Page 1 of 1

Mánudagsfundur, 3. feb. 2014

Posted: 3. Feb 2014 14:07
by Eyvindur
Ég biðst innilega afsökunar. Ég póstaði þessu í Fréttir, haldandi að þá myndu allir sjá þetta, en það hefur víst verið rangt. Ég birti þetta hérmeð aftur. Vona að enginn missi af fundinum út af þessu tækniklúðri.

Jæja, félagar, þá er komið að hinum mánaðarlega mánudagsfundi eins og vera ber. Við hittumst í Viddastofu á Kex á slaginu 20.30, að venju.

Dagskrá: Fastir liðir eins og venjulega.

Hlökkum til að sjá ykkur! Hvetjum þá sem ekki hafa mætt áður til að láta sjá sig. Það er fátt skemmtilegra en að ræða við aðra nörda um nördaskap.

Sjáumst þá!

Stjórnin.

Re: Mánudagsfundur, 3. feb. 2014

Posted: 3. Feb 2014 14:17
by helgibelgi
Ég mæti! hugsanlega með smakk!

Re: Mánudagsfundur, 3. feb. 2014

Posted: 3. Feb 2014 15:22
by hrafnkell
Tómt vesen, ég kemst ekki.. Ég var að bottla eplavíni, miði og allskonar spennandi. Það bíður þá bara fram að næsta fundi :)

Re: Mánudagsfundur, 3. feb. 2014

Posted: 3. Feb 2014 16:53
by gm-
Eru þessir fundir alltaf fyrsta mánudag mánaðarins? Enginn möguleiki á aukafundi milli 17 og 31 mars? Væri gaman að hitta fágunarmeðlimi og spjalla um brugg á íslensku

Re: Mánudagsfundur, 3. feb. 2014

Posted: 3. Feb 2014 17:03
by Eyvindur
Það væri nú örugglega lítið mál fyrir þig að setja bara inn þráð með hugmynd um slíkt. Ég er viss um að ég get potað í Óla á Kex og fengið Viddastofu, ef þú vilt.

Ég held ekki að margir í Fágun séu mótfallnir því að hittast og drekka bjór, þótt það sé ekki á mánudegi.

Re: Mánudagsfundur, 3. feb. 2014

Posted: 3. Feb 2014 17:15
by astaosk
Ég er einmitt alltaf upptekin á mánudagskvöldum, svo það væri gaman ef það væri einhvern tímann ekki-mánudags fundur

Re: Mánudagsfundur, 3. feb. 2014

Posted: 5. Feb 2014 14:29
by gm-
Eyvindur wrote:Það væri nú örugglega lítið mál fyrir þig að setja bara inn þráð með hugmynd um slíkt. Ég er viss um að ég get potað í Óla á Kex og fengið Viddastofu, ef þú vilt.

Ég held ekki að margir í Fágun séu mótfallnir því að hittast og drekka bjór, þótt það sé ekki á mánudegi.
Hljómar mjög vel, smelli inn þræði þegar nær dregur. Var að spá í fimmtudags eða sunnudagskvöldi.

Re: Mánudagsfundur, 3. feb. 2014

Posted: 5. Feb 2014 16:02
by bergrisi
Líst vel á.

Re: Mánudagsfundur, 3. feb. 2014

Posted: 5. Feb 2014 16:32
by Plammi
gm- wrote:Hljómar mjög vel, smelli inn þræði þegar nær dregur. Var að spá í fimmtudags eða sunnudagskvöldi.
Eða bara frá fimmtudegi til sunnudags... :p