar hann fór á flöskur var hann ekkert sérstaklega súr. Svo var eins og hann breyttist til muna eftir átöppun og hann varð miklu betri.
Vona að það sé gagn og/eða gaman að þessu.
Re: Úrslit Bjórgerðarkeppni 2014
Posted: 4. May 2014 18:10
by astaosk
Takk Kalli fyrir að muna eftir mér!
En já ég hef verið að brugga í ansi mörg ár, með nokkrum hléum þó, t.d. þegar ég bjó út í Stuttgart í einn vetur og lærði að meta hveitibjóra! Bruggunin hefur verið að færast upp á skaftið undanfarin 2 ár, sérstaklega vegna þess að nú hef ég með í ráðum kröfuharðan afburða smakkara sem sættir sig ekki við neitt gutl.
Set inn uppskriftina við tækifæri.
Re: Úrslit Bjórgerðarkeppni 2014
Posted: 5. May 2014 19:59
by karlp
Endless Dark, my third place Stout:
Water:
14L of _hot_ tap water mash
+13L of _hot_ tap water sparge/batch2
mashed at ~62.5C
Grains
4kg Pale
1.25kg CaraMunich II
300g Chocolate Malt
80g Roast
250g Rolled Oats
150g Bankabyggð
Hops:
60g of (old) Perle for 60min
25g of Bramling Cross for 30 min
25g of Bramling Cross for 10 min
Yeast:
Gervin Ale Yeast
(This actually mashed cooler than I'd planned, and was lumping and stuck and at the time I'd considered it a total failure, but it came out well by bottling)
Re: Úrslit Bjórgerðarkeppni 2014
Posted: 15. May 2014 13:15
by Akur
Má búast við dómunum fljótlega? (Engin verðlaun okkar megin en höfum mikinn áhuga á að fá feedback á bjórana sem við sendum inn.)
Re: Úrslit Bjórgerðarkeppni 2014
Posted: 15. May 2014 13:41
by Eyvindur
Mér skilst að Kalli sé að leggja lokahönd á þetta.
Re: Úrslit Bjórgerðarkeppni 2014
Posted: 19. May 2014 17:07
by astaosk
Í tilefni þess að ég er loks að setja batch 2 af 2. sætis stoutnum á flöskur þá er hér uppskriftin mín. Hún er hönnuð í kringum það að ég keypti 1 kg af reyktu malti frá Hrafnkeli og mig langaði að hafa amk 20% reykt. Þetta varð því lítið batch (11L) og gert í minni pott svo pláss væri til að gera sama tíma 5 L af virti úr 100% íslensku byggi, heimamöltuðu (það kom btw mjög illa út!).
En hér kemur uppskriftin af bjórnum sem ég kallast í bruggforritinu mínu einfaldlega "Minn reyktur" (ég er ekki mjög frumleg)
Pale 2,8 kg
Reykt 1 kg
Munich 465 g
CaraPils 465 g
Carafa III 232 g
Humlar:
Columbus 30g 60 min
Hallertauer Mittlefruh 20g 10 min
Re: Úrslit Bjórgerðarkeppni 2014
Posted: 20. May 2014 13:56
by karlp
Results are available:
http://www.ekta.is/fagun/keppni-2014-web/
There were (many) errors in the judges intial counting, but all the top places were fully recounted on the night, so none of the results change, just that the spreadhseet and the graphs should be considered more reliable than what is in the "total" box on the individual score sheets.
Please let me know if you would like any further clarification or have any questions.
Sorry it's not prettier, it will get better every year

(I hope to make better box/whisker plots for the ranges, and to have more detailed variance charting)
Re: Úrslit Bjórgerðarkeppni 2014
Posted: 20. May 2014 16:21
by æpíei
Takk fyrir þetta!
Ég tek eftir því að margir hlekkir eru brotnir. Er það vegna þess að aðeins 6-7 efstu bjórarnir í litla og stóra fengu 8 dóma, hinir bara 4?
Re: Úrslit Bjórgerðarkeppni 2014
Posted: 20. May 2014 18:37
by bjorninn
Næs, takk fyrir þetta!
Re: Úrslit Bjórgerðarkeppni 2014
Posted: 21. May 2014 10:56
by halldor
karlp wrote:Results are available:
http://www.ekta.is/fagun/keppni-2014-web/
There were (many) errors in the judges intial counting, but all the top places were fully recounted on the night, so none of the results change, just that the spreadhseet and the graphs should be considered more reliable than what is in the "total" box on the individual score sheets.
Please let me know if you would like any further clarification or have any questions.
Sorry it's not prettier, it will get better every year

(I hope to make better box/whisker plots for the ranges, and to have more detailed variance charting)
Vel gert Kalli!! Allavega mun betra en hjá síðustu stjórn hehe.
Re: Úrslit Bjórgerðarkeppni 2014
Posted: 21. May 2014 11:04
by halldor
Plimmó tölvan sem geymdi uppskriftirnar okkar kvaddi þennan heim nú á dögunum. Hún fór friðsællega yfir móðuna miklu og hennar verður sárt saknað. Dánarorsök er talin vera illkynja skemmd á hörðum diski. Diskurinn hafði að geyma allar uppskriftir okkar frá upphafi (120 stykki). Sem betur fer erum við lítið í því að brugga sama bjórinn tvisvar þannig að tapið er að mestum hluta tilfinningalegt

Við eigum eitthvað útprentað og ég mun við tækifæri skella inn uppskriftum af okkar bjórum sem komust á pall.
Við viljum þakka stjórninni fyrir frábæran undirbúning/framkvæmd og dómnefndinni fyrir frábæran smekk
Það var sérstaklega gaman að sjá hversu margir "óhefðbundnir" bjórar komust á pall, þ.e. reyktir, súrir, kryddaðir. Ég mun leggja það til við nýja stjórn að hafa sérstaka súrbjórakeppni (með góðum fyrirvara), til að ýta fleirum út í þessa frábæru bjóra.
Re: Úrslit Bjórgerðarkeppni 2014
Posted: 21. May 2014 12:25
by rdavidsson
halldor wrote:Diskurinn hafði að geyma allar uppskriftir okkar frá upphafi (120 stykki). Sem betur fer erum við lítið í því að brugga sama bjórinn tvisvar þannig að tapið er að mestum hluta tilfinningalegt

Við eigum eitthvað útprentað og ég mun við tækifæri skella inn uppskriftum af okkar bjórum sem komust á pall.
Bömmer... Er ekki spurning um að fara að læra á "Cloud-ið" í BeerSmith...

Re: Úrslit Bjórgerðarkeppni 2014
Posted: 21. May 2014 12:49
by Funkalizer
Cloudið geymir samt ekki nema takmarkað magn af gögnum nema þú uppfærir, minnir mig.
Alternative'ið er að nota þjónustur eins og box eða dropbox (ég nota reyndar
Copy <- shameless referral plug) fyrir mitt dót og það syncast bara þegjandi og hljóðalaust á milli tölva.
Það er reyndar pínu hættulegt að setja Beersmith upp til að nota þannig setup (eða var þegar ég setti minn upp) en hættan felst í því að Beersmith vill yfirskrifa destination folderinn þegar destination foldernum er breytt.
Ef maður er að setja Beersmith upp í fyrsta skipti er þetta ekkert mál en af því að hverjum Beersmith fylgja tvö setup leyfi þá þarftu að passa þig að strauja ekki út margra vikna/mánaða/ára uppskriftavinnu þegar önnur eintök eru sett upp.
Re: Úrslit Bjórgerðarkeppni 2014
Posted: 21. May 2014 14:13
by Eyvindur
halldor wrote:
Ég mun leggja það til við nýja stjórn að hafa sérstaka súrbjórakeppni (með góðum fyrirvara), til að ýta fleirum út í þessa frábæru bjóra.
Þarf ekki að leggja þetta til við næstu 3 stjórnir eða svo, þannig að fyrirvarinn verði nægur?

Re: Úrslit Bjórgerðarkeppni 2014
Posted: 7. Jun 2015 13:41
by æpíei
Eyvindur wrote:halldor wrote:
Ég mun leggja það til við nýja stjórn að hafa sérstaka súrbjórakeppni (með góðum fyrirvara), til að ýta fleirum út í þessa frábæru bjóra.
Þarf ekki að leggja þetta til við næstu 3 stjórnir eða svo, þannig að fyrirvarinn verði nægur?

Bæn ykkar hefur verið heyrð. Súrir og fönkí bjórar verða sérflokkur í bruggkeppni 2016. Um að gera að fara að plana bruggið strax í dag. Rosalare gerið er tilvalið til að gera súran bjór á einfaldan hátt. Held að það sé einmitt pöntun í Wyeast ger í gangi þessa dagana. Ekki eftir neinu að bíða...
