Page 1 of 1

Fyrsta smakk

Posted: 3. Feb 2014 10:39
by Krissa
Þá erum við hjónin búin að smakka okkar fyrstu bruggun sem kom merkilega á óvart. Mér finnst hann reyndar svoldið rammur með beisku eftir bragði. Er hægt að gera eitthvað til að sleppa við það? Við erum með ölið úr byrjendapakkanum frá brew.is

Kveðja
Krissa

Re: Fyrsta smakk

Posted: 3. Feb 2014 11:27
by drekatemjari
það skemmtilega við bruggun er að þú getur gert þann bjór sem þú vilt og síðan breytt uppskriftum eftir þínu höfði.
Ég ætla að gera ráð fyrir að byrjendaölið sem þú minnist á hafi verið Bee cave en það er American Pale ale og fyrir óharðnaða er sú uppskrift ef til vill svolítið beisk og þá sérstaklega ef nýtnin í bruggferlinu er ekki mikil því þá verður minni sæta eftir í bjórnum til að vega upp á móti beiskjunni.
Það er tvennt sem þú getur gert.
Bjór er oft rammur þegar hann er ungur og mildast með aldrinum. Stundum finn ég einhverjar gamlar flöskur inni í geymslu úr einhverjum gömlum lögunum sem eru búnir að þroskast í marga mánuði og iðulega eru þetta bestu bjórarnir sökum þess að ég er svo óþolinmóður og drekk bjórinn of snemma.
Bjórinn þinn gæti mildast við að þroskast í nokkrar vikur en iðulega er þó talað um að þessi týpa af bjór sé best fersk.
Næst þegar þú bruggar þessa uppskrift þá geturðu minnkað við 60 mínútna humlana (þeir sem fara fyrst út í) og þannig minnkarðu beiskjuna í bjórnum.
Þú gætir td látið 20g í stað 28g í upphafi suðu og þannig minnkað beiskjuna umtalsvert.
Svo eru til milljón aðrar uppskriftir sem ekki eru eins beiskar og þá er aðal vandamálið að velja á milli allra þeirra bjórstíla sem eru í boði.

Re: Fyrsta smakk

Posted: 3. Feb 2014 11:40
by æpíei
Viltu ekki bara mæta með 2 flöskur á Kex í kvöld kl 20:30 á mánudagsfund? (Ég geri ráð fyrir að það sé fundur þó hann hafi ekki verið auglýstur) Það er mjög gott að fá komment frá öðrum bruggurum þegar maður er að byrja. Ég lærði mjög mikið á því sjálfur.

Re: Fyrsta smakk

Posted: 3. Feb 2014 15:06
by bergrisi
Næsti bjór verður betri. Eftir nokkrar laganir þá viltu frekar þinn eigin bjór en úr Vínbúðinni.

Gangi ykkur vel.

Re: Fyrsta smakk

Posted: 3. Feb 2014 17:00
by gm-
Sennilega eruð þið ekki vön þessum bjórstýl, american pale ale sem þessi uppskrift er eru oftast nokkuð beiskir og vel humlaðir. Hvaða bjór drekkiði vanalega? Viss um að hann hrafnkell getur sett saman eitthvað aðeins minna humlað fyrir ykkur næst, kannski cream ale eða kölsch

Re: Fyrsta smakk

Posted: 3. Feb 2014 17:41
by Krissa
Við erum reyndar ekki með humlana sem eiga að vera með í startpakkanum af því að þeir voru ekki til þannig að við fengum eitthvað annað. Við erum vön að drekka kalda og kalda lite ásamt carlsberg og viking lite :)

Væri gaman ef það væri hægt að brugga eitthvað í líkingu við Kalda :beer:

Re: Fyrsta smakk

Posted: 3. Feb 2014 17:58
by æpíei
Það er mögulegt að hann hafi látið ykkur hafa humla með mun hærri alfa en þeir sem eiga að vera í uppskriftinni. Ég man að einhver kom við og fékk humla þegar ég var að versla einhvern tíma, og það fylgdi með að það þyrfti að minnka humlamagn í 60 mínútna suðu ef bjórinn ætti ekki að verða beiskari en uppskriftin segir til um. En humlahausar eins og ég fúlsa þó ekki við vel humluðum bjór :)

Best er að nota forrit eins og BeerSmith þegar þú bruggar. Setur inn uppskriftina þar og svo getur þú sniðið hana til að þínum þörfum. Þá myndir þú sjá I.B.U. (sem sýnir bitruna) breytast ef þú skiptir út einum humlum fyrir aðra með annað alfa stig. Forritið getur líka skalað til og fundið út hvaða magn á að nota af humlum til að fá ákveðið biturstig. Þumalputtaregla er að þú helmingar magnið ef alfa er tvöfallt hærra en þeir humlar sem eru í uppskriftinni. Þetta lærist allt og tekur bara sinn tíma. Velkominn í hópinn og gangi þér vel :skal:

Re: Fyrsta smakk

Posted: 3. Feb 2014 18:15
by Krissa
Við notuðum einmitt bara smá part af humlunum, Steini maðurinn minn fékk góðar upplýsingar varðandi það. Við reyndar klikkuð um á því að hafa hitann í 77 í 10 mín eftir meskinguna, rönkuðum við okkur þegar allt bull sauð hehe.
Þarf að kíkja á þetta forrit !

Re: Fyrsta smakk

Posted: 3. Feb 2014 18:33
by bergrisi
Tek undir með æpíei með Beersmith. Mæli með því að horfa á öll beersmith myndböndin á youtube. Lærir mikið af því

Re: Fyrsta smakk

Posted: 4. Feb 2014 18:14
by drekatemjari
Ef að meskingin fer yfir 77C getur maður farið að extracta tannín úr korninu sem kemur ekki vel út í bragði.
Um að gera að halda áfram og prófa sig áfram. Það eru fullt af uppskriftum hérna inni að þægilegum óbeisku bjórum.
Kannski einhver geti bent ykkur á eina slíka.