Jesús og aðrir páskabjórar.

Deildu skoðun þinni á drykk sem þú hefur nýlega smakkað. Eða segðu frá skemmtilegum stað sem þú heimsóttir.
Forum rules
Endilega komdu með þína skoðun á drykk sem þú hefur smakkað nýlega. Munið bara eitt. Berum virðingu fyrir öllum drykkjum.
Post Reply
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Jesús og aðrir páskabjórar.

Post by bergrisi »

Hvað finnst ykkur um páskabjórana?
Við félagarnir smökkuðum í gær og var Páska bock frá Vífilfell bestur.
Er að melta Jesú. Er ekkert að missa mig yfir honum. Þari var slappur. Annað óspennqndi og páska gull slakastur.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
Sindri
Kraftagerill
Posts: 118
Joined: 9. Mar 2013 11:39

Re: Jesús og aðrir páskabjórar.

Post by Sindri »

Smakkaði jesús um daginn og var ekki hrifinn af honum.. ekki góður ekki vondur. Fékk mér Páska bock í gær og finnst mér hann klárlega bestur. Smakkaði líka Páska kalda og hef eiginlega verið fyrir vonbrigðum með síðustu bjóra frá kalda og borg.
Á flösku: Sindness (Guinness clone), Hvítvín & Rauðvín
Á kút: #Yolo v3.5 Imperial stout með eik og koníaki
Í gerjun: Ekkert.....
To do: Alltof mikið.....
User avatar
jniels
Villigerill
Posts: 41
Joined: 24. Jan 2013 17:13

Re: Jesús og aðrir páskabjórar.

Post by jniels »

Ég er nokkurnveginn sammála ykkur með Jesú. Hvorki vondur né góður einhvernveginn. Dó frekar fljótt í glasinu hjá mér og það er eitthvað í eftirbragðinu, líklega eikin, sem fer aðeins í taugarnar á mér.
Páska Bock finnst mér mjög góður og sótti mér meira af honum áðan.
*************
Kveðja
Jóhann N

Education is important, but beer is importanter...
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Jesús og aðrir páskabjórar.

Post by hrafnkell »

Ég er ekki búinn að smakka Jesús. Gleymdi að kaupa mér hann. Ég hef oft verið spenntari fyrir árstíðarbjórunum frá borg, sennilega þess vegna sem ég gleymdi að kaupa hann.

Svo er það stóra vandamálið að þegar maður á alltaf nóg af frábærum heimagerðum bjór, þá fer maður voðalega sjaldan í ríkið og missir af hinu og þessu. Einhver annar sem á við þetta erfiða vandamál að stríða? :)
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Jesús og aðrir páskabjórar.

Post by helgibelgi »

hrafnkell wrote:Ég er ekki búinn að smakka Jesús. Gleymdi að kaupa mér hann. Ég hef oft verið spenntari fyrir árstíðarbjórunum frá borg, sennilega þess vegna sem ég gleymdi að kaupa hann.

Svo er það stóra vandamálið að þegar maður á alltaf nóg af frábærum heimagerðum bjór, þá fer maður voðalega sjaldan í ríkið og missir af hinu og þessu. Einhver annar sem á við þetta erfiða vandamál að stríða? :)
Já, gleymdi að kaupa hann núna í nokkra daga. Nóg af bruggi hér á bæ :beer:
einarornth
Kraftagerill
Posts: 79
Joined: 25. Nov 2009 13:52

Re: Jesús og aðrir páskabjórar.

Post by einarornth »

Mér finnst Jésú alveg ágætur, skemmtilegt súkkulaðieftirbragð. En alls ekki með betri bjórum. Keypti samt tvær kippur, önnur verður geymd eitthvað.
Post Reply