Page 1 of 1
Nýtt tímarit: CRAFT BEER & BREWING MAGAZINE
Posted: 14. Apr 2014 03:53
by bergrisi
Hefur einhver skoðað þetta nýja blað?
http://www.beerandbrewing.com/" onclick="window.open(this.href);return false;"
Ég var að panta árs áskrift af þessu en þetta eru fjögur blöð á ári. Er áskrifandi af BYO (
http://byo.com/" onclick="window.open(this.href);return false;" og er ánægður með það blað.
Vonandi er þetta skemmtilegt og áhugavert blað sem svalar bjórforvitni minni.
Re: Nýtt tímarit: CRAFT BEER & BREWING MAGAZINE
Posted: 14. Apr 2014 06:46
by hrafnkell
Ég hafði ekki séð þetta. Um 1000kr per blað ef maður kaupir 2ja ára áskrift, það er ekki al slæmt.
Re: Nýtt tímarit: CRAFT BEER & BREWING MAGAZINE
Posted: 14. Apr 2014 16:10
by bergrisi
Ég prufaði eitt ár. Bíð spenntur eftir fyrsta blaði.
Re: Nýtt tímarit: CRAFT BEER & BREWING MAGAZINE
Posted: 14. Apr 2014 17:34
by gugguson
Takk fyrir að benda á þetta - pantaði líka eitt ár

Re: Nýtt tímarit: CRAFT BEER & BREWING MAGAZINE
Posted: 15. Apr 2014 23:49
by Idle
Endilega deilið upplifuninni þegar þið fáið fyrsta blaðið í hendurnar. Hef verið áskrifandi að BYO í nokkur ár, en aldrei heyrt um þetta fyrr.

Re: Nýtt tímarit: CRAFT BEER & BREWING MAGAZINE
Posted: 16. Apr 2014 09:50
by hrafnkell
Ég er einmitt búinn að vera áskrifandi að byo í 3-4 ár og zymurgy í 2 ár. Það er ekki verra að bæta við einu bruggtímaritinu enn

Re: Nýtt tímarit: CRAFT BEER & BREWING MAGAZINE
Posted: 30. Jul 2014 17:52
by bergrisi
Nú er ég búinn að fá tvö blöð af CRAFT BEER & BREWING MAGAZINE. Þetta er allt í lagi blað. Þetta er fjölbreyttara en ekki eins ítarlegt og BYO. Ég fæ miklu meira úr BYO sem heimabruggari og passar það mun betur við mitt áhugamál. Ég pantaði árs áskrift og þarf blaðið að heilla mig meira í vetur svo ég framlengi áskriftinni.
Prufaði einnig að panta "All about beer" þar sem ég fékk eitt eintak frítt. Ég mun ekki gerast áskrifandi af því.
Her er reynsla ykkar sem pöntuðuð blaðið?
Re: Nýtt tímarit: CRAFT BEER & BREWING MAGAZINE
Posted: 30. Jul 2014 19:39
by æpíei
Ég er búinn að fá eitt eintak og finnst það fínt. Það er kannski ekki eins tæknilegt og BYO en skemmtilegt að lesa það.
Til gamans má geta þess að ef þú notar kóða LOVEYOURBEER þá færðu 20% afslátt af áskrift fram til 1. ágúst.
Re: Nýtt tímarit: CRAFT BEER & BREWING MAGAZINE
Posted: 30. Jul 2014 20:57
by hrafnkell
Best að drífa í að panta áskrift, ég steingleymdi að gera það þegar þessi þráður var stofnaður
Coupon code "LOVEYOURBEER " is not valid.
Re: Nýtt tímarit: CRAFT BEER & BREWING MAGAZINE
Posted: 30. Jul 2014 21:02
by æpíei
Þú gætir þurft að skrá þig fyrst á áskrifendalistann á forsíðunni
http://www.beerandbrewing.com" onclick="window.open(this.href);return false;:
We're sharing the beer love! As a newsletter subscriber you get 20% off in our shop until tomorrow. Supplies on several items are limited, so place your order today! Simply enter the code LOVEYOURBEER at checkout.
Re: Nýtt tímarit: CRAFT BEER & BREWING MAGAZINE
Posted: 31. Jul 2014 10:08
by hrafnkell
Þetta var bara copy paste klúður, virkaði þegar ég typaði kóðann inn. $16 afsláttur af 2ja ára áskrift.. Alls ekki slæmt

Re: Nýtt tímarit: CRAFT BEER & BREWING MAGAZINE
Posted: 31. Jul 2014 23:35
by bergrisi
Djöfull eruð þið að græða!!!.
Re: Nýtt tímarit: CRAFT BEER & BREWING MAGAZINE
Posted: 1. Aug 2014 10:35
by hrafnkell
Alltaf að græða á fágun!
Re: Nýtt tímarit: CRAFT BEER & BREWING MAGAZINE
Posted: 10. Sep 2014 15:32
by æpíei
Ég var að fá póst frá Beersmith þar sem segir að sögn útgefanda Craft Beer & Brewing að það muni framvegis koma út 6 sinnum á ári í stað 4. Það er enn hægt að fá 20% afslátt af áskrift gegn kóða "beersmith".
Re: Nýtt tímarit: CRAFT BEER & BREWING MAGAZINE
Posted: 1. Apr 2015 13:09
by æpíei
Ég hef ekki fengið sl 3 tölublöð í áskrift. Það síðasta sem ég fékk var Fall 2014. Eru aðrir áskrifendur hér í sömu stöðu?
Re: Nýtt tímarit: CRAFT BEER & BREWING MAGAZINE
Posted: 1. Apr 2015 15:11
by hrafnkell
ég fékk eintak fyrir bara 1-2 vikum...
Re: Nýtt tímarit: CRAFT BEER & BREWING MAGAZINE
Posted: 1. Apr 2015 15:15
by æpíei
Einmitt. Það er eitthvað rugl á minni áskrift.