Page 1 of 1

Gunnar Nelson IPA SMASH

Posted: 4. Mar 2014 22:47
by oliagust
Oftast koma menn með uppskriftir hér áður en þær eru bruggaðar og svo vantar að segja frá hvernig smakkaðist.

Ég kem því með eina hér sem er komin á flöskur og búið að smakka. Reyndar bara búið að vera á flösku í eina viku. Fyrstu viðbrögð eru þó að þetta sé bara asskoti góður IPA. Fallegur á litinn og í góðum balans.

Ætlunin var að gera SMASH. En reyndin varð að nota Columbus sem beiskjuhumla til að spara smá og Nelson Sauvin í rest. Þetta reyndist vera ódýrasti bjórinn sem við höfum gert pr. flösku.

11,5 kg Munich I malt
70gr Columbus, 60 mín
55gr Nelson Sauvin, 15mín
55gr Nelson Sauvin, 0mín


IBU 82
OG 1062
Ger S04

Verst að Nelson virðist uppseldur á landinu...