Page 1 of 1

Gúrkusaison

Posted: 17. Apr 2014 02:04
by gm-
Ætla að brugga þennan á föstudaginn. Er lengi búinn að hugsa útí hvaða "ávaxta"bjór væri hægt að gera mjög ódýrt. Flestir ávextir kosta sitt, sérstaklega í því magni sem maður þarf fyrir brugg. Sá svo að gúrkur er oft hægt að fá mjög ódýrt, 3 stk fyrir 1$, og fór því að spá hvort þær geti ekki komið vel útí bjór.

Planið er semsagt að brugga léttan saison, humlaður með citra til að fá skemmtilegan sítrus/ávaxtakeim, og bæta svo við 4 lítrum af gúrku"safa" (gúrkur, vatn, og campden töflur í matvinnsluvél) í secondary. Ef vel tekst til þá ætti þetta að vera frískandi vor/sumarbjór.

Hér er svo uppskriftin fyrir áhugasama, á ekki belgískan candi sykur, svo ég ætla að nota kínverskan gulan rock sykur í staðinn, bragðast mjög svipaður candi sykrinum og kostar brotabrot af þeim belgíska.

Batch Size (fermenter): 5.25 gal
Estimated OG: 1.050 SG
Estimated Color: 4.7 SRM
Estimated IBU: 24.9 IBUs
Boil Time: 90 Minutes

Ingredients:
------------
Amt Name Type # %/IBU
3.00 kg Pilsner (2 Row) Ger (2.0 SRM) Grain 1 68.2 %
1.00 kg Wheat Malt, Ger (2.0 SRM) Grain 2 22.7 %
0.20 kg Aromatic Malt (26.0 SRM) Grain 3 4.5 %
0.20 kg Chinese rock sugar (0.0 SRM) Sugar 4 4.5 %
15.00 g Citra [12.00 %] - Boil 90.0 min Hop 5 24.9 IBUs
30.00 g Citra [12.00 %] - Steep/Whirlpool 0.0 m Hop 6 0.0 IBUs
1.0 pkg Belgian Saison III Yeast (White Labs #WL Yeast 7 -
1.05 gal Cucumber (Secondary 7.0 days) Other 8 -

Re: Gúrkusaison

Posted: 17. Apr 2014 11:49
by æpíei
Þetta er spennandi. Hlakka til að heyra meira af þessum.

Re: Gúrkusaison

Posted: 2. Jun 2014 00:02
by gm-
Gerjun lokið, tími til að bæta gúrkunum útí!

4 gúrkur
Image

Gúrkumauk (gúrkur, vatn, og campden töflur)
Image

24 tímum seinna, gúrkumauk sett í carboy, og saison rackað oná. Ætla svo að kegga eftir 4-5 daga eða svo.
Image

Re: Gúrkusaison

Posted: 9. Jul 2014 18:11
by æpíei
Ég er spenntur að heyra meira af þessum!

Re: Gúrkusaison

Posted: 10. Jul 2014 12:33
by helgibelgi
Ég er líka svolítið spenntur fyrir þessum. Saison er uppáhaldið mitt þessa dagana!

Get eiginlega ekki ímyndað mér hvernig karakter gúrkurnar gefa í Saison... do tell :)

Re: Gúrkusaison

Posted: 25. Jul 2014 15:06
by gm-
helgibelgi wrote:Ég er líka svolítið spenntur fyrir þessum. Saison er uppáhaldið mitt þessa dagana!

Get eiginlega ekki ímyndað mér hvernig karakter gúrkurnar gefa í Saison... do tell :)
Hehe, þessi tilraun verður að teljast sem failure, því miður. Bjórinn lyktar og bragðast nefnilega alveg eins og súrar gúrkur! Held að ég endi með að hella honum niður :)

Re: Gúrkusaison

Posted: 26. Jul 2014 07:59
by helgibelgi
gm- wrote:
helgibelgi wrote:Ég er líka svolítið spenntur fyrir þessum. Saison er uppáhaldið mitt þessa dagana!

Get eiginlega ekki ímyndað mér hvernig karakter gúrkurnar gefa í Saison... do tell :)
Hehe, þessi tilraun verður að teljast sem failure, því miður. Bjórinn lyktar og bragðast nefnilega alveg eins og súrar gúrkur! Held að ég endi með að hella honum niður :)
Djöfullinn, jæja... er ekki málið að geyma samt nokkrar flöskur og sjá hvort þetta breytist eitthvað með tímanum?

Re: Gúrkusaison

Posted: 26. Jul 2014 20:14
by bergrisi
Haha. Þessu getur maður lennt í. En ber mikla virðingu fyrir tilraunastarfseminni.

Re: Gúrkusaison

Posted: 26. Jul 2014 20:17
by æpíei
Já, þú átt alla mína samúð. :)

Re: Gúrkusaison

Posted: 28. Jul 2014 12:44
by gm-
Þetta gerist, stundum koma bjórar skemmtilega á óvart, stundum ekki :lol:

Hugsa að ég hafi haft bjórinn of lengi á gúrkunum (5 daga), og ég hefði sennilega átt að flysja þær fyrst, held að það sé aðallega hýðið sem gefur þetta bragð.

Er nú ennþá með hann á kút, en hann fer í vaskinn um leið og india session ölið mitt er tilbúið í næstu viku. Set kannski á nokkrar flöskur til að sjá hvernig hann eldist og til að hrella gesti :twisted:

Re: Gúrkusaison

Posted: 2. Aug 2014 01:26
by æpíei
Ég var að smakka gúrku saison frá Cigar City. Áhugaverður bjór. Alls ekki vondur en er ekki viss um að ég vildi eiga 2 kassa af honum. Fínt að geta keypt hann af og til, svona eina flösku í einu og deila henni þá með nokkrum vinum ;)

http://www.ratebeer.com/beer/cigar-city ... on/152460/" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Gúrkusaison

Posted: 2. Aug 2014 01:47
by Bjoggi
æpíei: fannstu þennann í ríkinu?

Re: Gúrkusaison

Posted: 2. Aug 2014 02:12
by æpíei
Nei, í USA

Re: Gúrkusaison

Posted: 3. Aug 2014 23:17
by æpíei
Er að smakka þennan gúrku Berliner Weisse

http://www.ratebeer.com/beer/great-sout ... ss/272912/" onclick="window.open(this.href);return false;

Gúrkan er klárlega hráefni sem má vinna með. Þessi er heldur minna ögrandi en Cigar City saison. Maður finnur þetta skemmtilega berliner weisse bragð, svo létta gúrku á eftir. Gæti verið að súrinn balansi út gúrkuna betur en í saisoninum. Þetta er bara ansi gott!

Ég skil núna hvað þú ert að reyna ná með þessu. Þetta gæti orðið mjög flott ef tekst vel. Bíð spenntur eftir frekari tilaunum frá þér. Ég gæti mas tekið upp á að gera slíkt hið sama.