Page 1 of 1

Þrefaldur bruggdagur

Posted: 12. Apr 2014 21:49
by gm-
Hef ekkert bruggað að undanförnu vegna vinnu og ferðar til Íslands, svo allt er að verða tómt hjá mér.

Ákvað því að reyna að brugga þrjá skammta á einum degi, ætti að ganga, suðan er um hálfnuð á bjór nr 2 og kl bara 18:30, ætti að ná einum í viðbót í kvöld, þetta gengur nokkuð hratt fyrir sig þegar maður er með 2 góða potta.

Fyrsti sem ég bruggaði í morgun á að vera góður session "IPA", eitthvað svipað og Founders all day IPA, um 4.8% en vel humlaður með simcoe, amarillo og cascade.

Uppskriftin var svohljóðandi:

Batch Size (fermenter): 5.25 gal
Estimated OG: 1.047 SG
Estimated Color: 4.7 SRM
Estimated IBU: 57.8 IBUs
Boil Time: 60 Minutes

Ingredients:
------------
Amt Name Type # %/IBU
3.70 kg Pale Malt (2 Row) US (2.0 SRM) Grain 1 86.0 %
0.30 kg Caramel/Crystal Malt - 10L (10.0 SRM) Grain 2 7.0 %
0.30 kg Munich Malt (9.0 SRM) Grain 3 7.0 %
20.00 g Cascade [5.50 %] - First Wort 60.0 min Hop 4 15.8 IBUs
10.00 g Magnum [12.00 %] - Boil 60.0 min Hop 5 15.7 IBUs
0.26 tsp Irish Moss (Boil 10.0 mins) Fining 6 -
20.00 g Amarillo [9.20 %] - Boil 10.0 min Hop 7 8.7 IBUs
20.00 g Cascade [5.50 %] - Boil 10.0 min Hop 8 5.2 IBUs
20.00 g Simcoe [13.00 %] - Boil 10.0 min Hop 9 12.3 IBUs
20.00 g Amarillo [9.20 %] - Steep/Whirlpool 0.0 Hop 10 0.0 IBUs
20.00 g Cascade [5.50 %] - Steep/Whirlpool 0.0 Hop 11 0.0 IBUs
20.00 g Simcoe [13.00 %] - Steep/Whirlpool 0.0 Hop 12 0.0 IBUs
1.0 pkg Safale American (DCL/Fermentis #US-05) Yeast 13 -

Bjór númer 2 sem er núna að klárast var mjög einfaldur. Simcoe Mariss Otter SMaSH IPA.

Batch Size (fermenter): 5.25 gal
Estimated OG: 1.057 SG
Estimated Color: 5.1 SRM
Estimated IBU: 81.4 IBUs
Boil Time: 60 Minutes

Ingredients:
------------
Amt Name Type # %/IBU
5.00 kg Pale Malt, Maris Otter (3.0 SRM) Grain 1 100.0 %
20.00 g Simcoe [13.00 %] - First Wort 60.0 min Hop 2 34.5 IBUs
20.00 g Simcoe [13.00 %] - Boil 60.0 min Hop 3 31.4 IBUs
20.00 g Simcoe [13.00 %] - Boil 15.0 min Hop 4 15.6 IBUs
20.00 g Simcoe [13.00 %] - Steep/Whirlpool 0.0 Hop 5 0.0 IBUs
1.0 pkg Safale American (DCL/Fermentis #US-05) Yeast 6 -
40.00 g Simcoe [13.00 %] - Dry Hop 7.0 Days Hop 7 0.0 IBUs

Bjór númer 3 verður síðan uppskrift sem ég hef gert margoft, og er núna í uppskriftaflokknum, Good beer for people who like bad beer.
Uppskriftin er hér fyrir áhugasama:
http://fagun.is/viewtopic.php?f=7&t=3071

:skal:

Re: Þrefaldur bruggdagur

Posted: 13. Apr 2014 13:57
by bergrisi
Sæll!!
Hef gert tvo á einum degi og fannst það mikið.
Þetta er alvöru.

Re: Þrefaldur bruggdagur

Posted: 13. Apr 2014 17:04
by Eyvindur
Ég er einmitt með það á stefnuskránni að gera session IPA. Líst vel á þessa uppskrift.

Re: Þrefaldur bruggdagur

Posted: 13. Apr 2014 21:44
by rdavidsson
Ég bruggaði einusinni 3 bjóra á einum degi og setti 30L af bjór á flöskur, geri það aldrei aftur, var nokkra daga að jafna mig eftir það hehe...

Þessi IPA er flottur, ég hef einmitt verið að gera IPA með Cascade og Amarillo saman í 20/5/0/dry hop (og Magnum í FWH), það hefur verið að koma mjög vel út, er mikið að spá í að bæta Simcoe við, gæti komið vel út..

Re: Þrefaldur bruggdagur

Posted: 13. Apr 2014 22:26
by gm-
Já ég hugsa að ég haldi mig við 2 skammta mest á einum degi, þrír voru dáldið mikið.

En uppskeran var góð :beer:
Image

Re: Þrefaldur bruggdagur

Posted: 13. Apr 2014 22:30
by gm-
rdavidsson wrote:Ég bruggaði einusinni 3 bjóra á einum degi og setti 30L af bjór á flöskur, geri það aldrei aftur, var nokkra daga að jafna mig eftir það hehe...

Þessi IPA er flottur, ég hef einmitt verið að gera IPA með Cascade og Amarillo saman í 20/5/0/dry hop (og Magnum í FWH), það hefur verið að koma mjög vel út, er mikið að spá í að bæta Simcoe við, gæti komið vel út..
Já, hugsa að þessir humlar ættu að koma mjög vel út saman, pósta hvað mér finnst þegar þessi verður kominn á krana