Kristjanía reyköl
Posted: 8. Apr 2014 00:06
Ég þykist tilneyddur, eftir smakk á mánudagsfundi í kvöld, að gera þessari uppskrift hærra undir höfði en svo að vera ein þriggja sem var sett inn bara til að halda bruggdagbók. Mánudagsfundur var að fíla þetta, enda mikil bragðbomba hér á ferð, næstum eins og að drekka beikon. Uppskriftin er langt frá því að vera flókin, ég byrjaði með 28l af vatni í single-step BIAB meskingu í ca. 68°C með 5,5kg Rauch og 200g Carafa II, flameout í 78°C, svo soðið í 90 mínútur með Tettnang í 60 mín til að gefa ca. 30IBU. Gerjað með Safale US-05 án nokkurrar hitastýringar og kolsýrt í efri mörkum stíls skv. reiknivélinni á hbd.org, eða í 2,6 vol.
Eða ef menn vilja copypastað úr Brewtarget:
Classic Rauchbier stíllinn er hér brotinn í OG/ABV og geri til að fá meiri fyllingu og meiri reyk. Þessi Tettnang humall þarna er örugglega ekki heilagur, enda soðinn í 60 mínútur. Ég átti hann til og vildi ekki brjóta stílinn meira en þegar var orðið, en Magnum myndi eflaust gera sama, ef ekki meira gagn. Sömuleiðis myndi ég eflaust prófa lagerger þarna ef ég gæti, en US-05 gerið skilaði samt mjög góðum bjór fyrir minn smekk og viðstaddra á fundi í kvöld.
Textinn á miðanum eins og hann er á Photobucket vísar í fyrri lögun, sem þessi er stór betrumbæting á. Lúkkið er samt hið sama þó einhverjar tölur séu rangar:

Menn virtust ekki tengja á fundinum hvert ég var að fara með rauðu upphafsstöfunum framan á miðunum, svo ég ætla að láta þessa fylgja með svo lengi sem eigandi hennar kýs að geyma hana á þessum stað á netinu:

Eða ef menn vilja copypastað úr Brewtarget:
Code: Select all
Kristjania II - Classic Rauchbier
================================================================================
Batch Size: 21.000 L
Boil Size: 25.000 L
Boil Time: 90.000 min
Efficiency: 75%%
OG: 1.062
FG: 1.012
ABV: 6.5%%
Bitterness: 31.1 IBUs (Rager)
Color: 18 SRM (Morey)
Fermentables
================================================================================
Name Type Amount Mashed Late Yield Color
Rauch Malt (GER) Grain 5.500 kg Yes No 80%% 2 L
Carafa II Grain 200.000 g Yes No 70%% 412 L
Total grain: 5.700 kg
Hops
================================================================================
Name Alpha Amount Use Time Form IBU
Tettnang 4.4%% 50.000 g Boil 60.000 min Pellet 31.1
Misc
================================================================================
Name Type Use Amount Time
Irish Moss Fining Boil 5.000 mL 15.000 min
Yeast
================================================================================
Name Type Form Amount Stage
Safale S-05 Ale Dry 11.000 g PrimaryTextinn á miðanum eins og hann er á Photobucket vísar í fyrri lögun, sem þessi er stór betrumbæting á. Lúkkið er samt hið sama þó einhverjar tölur séu rangar:

Menn virtust ekki tengja á fundinum hvert ég var að fara með rauðu upphafsstöfunum framan á miðunum, svo ég ætla að láta þessa fylgja með svo lengi sem eigandi hennar kýs að geyma hana á þessum stað á netinu:
