Page 1 of 1

Old Ale

Posted: 28. Aug 2009 20:21
by Idle
Þessa dagana dunda ég mér bara við að búa til allskyns uppskriftir af þeim stílum sem mér líka best. Þætti vænt um að fá álit ykkar á þessari (allt hráefni úr Ölvisholti) fyrir 18 lítra.

Korn:
5,25 kg. Pale Malt
0,60 kg. CaraAroma
0,25 kg. CaraPils

Humlar:
56,6 gr. Fuggles (First wort, 20 mín.)
35 gr. Goldings E. K. (60 mín.)
35 gr. Goldings E. K. (20 mín.)
30 gr. Goldings E. K. (5 mín.)

Annað:
1 tsk. Irish Moss (10 mín.)
14 gr. Safale Ale S-04 ger

OG/FG est. 1.076 / 1.019 (ABV est. 7,36)
19,9 SRM
41,6 IBU

Re: Old Ale

Posted: 28. Aug 2009 20:30
by arnilong
Hvaða ger ætlaðirðu að nota í þetta?

Re: Old Ale

Posted: 28. Aug 2009 20:33
by Idle
Steingleymdi gerinu... Safale S-04 var hugmyndin.

Re: Old Ale

Posted: 13. Sep 2009 17:08
by Idle
Gerði þennan í gær, með svolitlum breytingum þó.

5.25 kg. Pale Ale
0.6 kg. CaraAroma
0.25 kg. CaraPils

35 gr. First Gold (60 mín.)
28,3 gr. Fuggles (30 mín.)
28,3 gr. Fuggles (5 mín.)

OG/FG est. 1.069 / 1.018 (ABV est. 6,74%)
19,2 SRM
42,5 IBU

Mash In í 45 mínútur, 16 l. 80°C heitt vatn (hitti beint á 70°C).
Mash Out í 10 mínútur, 7 l. 90°C heitt vatn (fór aðeins yfir áætlaðar 75°C, eða 77°C).

18 lítrar í pottinn, OG 1.073. Missti 1,5 lítra við suðuna, sem ég bætti aftur við sem köldu vatni á meðan ég kælingu stóð. Var um 45 mínútur að kæla niður í 20°C í eldhúsvaskinum, gleymdi að frysta eitthvað af vatni til að flýta fyrir. OG var enn 1.073 þegar ég fleytti yfir í gerjunarfötuna. Gerjunin var komin á skrið eftir um 6 tíma.

Re: Old Ale

Posted: 20. Sep 2009 22:31
by Idle
Færði yfir í secondary í kvöld (vika í primary, tvær í secondary). Mælisýnið bragðaðist einstaklega vel, fremur maltað en humlarnir áttu sinn þátt líka. Verst þykir mér að mælingin sýndi aðeins 1.030 eftir vikuna, en ég stefni að 1.017 í FG.

Re: Old Ale

Posted: 21. Sep 2009 09:54
by Eyvindur
Sumir bjórar þurfa bara lengri tíma en aðrir. Þurrger er líka heldur óútreiknanleg skepna. Ef gerjunin hefur verið farin að hægja á sér (eða jafnvel stoppuð) er líklegt að yfirfærslan komi henni aftur í gang, þannig að þú ættir að vera í góðum málum. Það er líka betra að færa yfir áður en gerjunin klárast, því sýkingarhættan er mun minni á meðan gerjun er í gangi. Þannig að þetta verður hið fínasta mál, að öllum líkindum.

Re: Old Ale

Posted: 21. Sep 2009 10:22
by Idle
Líklega heilmikið til í þessu. Það hafa líka yfirleitt liðið allt að tveir sólarhringar frá yfirfærslum hjá mér þar til búbblið hefst aftur.

Re: Old Ale

Posted: 21. Sep 2009 10:33
by Eyvindur
Búbblið eftir yfirfærslu þarf reyndar ekki að vera gerjun. Oft losnar slatti af co2 úr vökvanum eftir að hann er færður yfir, þótt gerjunin sé löngu búin.

Re: Old Ale

Posted: 21. Sep 2009 10:46
by Idle
Jæja, jæja... Í versta falli bæti ég bara smá geri við, er það ekki?

Re: Old Ale

Posted: 21. Sep 2009 12:44
by Eyvindur
Mér finnst ákaflega ólíklegt að þess þurfi með. SÁEÖFÞH

Re: Old Ale

Posted: 24. Sep 2009 19:11
by Idle
Nú hafa fjórir sólarhringar liðið frá flutningi á milli íláta. Mælisýnið áðan sýndi sömu stöðu - 1.030. Allt stopp. Hann er ljómandi góður eins og hann er, en þetta er full langt frá markinu (1.017). Er að hugsa um að henda svo sem fimm grömmum af geri (S-04) út í þetta og athuga hvort gerlarnir finni sér ekki eitthvað ætilegt um helgina.

Re: Old Ale

Posted: 24. Sep 2009 20:53
by Idle
Fleygði fimm grömmum af S-04 út í, og fyrst núna hvarflaði að mér að mögulega var hitastigið á meskingunni of hátt hjá mér, o. þ. a. l. minna af fæði handa gerlunum en gert var ráð fyrir. Jæja, sjáum hvað setur!

Re: Old Ale

Posted: 25. Sep 2009 09:08
by Hjalti
Vertu bara rosalega varkár þegar það kemur að snertingu við bjórinn.... Þegar engin gerjun er í gangi er hættan mikið meiri á sýkingu en þegar að hann er að búbla á fullu...

Re: Old Ale

Posted: 25. Sep 2009 09:34
by Idle
Þýðir það að ég hefði átt að sleppa fótabaðinu í gær? :o

Re: Old Ale

Posted: 25. Sep 2009 10:00
by Hjalti
:sing:

Re: Old Ale

Posted: 4. Dec 2009 23:44
by sigurdur
(ég held að það sé þessi sem að ég er að smakka...)
Fyrir nokkrum mánuðum gaf Siggi(Idle) mér eina flösku af Old Ale.
Ég ákvað í dag að láta verða loksins af því að smakka þetta og þetta er hinn ágætasti drykkur.
Ég verð að segja fyrir mitt leiti, þetta er alls ekki slæmur bjór hjá þér. :)
Konan var einnig hrifin af þessum.
Takk fyrir mig :skal:

Re: Old Ale

Posted: 5. Dec 2009 13:53
by Idle
sigurdur wrote:(ég held að það sé þessi sem að ég er að smakka...)
Fyrir nokkrum mánuðum gaf Siggi(Idle) mér eina flösku af Old Ale.
Ég ákvað í dag að láta verða loksins af því að smakka þetta og þetta er hinn ágætasti drykkur.
Ég verð að segja fyrir mitt leiti, þetta er alls ekki slæmur bjór hjá þér. :)
Konan var einnig hrifin af þessum.
Takk fyrir mig :skal:
Þakka ykkur fyrir. :)

Hef einmitt verið að íhuga að gera aðra tilraun með hann, og passa mig þá á hitastiginu við meskinguna. :D