Afþreying sunnudagsins - Berjamjöður / Melomel

Spjall um mjaðargerð og allt henni tengt.
Post Reply
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Afþreying sunnudagsins - Berjamjöður / Melomel

Post by hrafnkell »

Ég tók mig til í dag og henti í ~5-6 lítra af annars vegar kirsuberjamiði, og hins vegar berjamiði, úr blönduðum berjum.

Kirsuber
Image
Image

Blönduð ber
Image
Image

Hunang
Image

1.120 gravity - Þetta er kirsuberja
Image

Þetta verður eitthvað athyglisvert. Ég skrifaði (mikið) meira um hvernig ég fór að og meiri myndir á bloggið mitt:
http://brew.is/blog/2014/02/berjamjodur-melomel/" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09

Re: Afþreying sunnudagsins - Berjamjöður / Melomel

Post by Plammi »

Áhugavert. Þetta er einmitt í áttina að því sem mig langar að prófa í 5L gerjunarflöskunni minni.
Þegar þú setur heitt vatn í, hversu heitt þarf það að vera? Er verið að sótthreynsa og/eða ná einhverju meira úr berjunum?
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Afþreying sunnudagsins - Berjamjöður / Melomel

Post by Eyvindur »

Spennandi. Mig hefur lengi langað að prófa að gera ávaxtamjöð einhvers konar.

Seturðu berin strax, en ekki eftir frumgerjun, til að nýta næringarefnin úr þeim?

Hlakka til að fylgjast með þessu! :D
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Afþreying sunnudagsins - Berjamjöður / Melomel

Post by hrafnkell »

Plammi wrote:Áhugavert. Þetta er einmitt í áttina að því sem mig langar að prófa í 5L gerjunarflöskunni minni.
Þegar þú setur heitt vatn í, hversu heitt þarf það að vera? Er verið að sótthreynsa og/eða ná einhverju meira úr berjunum?
Berin eru frosin og ég vildi ná réttum hita á blöndunni fyrir gerið. Setti aðeins of heitt þannig að ég þurfti að kæla niður aftur.

Sumir vilja sjóða berin áður en þau eru sett í blönduna ("must"), en flestir eru líka sammála að þá bjóði maður upp á t.d. pektín vandamál og að maður minnka aðeins "ferskleikann" sem maður fær úr ávöxtunum.

Athugaðu að þessi uppskrift tekur uþb 7 lítra svona, þannig að þú þarft stærra ílát en 5l fyrir primary. 5l glerkútur er svo tilvalinn fyrir secondary, eftir 1-2 mánuði þegar þú fleytir ofan af berjunum.
Eyvindur wrote:Spennandi. Mig hefur lengi langað að prófa að gera ávaxtamjöð einhvers konar.

Seturðu berin strax, en ekki eftir frumgerjun, til að nýta næringarefnin úr þeim?

Hlakka til að fylgjast með þessu! :D
Ég setti berin strax, í þetta skiptið. Einmitt upp á að fá einhverja næringu og svona. Margir vilja gefa miðinum nokkrar vikur áður en berin fara í, til þess að gerið freti ekki megninu af berjagamaninu út um loftlásinn. Ég lét þetta duga núna. Curt Stock gerði þetta svona í brewingtv þættinum sem ég linkaði á blogginu þannig að þetta getur varla verið al galið. Hann notar reyndar ennþá meira af ávöxtum en ég notaði.
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Afþreying sunnudagsins - Berjamjöður / Melomel

Post by helgibelgi »

Virkilega ánægður með þetta!

Mjöðurinn sem ég fékk að smakka frá þér var hreinn unaður og er mjög ánægður að þú sért að prófa þig áfram í þessari grein.

Vonandi mun ég geta veitt þér smá samkeppni í mjaðargerðinni í nánari framtíð! (þurfum að koma fyrir mjaðar-flokki í bruggkeppnina!) :fagun:
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Afþreying sunnudagsins - Berjamjöður / Melomel

Post by hrafnkell »

helgibelgi wrote:Virkilega ánægður með þetta!

Mjöðurinn sem ég fékk að smakka frá þér var hreinn unaður og er mjög ánægður að þú sért að prófa þig áfram í þessari grein.

Vonandi mun ég geta veitt þér smá samkeppni í mjaðargerðinni í nánari framtíð! (þurfum að koma fyrir mjaðar-flokki í bruggkeppnina!) :fagun:
Já endilega henda í mjöð, það er bara gaman ef fleiri fara í þetta og skiptast á smakki. Ég er einmitt mjög hrifinn af cysernum mínum. Ég hef engan samanburð, en finnst hann hafa heppnast mjög vel.

Ég bætti næringu og súrefni í melomelinn í gær:
Image

Gerillinn er alveg á fullu að vinna á þessu og það varð hressilega mikil froða þegar ég bætti súrefninu í.
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Afþreying sunnudagsins - Berjamjöður / Melomel

Post by æpíei »

Ég var að horfa á nýjasta þátt Chop and Brew í gær. Þar var náungi sem sérhæfir sig í mjöð að ræða hvernig hann fer að. Margverðlaunaður allt frá fyrstu lögun. Áhugaverðir punktar hjá honum eru að hann gerjar í "lower 60s" sem er ca 16-17 gráður, notar Nottingham ger, og hann hristir hressilega gerjunarfötuna mörgum sinnum á dag til að losa út gas ofan af leginum. Hann segir að töfrarnir gerist eftir að mjöðurinn er kominn á kút, þá sé rétti tíminn til að bæta við ávöxtum og öðrum bragðefnum, fyrir utan engifer sem hann rífur beint ofan í primary. Þá er hann á því að mjöður eigi að vera tilbúinn á 4 mánuðum max. Þeir sem telja sig þurfa að bíða í mörg ár séu ekki á réttri leið. Áhugaverðir punktar í umræðuna, en YMMV (Your Milage May Vary) :)

http://chopandbrew.com/2014/02/16/chop- ... -mino-choi" onclick="window.open(this.href);return false;
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Afþreying sunnudagsins - Berjamjöður / Melomel

Post by hrafnkell »

æpíei wrote:Ég var að horfa á nýjasta þátt Chop and Brew í gær. Þar var náungi sem sérhæfir sig í mjöð að ræða hvernig hann fer að.....
Valid punktar. Ég er svolítið spenntur að sjá muninn á 71b og wyeast gerinu sem ég notaði í cyserinn. Ég er mjög ánægður með cyserinn, verður athyglisvert að sjá hvernig melomel þróast eftir nokkra mánuði.

Ég á alveg örugglega eftir að gera meiri tilraunir með þetta á næstunni :)


Sýnist btw í chop&brew að Mino noti notty og lágan gerjunarhita í hard ciderinn.. Það er nokkuð standard practice. Er ekki kominn í mjaðarumræðuna í þættinum :)

Edit: Jebb, rétt. Hann notar EC-1118 í mjöðinn. Sem er oft talið frekar brútal ger..
Last edited by hrafnkell on 18. Feb 2014 16:03, edited 1 time in total.
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Afþreying sunnudagsins - Berjamjöður / Melomel

Post by æpíei »

Heyrðu, þetta gæti svo sem hafa skolast til hjá mér. Horfði á þetta rétt fyrir svefninn. En áhugaverðar pælingar samt hjá honum. :)
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Afþreying sunnudagsins - Berjamjöður / Melomel

Post by hrafnkell »

Nú er mjöðurinn búinn að vera í primary í 3 daga, og ég tók sykurmælingu og bætti næringu og súrefni í hann:

Kirsuber: 1.065 (46% gerjað)
Berjablanda: 1.070 (42% gerjað)

Þetta var sennilega seinasta næringar og súrefnisblanda sem ég set í þennan mjöð. Næsta skref er að bíða í 3-4 vikur og færa hann þá af ávöxtunum. Vonandi verður eitthvað af ávöxtunum sokknir því þetta flýtur allt eins og korktappar núna og stefnir í heljarinnar vandræði að filtera þá frá. Hefði átt að sauma mér poka til að hafa ávextina í :)

Svo fer þetta á flöskur eftir 1-2 mánuði í secondary og þá fær maður smakk.
Snordahl
Villigerill
Posts: 35
Joined: 22. Jun 2013 23:40

Re: Afþreying sunnudagsins - Berjamjöður / Melomel

Post by Snordahl »

Mjög flott Hrafnkell og gaman að fylgjast með þessu.
Eftir að hafa smakkað mjög góðan bláberjamjöð hjá vini að þá ætla ég að fara í tilraunastarfsemi um helgina, ætla skella í léttan Cider og Mjöð.

Hver er pælingin með að bæta súrefni í "mustin" eftir að gerjun er hafin?
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Afþreying sunnudagsins - Berjamjöður / Melomel

Post by hrafnkell »

Snordahl wrote:Mjög flott Hrafnkell og gaman að fylgjast með þessu.
Eftir að hafa smakkað mjög góðan bláberjamjöð hjá vini að þá ætla ég að fara í tilraunastarfsemi um helgina, ætla skella í léttan Cider og Mjöð.

Hver er pælingin með að bæta súrefni í "mustin" eftir að gerjun er hafin?
Gerið á erfitt með hunangið og áfengismagnið sem er í flestum mjöðum. Súrefni á fyrstu stigum gerjunarinnar hjálpar gerlinum að fjölga sér og gefa meira "clean" gerjun. Súrefni og næring í byrjun og í nokkrum þrepum eftir að gerjun er byrjuð er talin lykillinn að því að gera góðan mjöð.

Ekki er mælt með því að bæta súrefni í mjöðinn eftir að ~50% gerjunar er búin.
Snordahl
Villigerill
Posts: 35
Joined: 22. Jun 2013 23:40

Re: Afþreying sunnudagsins - Berjamjöður / Melomel

Post by Snordahl »

Ég skil. Nú á ég ekki svona græju en gæti ég ekki þá opnað tunnuna, hleypt súrefni inn, lokað og hrist fötuna eða er það alveg galið? :)

Ertu með einhver viðmið hvenær súrefnis viðbætur eru nauðsynlegar eftir OG?
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Afþreying sunnudagsins - Berjamjöður / Melomel

Post by hrafnkell »

Snordahl wrote:Ég skil. Nú á ég ekki svona græju en gæti ég ekki þá opnað tunnuna, hleypt súrefni inn, lokað og hrist fötuna eða er það alveg galið? :)

Það er ekki galið. Þannig gera flestir þetta, ég bara átti O2 kútinn þannig að ég notaði hann.


Það er miðað við að setja næringuna og súrefnið í á þessu scheduli sem ég setti á bloggið:
Um gernæringu: Það er algengt að nota uþb 1 teskeið af gernæringu per gallon (3.8 lítra) af miði. Venjulega er helmingnum bætt í strax við blöndun, og rest svo dreift í daglega næstu 2-4 daga og hrært upp í miðinum samhliða því. Það er talið gera gæfumuninn fram yfir að til dæmis setja alla næringuna strax. Það er ekki mælt með því að bæta súrefni í mjöðinn eftir að gerið er búið með 50% af sykrinum..
Last edited by hrafnkell on 20. Feb 2014 15:05, edited 1 time in total.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Afþreying sunnudagsins - Berjamjöður / Melomel

Post by Eyvindur »

Smá leiðrétting: 1 US gallon er 3,8l. :geek:
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Post Reply