Page 1 of 1

Bjórhátið Kex Hostel

Posted: 1. Feb 2014 16:13
by helgibelgi
Sæl Gerlar og Gerlur

Dagana 26. febrúar - 1. mars 2014 mun árleg bjórhátíð Kex Hostels eiga sér stað. Fágun hefur verið formlega boðið á hátíðina og beðnir að kynna starfsemi félagsins. Eins og þið vitið þá er þetta gert til minningar lögleiðingu bjórsins á Íslandi 1. mars 1989 og eru nú 25 ár liðin frá þessum merka viðburði.

Dagskráin:

Celebrate the 25th anniversary of Icelandic beer freedom with a four-day beer festival on KEX Hostel! We have invited breweries from all over the world to present their quality products and our Gastropub will be matching their beers with delicious food. Join us for a long weekend filled with beer, food, and music.

Wednesday 26th of February:
5pm-7pm – Beer promotion and sampling from American and Danish breweries:

Mikeller, To Øl, Rogue Ales, Gigantic Brewing Co, Logsdon Farmhouse Ales and Boneyard Beer

Thursday 27th of February:
3pm-10pm – We need to talk about Beer! - Beer conference with brewers, beer enthusiasts and chefs

Sjá betur hér: http://kexland.is/kexland/we-need-to-talk-about-beer/

5pm-7pm – Beer promotion and sampling:
Viking Beer and Einstök Beer Company


Friday 28th of February:
5pm-7pm – Beer promotion and sampling:
Ölgerðin and Borg Brugghús

9pm – Music from local talents 1860

Saturday 1st of March:
5pm-7pm – Beer promotion and sampling from Icelandic craft breweries:
Ölvisholt brugghús, Kaldi - Bruggsmiðjan, Steðji brugghús and Fágun (amateur brewers)

9pm – KEX Hostel Beer Band

Við höfum fengið það staðfest að heimabrugg er velkomið á staðinn. Við í stjórninni ætlum því að bjóða gestum upp á heimalagaða drykki. Ef þið hafið áhuga á því að bjóða upp á ykkar heimalagaða góðgæti (hvað sem það er) endilega hafið samband við okkur í stjórninni (mig, Kalla eða Eyvind). Bæði kútar og flöskur ganga (munum líklega hafa keezer á staðnum). Einnig er planið að bjóða til sölu Fágunar-stuttermaboli til styrktar félaginu (meira um það seinna).

Við hvetjum alla til að láta sjá sig. Sérstaklega á fimmtudeginum og laugardeginum!

P.s. Sérhannaðir Fágunar-stuttermabolir verða til sölu á Laugardeginum á bás Fágunar. Verðið er 3.000 kr á bol.

Re: Bjórhátið Kex Hostel

Posted: 1. Feb 2014 18:21
by hrafnkell
Sniðugt! Það er aldrei að vita nema ég komi með 1stk kút.

Re: Bjórhátið Kex Hostel

Posted: 2. Feb 2014 23:36
by JoiEiriks
Maður lætur þetta ekki framhjá sér fara. Flott dagskrá ..

Re: Bjórhátið Kex Hostel

Posted: 24. Feb 2014 16:03
by helgibelgi
Vildi bara minna fólk á hátíðina. Er búinn að uppfæra upplýsingarnar hérna fyrir ofan um hátíðina.

Fágun verður með sérstaka kynningu á félaginu á fimmtudeginum kl. 19:30. Annars verðum við með bás á laugardeginum líka þar sem við gefum heimabrugg og seljum Fágunar-stuttermaboli.

Re: Bjórhátið Kex Hostel

Posted: 26. Feb 2014 10:34
by Eyvindur
Endilega fjölmennið á hátíðina, og endilega endilega endilega komið með það heimabrugg sem þið megið sjá af á laugardeginum. Auðvitað er skemmtilegast að fá sem flesta kúta, en þótt það væru bara flöskur er það líka gaman. Það væri leiðinlegt að vera með bás ef bjórinn myndi klárast strax. Það má gera ráð fyrir töluvert mikilli traffík, og eflaust verða margir forvitnir að smakka heimagerðan bjór.

Því miður er ég að vinna úti á landi og kemst ekki (græt mig í svefn), en Helgi og Kalli taka þetta með trompi, og Sigurður verður sérlegur staðgengill formanns og talsmaður félagsins í fjarveru minni.

Ég veit að þessi hátíð verður framúrskarandi, og veit að Fágunarmeðlimir verði áberandi og frábærir. Ég er strax farinn að hlakka til hátíðarinnar á næsta ári.

Skemmtið ykkur vel og haldið uppi merkjum heimabruggs! Góð ímynd okkar á svona viðburðum er eitt af því sem hjálpar okkur að bera út hróðurinn!

Ástarkveðjur frá Hornafirði,
Eyvindur

Re: Bjórhátið Kex Hostel

Posted: 26. Feb 2014 23:43
by JoiEiriks
Sælir félagar, ég er með 1 kassa af 0,45l IPA en hvernig er þetta með dagskrána á laugardeginum ? Mæta hvenær ?

Re: Bjórhátið Kex Hostel

Posted: 27. Feb 2014 09:26
by Plammi
JoiEiriks wrote:Sælir félagar, ég er með 1 kassa af 0,45l IPA en hvernig er þetta með dagskrána á laugardeginum ? Mæta hvenær ?
Saturday 1st of March:
5pm-7pm – Beer promotion and sampling from Icelandic craft breweries:
Ölvisholt brugghús, Kaldi - Bruggsmiðjan, Steðji brugghús and Fágun (amateur brewers)

Re: Bjórhátið Kex Hostel

Posted: 28. Feb 2014 20:21
by karlp
Reminder:

5pm-7pm Saturday is Fágun's time. If you have any spare beers you want to share with the world, come on down anytime there (the earlier the better) and help give them away. If you have beer you can spare, but can't make it, please call Karl on 822 2595 or Helgi on 844 8909 and we can arrange to come and get it from you :)

If you don't have any beer to spare, relax, don't worry, save it for yourself, no problem at all :) But you should still come on down and taste some beers :)

Re: Bjórhátið Kex Hostel

Posted: 3. Mar 2014 16:18
by elvar
Sælir félagar kom of seint á laugardaginn þá var allt búið hjá ykkur, Það er svona að vera með viskífund á sama tíma.
Bjórhátíðin tókst bara vel. Miðvikudagurinn var nánast eins og mini útgáfa af góðri hátíð. Fyrirlestrarnir voru sumir fínir en þetta venjulega tölvuvesen skemmdi mikið.
Uppsetning á miðvikudeginum var fín en það var einhvernveginn mun stirðara á föstudeginum.
En allt um allt þetta var til sóma.