Page 1 of 1

Einn virtur - þrenns konar ger

Posted: 11. Feb 2014 16:42
by viddi
Gerði smá tilraun heima á baði. Útbjó suður enskt brúnöl, ca. 13 lítra sem ég skipti í þrjár glerflöskur og gerjaði með þremur mismunandi gerjum.

Uppskriftin:
17,5 L vatns, meskihitastig 66°
1,5 kg Pale ale
270 g CMIII
170 g Caraaroma
150 g Special Roast
100 g Carafa I
1.034 PBV og ca. 16 L

Suða í 60 mínútur
5 g EKG í First wort hop
7 g EKG í 60 mín.

OG = 1.043
Súrefni í allar flöskur

Gerin
Flaska A: 1 poki af WY1026 British Cask Ale. Var ca. 24 tíma að koma sér að verki (útrunninn poki) en gerjaði býsna vel og endaði í 1.012

Flaska B: 1 poki af Mangrove Jacks M07 British Ale. Byrjaði nánast strax að gerja en endaði í 1.014.

Flaska C: 1 poki af "no name" geri úr Vínkjallaranum (Top - Fermenting). Byrjaði nánast strax að gerja en endaði í 1.014.

Bragðið
Heilt yfir var bjórinn ekki nógu áhugaverður en engu að síður tilraunarinnar virði.

Bjór A: Lítil lykt, svolítið vatnskenndur. Ágætis rist og súkkulaði og hnetukeimur.Tyggjó og bananar (lítið), miklu meira að gerast í þessum bjór en hinum.

Bjór B: Lítil lykt, svolítið vatnskenndur, aðeins meiri beiskja en í C. Pínu hnetukeimur, minna súkkulaði en í C.

Bjór C: Lítil lykt, vatnskenndur, rist og súkkulaði en minni hnetukeimur en af hinum 2. Minnstur karakter en mest súkkulaðieftirbragð.

Re: Einn virtur - þrenns konar ger

Posted: 11. Feb 2014 17:28
by bergrisi
Skemmtileg tilraun.
Gaman af þessu.