Tvískiptur bruggdagur.

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Tvískiptur bruggdagur.

Post by bergrisi »

Góðan daginn. Fyrst það er svona rólegt hérna þá vil ég henda inn smá vangaveltum hjá mér.

Ég ætlaði að gera bjór á morgun en þarf óvænt að fara að vinna um hádegi svo ég næ ekki fullum bjórgerðardegi. Svo ég ætla að prufa að meskja í kvöld en sjóða á morgun. Er eitthvað sem mælir gegn því? Var að spá í hvort að einhver efni losni úr virtinum þegar hann bíður í hálfan sólarhring áður en suða hefst. Er að gera reyktan porter úr BCS og hafði hugsað mér að geyma virtinn suðupottinum í nótt og kveikja svo undir snemma á morgun.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Tvískiptur bruggdagur.

Post by hrafnkell »

Hann gæti súrnað eitthvað... Spurning um að ná upp suðunni til að drepa allt, slökkva svo undir og klára suðuna daginn eftir? Ég veit ekki, bara pæling :)
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Tvískiptur bruggdagur.

Post by æpíei »

Ég hef gert þetta. Ég tók hluta af virti til hliðar og geymdi í ca 3 daga áður en ég sauð það í litla prufulögun (var með allt aðra humla en stóra lögunin). Ég varð ekki var við að það hefði nein áhrif. Þegar þú sýður virtinn þá ættiru að drepa allt hvort sem er. Ég myndi bara kýla á það!
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Tvískiptur bruggdagur.

Post by bergrisi »

Takk.
Það verður ekki snúið við. Mesking búin og er að gera starter. Gæti verið sniðugt að ná upp smá suðu. En eins og Æpíei segir þá þá klikkaði ekkert hjá honum. Þetta er líka kolsvartur porter sem ég held að þoli allt. Ætla að kíla á þetta.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Tvískiptur bruggdagur.

Post by æpíei »

Mundu bara að þú verður talsvert lengur að ná upp suðunni á morgun. Gangi þér vel :skal:
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Tvískiptur bruggdagur.

Post by bergrisi »

Ég nota kælispýralinn til að ná hita uppí 75 gráður. Svo er það góður tími eftir það að ná suðu.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Tvískiptur bruggdagur.

Post by Eyvindur »

Sigurður meskir yfirleitt að kvöldi og sýður að morgni. Virkar fínt. Hann er auðvitað með mjög vel einangraðan pott, þannig að ég geri ráð fyrir að hann dvelji ekki lengi á súrnunarhita (40-45°C).
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Tvískiptur bruggdagur.

Post by Classic »

Ég hef einu sinni lent í því að ná honum ekki upp. Pottinum þ.e.a.s. Elimentin voru orðin lasin og skitu á sig í rétt rúmum 80°C. Nú voru góð ráð dýr en ég mellti bara virtinni í fötu, fór daginn eftir og keypti tvo katla í RFL og skipti og sauð bjórinn sólarhring eftir meskingu. Sennilega besti bjór sem ég hef gert. Hann var humlaður strax eftir meskingu (first wort hops), spurning hvernir þeir humlar hafa hegðað sér öðruvísi en þeir áttu að gera, en það kom ekki að sök nema síður sé.

SÁEÖFÞH :beer:
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Tvískiptur bruggdagur.

Post by bergrisi »

Takk fyrir innleggin ykkar. Var búinn að sjóða í morgun fyrir 10 og allt komið í gerjunarfötu. Hef tröllatrú á þessum bjór og viss um að þetta hafi ekkert skaðað bjórinn.
Hendi inn uppskriftinni inná bruggdagbókina mína.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
Post Reply