Page 1 of 1

"Léttur" Imperial Stout

Posted: 29. Mar 2014 07:34
by rdavidsson
Setti í þennan í gærkvöldi, planið er svo að splitta batchinu upp við átöppun og setja kaffi í hluta og jafnvel vodkalegna eikarkubba í hluta. Það verður gaman að sjá hvort maður finni eitthvað fyrir biscuit maltinu sem ég keypti hjá Vínkjallaranum, svakalega góð lykt og bragð af því !

BeerSmith 2 Recipe Printout - http://www.beersmith.com" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;
Recipe: Outmeal Stout
Brewer: Raggi
Asst Brewer:
Style: Imperial Stout
TYPE: All Grain
Taste: (30,0)

Recipe Specifications
--------------------------
Boil Size: 29,17 l
Post Boil Volume: 22,36 l
Batch Size (fermenter): 20,00 l
Bottling Volume: 18,00 l
Estimated OG: 1,080 SG
Estimated Color: 35,7 SRM
Estimated IBU: 35,5 IBUs
Brewhouse Efficiency: 65,00 %
Est Mash Efficiency: 70,6 %
Boil Time: 60 Minutes

Ingredients:
------------
Amt Name Type # %/IBU
4,99 kg Maris Otter (Crisp) (4,0 SRM) Grain 1 65,6 %
0,62 kg Oats, Flaked (1,0 SRM) Grain 2 8,2 %
0,53 kg Biscuit Malt (23,0 SRM) Grain 3 6,9 %
0,31 kg Caramunich III (Weyermann) (71,0 SRM) Grain 4 4,1 %
0,31 kg Roasted Barley (300,0 SRM) Grain 5 4,1 %
0,21 kg Carafa Special II (Weyermann) (415,0 SRM Grain 6 2,8 %
0,31 kg Brown Sugar, Dark (50,0 SRM) Sugar 7 4,1 %
0,31 kg Maple Syrup (35,0 SRM) Sugar 8 4,1 %
60,50 g Goldings, East Kent [5,40 %] - Boil 60,0 Hop 9 35,5 IBUs
2,0 pkg Nottingham (Danstar #-) [23,66 ml] Yeast 10 -

Meskjað við 68,5°C

Re: "Léttur" Imperial Stout

Posted: 29. Mar 2014 19:39
by bergrisi
Farðu varlega í vodkalegna eykarkubba. Minn bjór varð eins og bjórlíkið sáluga. Vodkaleggnar súkkulaðinibbur hafa komið vel út hjá mér.

Re: "Léttur" Imperial Stout

Posted: 29. Mar 2014 21:00
by æpíei
Af hverju þarf að leggja þær í vodka? Vodka er bragðlaust, bara áfengi. Fást ekki sömu áhrif af eikinni eða kakónibbum í secondari ef þær eru bara settar beit útí?

Re: "Léttur" Imperial Stout

Posted: 29. Mar 2014 21:17
by Eyvindur
Er hugmyndin ekki sú að láta vodkann drekka eikarbragðið í sig og geta þannig stjórnað því nákvæmlega hversu mikið eikarbragð maður setur í bjórinn, með því að setja smáræði í einu og smakka til?

Re: "Léttur" Imperial Stout

Posted: 29. Mar 2014 22:10
by bergrisi
Stórt er spurt. Mér finnst vodkinn virka sem krydd á móti súkkulaði nibbum. Finnst gott að fá létt tónað krydd bragð af súkkulaði nibbunum. Er hræddur um að það kæmi of lítið bragð ef enginn vodki væri. En hef að vísu ekki prufað að sleppa vodkanum en er ánægður með útkomuna hingað til.

Re: "Léttur" Imperial Stout

Posted: 29. Mar 2014 23:50
by rdavidsson
Planið með vodkanum og eikinni var að sleppa því að setja bjórinn í secondary í nokkrar vikur/mánuði og ná frekar eikarbragðinu út kubbunum með vodkanum og blanda því svo bara útí við átöppun (eins og ég ætla ða gera með kaffið).

Ég á reyndar allveg eftir að lesa mig til um þetta, hef 3-4 vikur ;)

Re: "Léttur" Imperial Stout

Posted: 30. Mar 2014 09:52
by hrafnkell
Margir vilja bara sótthreinsa kubbana með vodkanum í nokkra daga, hella honum svo og setja kubbana í. Ég henti í aðeins stærri stout um daginn og ætla að fara þann veginn. Sé fyrir mér að klára gerjun á ~10 dögum, setja svo í secondary á madagaskar vanillu og eikarkubba í nokkrar vikur áður en ég racka á kút.

Það er grein um eikun í nýlegu BYO blaði.

Re: "Léttur" Imperial Stout

Posted: 30. Mar 2014 10:05
by æpíei
Einmitt. Ég gufusauð kubbana til að sótthreinsa þegar ég gerði stout og lét liggja í secondary nokkrar vikur. Ég skil sjónarmiðið með að spara tíma og það má vera að það virki ágætlega. En ég er bara soddan púristi sjálfur að mér finnst ekki eigi að setja brennt áfengi í bjórinn, mema þá whisky eða bourbon og álíka ef planið er að fá bragðið úr því í bjórinn.

Re: "Léttur" Imperial Stout

Posted: 31. Mar 2014 13:06
by Plammi
Þeir tóku þetta fyrir í Brew Strong fyrir nokkrum árum, fínn þáttur:
http://thebrewingnetwork.com/shows/Brew ... Wood-Aging

Re: "Léttur" Imperial Stout

Posted: 22. Apr 2014 08:56
by rdavidsson
Ég ákvað að sleppa vodkanum og gufusauð kubbana í um 15-20 mínútur í staðinn, heimilið var undirlagt í eikarlykt í 1-2klst á eftir :)

Hrafnkell kom með þá snilldar hugmynd að setja bjórinn á 2x10L corny kúta strax og nota kútana sem secondary, ég setti kubbana bara beint útí..

Eftir u.þ.b 1 mánuð ætla ég að tengja kútana við kolsýruna og setja svo á flöskur eftir eftir nokkrar vikur...